Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 36
2 matur
GÓÐGÆTI HRIST FRAM ÚR ERMINNI
Vera Einarsdóttir skrifar
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson Pennar: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Sólveig Gísladóttir, Roald
Eyvindsson, Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
VERSLUN SÆLKERANS
Þórunn Birna Guðmundsdóttir
MA í austurlenskri læknisfræði
Innritun fyrir haustönn 2009
Innritun fyrir haustönn 2009 stendur nú yfi r. Umsóknarfrestur er til 11. júní. Rafræn
innritun fer í gegnum www.menntagatt.is. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans
sem er opin 8.00-15.00 eða á heimasíðu skólans, www.fa.is.
Eftirtaldar námsbrautir eru í boði:
námsbrautir til stúdentsprófs:
• félagsfræðibraut
• málabraut
• náttúrufræðibraut
• viðskipta- og hagfræðibraut
• viðbótarnám til stúdentsprófs
starfsnám Heilbrigðisskólans:
• heilsunuddarabraut
• heilbrigðisritarabraut
• lyfjatæknabraut
• læknaritarabraut
• sjúkraliðabraut
• brúarnám á sjúkraliðabraut
• tanntæknabraut
• almenn námsbraut
Skólameistari
Fjölmiðlakonan Valgerður Matthíasdóttir, eða Vala Matt eins og hún er betur þekkt,
lumar á uppskrift að salati sem
hún segir ómissandi og þá sérstak-
lega á sumrin. „Þetta er fljótleg-
ur og léttur sumarréttur, sem ég
byggi á uppskrift sem þau hjá veit-
ingastaðnum Gló voru svo vinsam-
leg að láta mig fá, en þar er allur
matur ótrúlega góður. Þessi réttur
er svo bragðgóður að síðan ég fékk
uppskriftina hef ég búið hann til
reglulega handa sjálfri mér.“
Beðin um að lýsa réttinum nánar
segir hún: „Einn kosturinn er sá að
í hann má nýta ávextina sem maður
á í ísskápnum. Ætli maður að kaupa
í hann mæli ég með eplum, appels-
ínum, banönum, kívi og melónu.
Mikilvægt er að velja lífrænt þar
sem sumt af hráefninu, til dæmis
eplin eru ekki skræld. Allt er nið-
urskorið. Út í þetta er gott að setja
dökkt súkkulaði, 70 eða 65 pró-
sent frá Siríus, pínulítið af niður-
skornum döðlum og valhnetum frá
Sollu Eiríks hjá Himneskt, niður-
brytjaðar en þó ekki of smátt. Svo
er allt saman sett í skál. Mér finnst
gott að
blanda saman
við þetta þeyttum
rjóma. Á Gló er stundum notuð
AB-mjólk sem hefur verið sigtuð
í kaffipoka, þar til mesti safinn er
farinn úr og þykkari hlutinn svo
notaður.“ Vala bætir við að í þeirri
uppskrift geti verið gott að kreista
örlítið af ferskri appelsínu og lime
yfir salatið og rífa ferskt engifer
ofan á vilji maður gera það aðeins
súrara.
En hvað gerir salatið svona
ómótstæðilegt? „Þessi blanda af
súru og sætu, ávöxtum sem gera
salatið létt og gott og súkkulaðið
veitir svo ákveðið kikk. Allt leggst
þetta á eitt um að gera það að til-
völdum sumarrétti. Nú svo þarf
ekki að fara eftir uppskrift heldur
eigin smekk og nota það sem til er
í ísskápnum.“ - rve
SÚKKULAÐISALAT
Völu finnst ávaxtasalat með súkkulaði
tilvalið á sumrin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Á veitingastaðnum Kjöt og kúnst í
Hveragerði er íslensk matseld í háveg-
um höfð. Saltað folaldakjöt, kjötsúpa og
soðin svið eru meðal þess sem boðið er
upp á í hádeginu og steikarhlaðborð á
kvöldin. „Þá erum við með eitt og annað
sem útlendingum þykir framandi og
spennandi að bragða á,“ segir Ólafur
Ingi Reynisson, sem á og rekur staðinn
ásamt eiginkonu sinni Maríu Eyjólfs-
dóttur. Erlendum ferðalöngum þykir að
hans sögn maturinn góð tilbreyting frá
matseðlum vegasjoppna, sem þeir telja
margir í eigu sama aðilans sökum þess
hve líkur maturinn er. Þá segir Ólafur
eldunaraðferðina á staðnum trekkja að.
„Við leiðum inn í húsið hver og nýtum
heita gufuna til eldunar. Þetta er eini staðurinn í heiminum sem nýtir hvera til eldunar og bakst-
urs.“ Líkt og fleira hefur staðurinn ekki farið varhluta af kreppunni, en Ólafur segist hafa brugð-
ist við því með opnun kaffihúss þar inni. „Þetta er sælkerahlutinn þar sem afgreiddar eru brauð-
tertur, hnallþórur og fleira,“ bendir hann á og segir viðbótina hafa vakið mikla lukku.
Kjöt og kúnst
Salatið má útfæra á
ýmsa vegu, til dæmis
eftir því hvort menn vilja
hafa það sætt eða súrt.
Valgerður Matthíasdóttir leggur mikið upp úr léttum og
hollum réttum. Á sumrin er ávaxtasalat með dökku súkku-
laði í sérstöku uppáhaldi, enda bæði fljótlegt og gott.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Mannfögnuðum af ýmsu tagi fjölgar yfirleitt svo um munar á sumrin. Fólk hittist í grillveislum, kokteilboðum og lautar-ferðum eða rekur inn nefið hjá ættingjum og vinum í kaffi og
brunch. Stundum eru fögnuðirnir fyrirfram ákveðnir en þegar sól er
sem hæst á lofti færist það í aukana að fólk taki skyndiákvarðanir og
sé mætt í dyragættina áður en hendi er veifað.
Þá er gott að luma á léttum og aðgengilegum uppskriftum til að
geta galdrað eitthvað gómsætt ofan í svanga og sólbrúna gesti. Auk
þess hallast margir að léttum og fljótlegum réttum yfir hásumar-
ið enda ekki eftirsóknarvert að standa sveittur yfir steikarpönnunni
þegar sólin skín.
Þegar lítill tími er til stefnu má grípa til ýmissa ráða og bera til
dæmis fram grillað brauð með tómötum og osti. Þá er enga stund gert
að henda í salat og oft hægt að nota það sem er
til í ísskápnum eins og harðsoðin egg, beikon
og ostabita til að gera það matarmeira. Eins
er með lítill fyrirhöfn hægt að galdra fram
ávaxtasalat með því sem er til í ávaxtakörf-
unni en slíkt lostæti bragðast best undir
berum himni. Það má svo gera enn gómsæt-
ara með því að hella eplasafa, sítrónuberki,
kanil og jafnvel nokkrum súkkulaðibitum
yfir.
Sé ekkert ætilegt til á heimilinu standa
kaffi- og svaladrykkir ávallt fyrir sínu en við
þá eru ýmis tilbrigði. Það fer til dæmis betur
á ískaffi en rjúkandi uppáhellingi þegar heitt
er í veðri en það má gera með espresso, ísmol-
um og mjólk. Í svaladrykk þarf einungis sóda-
vatn með lime-bitum, appelsínubitum, jarðar-
berjum eða öðru tilfallandi og síðan er bara
að halda út í garð og njóta.
A Aðalréttur Hvunndags
Hvunndags/til
hátíðabrigða
Fiskur
M Meðlæti
Grænmeti