Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 41

Fréttablaðið - 06.06.2009, Side 41
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 FUGLASKOÐUN Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Fuglaverndar verður haldin í Höfðaskógi og við Hvaleyrarvatn laugardaginn 6. júní klukkan 10. Fugla- skoðunin hefst í gróðrarstöðinni Þöll og gengið verður í hring um skógræktarsvæðið að Hvaleyrarvatni. Gestur hefur búið í Unuhúsi í röska þrjá áratugi. Hann full- yrðir að góðir andar séu í hús- inu en skvaldur í þeim haldi þó aldrei fyrir honum vöku. „Maður heyrir bara grát í þjóðarsálinni þegar verið er að hleypa fólki út af börum miðborgarinnar,“ segir hann og kveðst í góðum tengsl- um við hjartaslög þjóðlífsins. Það fylgi íbúum Unuhúss. „Þetta er yndislegt hús finnst okkur sem búum í því,“ segir hann en auk hans eru það eiginkonan Guðbjörg Garðarsdóttir og dóttirin Guðrún Sóley að ógleymdri tíkinni Matt- hildi. Unuhús var athvarf skálda og annarra menningarforkólfa Íslands á síðustu öld. Silja Aðal- steinsdóttir mun fjalla um það og gestgjafann sjálfan Erlend Guð- mundsson á dagskránni á Kjar- valsstöðum sem hefst klukkan 15 og Jón Karl Helgason ræðir um samband Erlendar og Ragnars í Smára. Hrafnhildur Schram mun svo leiða fólk um sýninguna Frá Unuhúsi til Áttunda strætis og beina sjónum sérstaklega að þeim hluta hennar sem sýnir málverk Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur sem voru gestir hússins. Gestur hefur séð um miklar endurbætur á Unuhúsi og þá sögu mun hann segja á Kjarvalsstöðum. „Húsið var að grotna niður þegar ég og þáverandi kona mín Erna Ragnarsdóttir keyptum það af föður hennar, Ragnari í Smára. Þó ég sé arkitekt hafði ég ekki hug- mynd um hvað ég var að fara út í. Þetta varð miklu meira verk en við héldum í upphafi,“ segir hann. Þetta var fyrir daga Torfusam- takanna og skilningur í þjóðfélag- inu takmarkaður á því að sniðugt væri að gera upp gömul hús. „Við tókum bara af mjólkur peningun- um,“ segir Gestur þegar spurt er út í styrki. Unuhús er nú kjallari, tvær hæðir og ris. „Við byggðum smá- vegis aftan við húsið og fórum með allar græjur sem tilheyra nútímalifnaðarháttum þangað eða niður í kjallara. Því er gamla húsið mestan part eins og það var í upphafi.“ gun@frettabladid.is Í góðum tengslum við hjartaslög þjóðlífsins Hið sögufræga Unuhús lifnar við kl. 15 á morgun með dagskrá á Kjarvalsstöðum í tengslum við sýning- una Frá Unuhúsi til Áttunda strætis. Gestur Ólafsson, arkitekt og eigandi hússins, er meðal fyrirlesara. Gestur Ólafsson arkitekt segir góða anda ríkja í Unuhúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Heimboð á vinnustofuna Haukur Dór myndlistarmaður hefur flutt í nýja vinnustofu að Skúlagötu 26. Þeir sem hafa hug á að heimsækja listamanninn, sjá það nýjasta af trönunum og afrakstur síðustu mánaða eru hjartanlega velkomnir. Vinsamlegast hringið í síma 690 5161.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.