Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 34
34 6. júní 2009 LAUGARDAGUR G jaldþrotum hefur fjölgað mikið eftir bankahrunið og sífellt fleiri fyrirtæki lenda í erfiðleikum með að greiða af lánum. Skuldir íslenskra fyrirtækja lentu hjá nýju bönkun- um þegar kerfið var stokkað upp, og það er því starfsmanna hinna nýju ríkisbanka að taka ákvarð- anir um líf og dauða fjölmargra íslenskra fyrirtækja. Þótt viðskiptabankarnir þrír séu allir í eigu ríkisins hafa þeir ekki samræmdar starfsreglur um hvernig bregðast á við þegar fyrirtæki er komið í vandræði. Samkvæmt upplýsingum frá bönk- unum, og samtölum við starfs- menn þeirra, hafa starfsmenn bankanna þriggja sömu grund- vallarsjónarmiðin í huga. Bankarnir hefja oft afskipti af fyrirtækjum í vanda eftir að for- svarsmenn fyrirtækjanna leita eftir samningum við bankann vegna lána sem þau geta ekki lengur greitt af. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er nú að hefjast viðamikil greiningarvinna á lána- bók bankans, og stöðu fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann. Ætlunin er að ná til fyrirtækja áður en þau lenda í erfiðleikum. Vandinn er mikill, og bankarnir verða að einbeita sér að því að aðstoða þau fyrirtæki sem þurfa bráðaúrræði við endurskipulagn- ingu skulda. Stefna allra bankanna er að semja við fyrirtæki um skulda- mál frekar en að krefjast þess að þau verði tekin til gjaldþrota- skipta. Það er í sjálfu sér ekki gert af góðmennsku. Starfsmenn bank- anna vita að bankarnir fengju mun minna til baka af sínum útlánum ef þeir krefðust gjaldþrotaskipta yfir öllum fyrirtækjum frekar en að hinkra og vonast til þess að fyrir tækin geti greitt verulegan hluta sinna skulda síðar. Allir bankarnir líta svo á að þeirra hlutverk sé fyrst og fremst það að bjarga verðmætum. Til að fyrirtækjum sé bjargað þurfa því að vera góðar líkur á að þau spjari sig og geti greitt af lánum síðar meir, þó staðan sé erfið um þess- ar mundir. Fyrirtækin verða með öðrum orðum að vera lífvænleg. Bankarnir hafa ýmsar leiðir til að bregðast við vanda fyrirtækja. Frysting á afborgunum lána, vaxtagreiðslum eða hvorutveggja eru þær leiðir sem reyndar eru skoðaðar fyrst. Ef þau úrræði duga ekki skoða bankarnir hvort hægt sé að breyta skuldum fyrir- tækjanna við bankann í hlutafé. Starfsmenn allra bankanna segja að skuldir séu ekki afskrifaðar né þeim breytt í hlutafé nema útilok- að sé að önnur úrræði dugi. Ætla sér langan tíma til að selja Allir bankarnir hafa stofnað eigna- umsýslufélög, sem ætlað er að sjá um eignarhald þeirra í fyrirtækj- um sem bankarnir þurfa að taka yfir. Aðeins eitt fyrirtæki hefur farið inn í slík eignaumsýslufélög frá bankahruninu, en það er flug- félagið Icelandair. Önnur félög sem bankarnir stýra eru enn í endurskipulagn- ingu. Óvíst er hvort þau verða seld strax að því loknu, eins og gert var í tilviki Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins, eða hvort þau verða færð inn í eignaum- sýslufélögin þar til betur árar til að selja. Bankarnir gætu þurft að halda í hluti sína í fyrirtækjum í einhvern tíma ef þeir ætla ekki að setja þau á brunaútsölu í miðju hruni. Tals- verðan tíma getur tekið að endur- skipuleggja fjárhagsstöðu fyrir- tækjanna. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum má búast við að fyrirtæki verði í eigu bank- ans í allt að fjögur ár áður en þau verða seld. Íslandsbanki ætlar ekki að gefa sér svo langan tíma. Þar gera áætlanir ráð fyrir því að fyrirtækin verði seld innan átján mánaða, og helst innan árs. Ekki fékkst uppgefið frá Kaup- þingi nákvæmlega hversu langan tíma bankinn ætlar að gefa sér til að selja fyrirtæki sem komast í eigu bankans. Fulltrúi bankans segir að stefnt sé að því að selja fyrirtæki eins fljótt og kostur sé, en ef aðstæður á markaði verði óhagstæðar áfram geti þurft að halda fyrirtækjum innan bankans. Þá verði eignarhald þeirra fært í eignaumsýslufélag bankans. Gagnrýnisraddir hafa heyrst frá fyrirtækjum sem eru í samkeppni við fyrirtæki sem bankarnir hafa tekið yfir eða veitt aðstoð í erfið- leikum. Starfsmenn bankanna segjast mjög meðvitaðir um þá hættu sem tengist því að vera með samkeppnisaðila fyrirtækis í vanda í viðskiptum. Bent er á að þó að bankarnir komi að stjórnun fyrirtækja sé það gert í gegnum stjórn þeirra, og yfirleitt séu