Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 40
 6. JÚNÍ 2009 LAUGARDAGUR2 ● fréttablaðið ● sjómannadagurinn Aðeins tveir bátar róa með færi frá Reykjavíkurhöfn um þessar mundir. Dúan er annar þeirra og þar er Páll Kristjánsson við stjórnvölinn. Höfnin er eins og gljáfægður speg- ill er Dúan skríður drekkhlaðin inn að bryggju. Páll og bátsfélagi hans Brynjar Mikaelsson taka strax til við löndun og það er asi á þeim. „Við þurfum að koma aflanum á markaðinn fyrir klukkan sjö,“ segir Páll til skýringar og bend- ir á að klukkuna vanti tíu mínútur í. Hvert karið af öðru er híft upp, fullt af fallegum fiski, aðallega þorski en einnig stórufsa. „Eitt- hvað í kringum tonn,“ segir Páll ánægjulegur inntur eftir magninu. Þetta heitir að draga björg í bú. Þegar búið er að landa hæg- ist aðeins á og þá er lag að spyrja fleiri spurninga. Skyldi ekki vera gaman að vera á sjó í svona veðri? „Jú, hafið er eins og heiðartjörn,“ segir Páll. Kveðst hafa farið frá bryggjunni klukkan átta um morg- uninn og verið tæpa tvo tíma á miðin. „Við förum svona 32 til 35 mílur út í miðjan flóa. Vorum vest- an við vestara hraunið. Það er góð færaslóð,“ útskýrir hann. Páll er Siglfirðingur og byrj- aði ungur að stunda sjóinn. „Ég eignaðist fyrstu trilluna þegar ég var þrettán ára. Það var nú bara til að leika sér á,“ segir hann og broshrukkurnar kringum augun dýpka. Kveðst lengst af hafa átt eigin báta en einnig hafa unnið hjá öðrum í nokkur ár og þá róið frá Sandgerði á snurvoð, netum og humartrolli. Dúan er sex tonna bátur af gerð- inni Sómi 800. Hana fékk Páll 1991 og kveðst oftast hafa róið einn, lengst af á línu. „Fyrir þremur árum seldi ég frá mér ýsukvót- ann en á þorskinn og ufsann eftir. Það dugar mér ágætlega yfir sum- arið.“ Páll viðurkennir að vera hjátrúar fullur eins og allir aðrir sjómenn en vill ekki ljóstra upp í hverju það felist. „Ég held það sé betra að segja ekki frá því,“ segir hann. Eflaust er það hluti af hjátrúnni. Nú er eftir að þrífa Dúuna og ganga frá ýmsu áður en farið er heim. Þeir félagar ætla á sjóinn aftur að morgni. Svo kemur sjó- mannadagurinn og hann er heil- agur. - gun Páll gæti passað inn í flesta sjómannatexta sem ein af hetjum hafsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hafið eins og heiðartjörn Í Fjarðabyggð eru nokkrir dagar lagðir undir sjómannadags- hátíðarhöld og teygðu þau sig aftur á fimmtudag bæði á Norð- firði og Eskifirði þar sem íburðar- mikil dagskrá verður alla helgina. Þá verða viðburðir á Fáskrúðs- firði á laugardag og á Reyðarfirði á sunnudag. Dagskráin er þéttskipuð og er af mörgu að taka. Á Eski- firði verður stálskipa- smíði í Hamri í dag þar sem tekið verður á móti börnum og þeim hjálpað að smíða báta sem síðan verður fleytt. Þá verður kappróð- ur á Mjóeyri ásamt belgja slag og reiptogi á milli Eskfirðinga og Reyðfirðinga. Í kvöld verður svo stórdansleikur með Landi og sonum. Á sjómannadaginn sjálfan verður hoppukastala land sett upp í miðbæ Eskifjarðar auk þess sem Hrafna Idol-stjarna tekur lagið. Á Norðfirði verður sjóstanga- veiðimót, dorgveiðikeppni, kapp- róður, grillveisla og ýmislegt fleira í dag en hátíðardag- skrá verður við sund- laugina á morgun. Dagskránni lýkur svo með harmon- ikkustund með sveiflu í Sjó- minja- og smiðju- safni Jósafats Hin- rikssonar. Nánari dagskrá og tímasetningar má nálgast á www. fjardabyggd.is. - ve Hátíðarhöldin teygja sig yfir marga daga Hreimur og félagar í Landi og sonum slá upp stórdansleik á Eskifirði í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Idol-stjarnan Hrafna tekur lagið í miðbæ Eskifjarðar á morgun. Bryggjudagur verður haldinn í fyrsta sinn í Vogum á Vatnsleysu- strönd í dag í tengslum við sjó- mannadaginn. „Félagasamtök í sveitarfélaginu halda bryggjudag- inn saman að frumkvæði smábáta- félagsins í Vogum,“ útskýrir Ólafur Þór Ólafsson, frístunda- og menn- ingarfulltrúi Voga. Dagskrá bryggjudagsins fer öll fram við bryggjuna í Vogum og stendur frá hálf tíu til þrjú. Á dag- skrá verður dorgveiði, kappróður, grillaðar pylsur, stakka sund, kaffi og vöfflur og margt fleira. Endað verður á siglingu frá Vogum og undir Stapann. „Fólki fannst vanta að eitthvað væri gert í tengslum við sjómanna- daginn í sveitarfélaginu. Útgerð er aldagömul á þessum slóðum þannig að ákveðið var að drífa í því að setja saman dagskrá. Við vonumst fyrst og fremst til þess að íbúar í sveitarfé- laginu sjái sér fært að mæta og gera sér glaðan dag,“ segir Ólafur Þór og bætir við að auðvitað sé alltaf tekið á móti gestum í Vogunum. - mmf Fyrsta sinn í Vogunum Á dagskrá bryggjudagsins verður meðal annars dorgveiði, kappróður og stakkasund. Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is FRÉTTA BLA Ð IÐ /G U N Páll og Brynjar koma á Dúunni að bryggju með tonn af fallegum fiski eftir túrinn. M YN D /SVERRIR A G N A RSSO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.