starfsmenn bank- anna ekki að taka ákvarðanir um daglegan rekstur. Bankarnir leggja áherslu á að umsýsla með fyrirtæki í vanda sé aðskilin frá þeim hluta bankans sem sér um viðskipti við fyrirtæki sem betur standa. Bankarnir hafa einnig skipað umboðsmann viðskiptavina, sem á að tryggja jafnræði milli við- skiptavina. Þá eiga eignaumsýslu- félögin einnig að skapa ákveðna fjarlægð milli bankans og fyrir- tækja sem þar lenda í lengri eða skemmri tíma. Bankar fara Lundúnaleiðina Flóknustu mál tengd erfiðleikum fyrirtækja eru yfirleitt þau þar sem fyrirtækin skulda fleiri en einum banka eða fjármálafyrir- tæki. Þar hafa bankarnir komið sér saman um að farin verði svo- kölluð Lundúnaleið. Leiðin gengur út á að kröfuhafar komi sér saman um að einn banki sjái um samskipti við fyrirtækið, og að kröfuhafar gangi ekki að fyrirtækinu ef það myndi hindra björgun verðmæta. Loks fallast kröfuhafarnir á að skuldbinda sig til að samþykkja úrlausnir einstakra mála svo framarlega sem þrír af hverjum fjórum kröfuhöfum samþykkja til- tekna lausn. Starfa á mörkum lífs og dauða Íslensk fyrirtæki standa mörg frammi fyrir erfiðleikum, og spár gera ráð fyrir gríðarlegum fjölda gjaldþrota. Viðskiptabankarnir þurfa að taka erfiðar ákvarðanir um líf og dauða fyrirtækja. Brjánn Jónasson kannaði hverjir þurfa að taka erfiðu ákvarðanirnar, hvaða starfsreglur þeim eru settar og hvaða sjónarmið þeir þurfa að hafa í huga þegar þeir reyna að bjarga verðmætum. FYRIRTÆKI Í VANDA Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað gríðarlega frá því bankarnir hrundu, og fyrir hvert fyrirtæki sem fer í þrot er fjöldi fyrirtækja í erfiðleikum sem bankarnir þurfa að reyna að bjarga frá gjaldþroti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bankarnir geta beitt ýmsum aðferðum til að aðstoða fyrirtæki í vanda. Lykilatriðið er þó að svara þeirri spurningu hvort fyrirtækið sé þess virði að bjarga því. Þegar þeirri spurningu er svarað þarf að taka tillit til ýmissa þátta, til dæmis stærðar, fjölda starfsmanna og mikilvægi fyrirtækisins á samkeppnis- markaði. Mikilvægast fyrir bankana er þó að kanna sjóðstreymi fyrirtækisins og almennan rekstrargrundvöll. Markmið bankanna er að hámarka endurgreiðslur fyrirtækja á lánum. Til þess verður að koma í veg fyrir að lífvænleg fyrirtæki verði gjaldþrota vegna tímabundinna erfiðleika. Ef sjóðstreymi fyrirtækis er jákvætt er metið hvað þarf að gerast til að það geti staðið undir lánum. Bankarnir geta til dæmis fryst afborganir þannig að fyrirtækin greiði aðeins vexti, lengt í lánunum eða breytt skuldum við bank- ann í hlutabréf í fyrirtækinu. Dugi ekkert af þessu til að koma fyrirtækinu á réttan kjöl aftur er fátt að gera annað en að fara fram á gjaldþrotaskipti. Ef sjóðstreymið er neikvætt þurfa starfsmenn bankanna að meta hvort fyrirtækið eigi sér traustan rekstrargrundvöll eða ekki. Ef ekki er eðlilegt að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Ef rekstrargrundvöllur er talinn til staðar getur bankinn farið fram á að breytingar verði gerðar í fyrirtækinu. Til dæmis að reksturinn verði endurskipulagður, eignir seldar til að grynnka á skuldum, nýtt hlutafé lagt til rekstursins eða fyrirtækið selt öðrum. Gangi ekkert af þessu er líklegt að fyrirtækið verði sett í þrot. META LÍFVÆNLEIKA FYRIRTÆKJANNA ➜ MAT Á SJÓÐSTREYMI FYRIRTÆKIS Í VANDA* Mat lagt á skuldastöðu og greiðslubyrði Mat lagt á rekstrargrundvöll. Haft samband við aðra banka ef við á. Fyrirtæki getur borið núverandi skuldir en stendur ekki undir núver- andi greiðslubyrði. Fyrirtæki getur ekki borið núverandi skuldir. Haft samráð við aðra banka ef við á. Rekstrargrundvöllur er mögulegur. Rekstrargrundvöllur er ekki til staðar. JÁKVÆTT SJÓÐSTREYMI NEIKVÆTT SJÓÐSTREYMI ÚRRÆÐI ÚRRÆÐI ÚRRÆÐI ÚRRÆÐI Skoða vaxtagreiðsluúrræði. Lánalenging eða tímabundin frysting. Skuldbreyting. Skilmálabreyting. Skoða vaxtagreiðsluúrræði. Lánalenging eða tímabundin frysting. Skuldbreyting. Skilmálabreyting. Kröfuhafar breyti kröfum í hlutafé, víkjandi lán eða umbreytanleg skuldabréf. Krafa um gjaldþrot. Endurskipulagning rekstrar. Nýtt hlutafé frá þriðja aðila. Breyta kröfum í hlutafé. Sala fyrirtækis. Krafa um gjaldþrot. Krafa um gjaldþrot. *Byggt á úrlausnarkerfi Kaupþings banka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.