Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 42
HLÁTURJÓGATÍMI, sá síðasti fyrir sumarið, verður haldinn í Borgartúni 24, Manni lifandi, laugardaginn 6. júní klukkan 10.30. Kjörið tækifæri til að hlæja hressilega í góðum hópi og byggja sig upp fyrir sumarið. Volvo XC60 er þriðji meðlimur XC-fjölskyldunnar, en þar voru fyrir sportjepp- arnir XC70 og XC90. Brimborg frumsýnir bílinn í dag, laugardaginn 6. júní. XC60 hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal titilinn eftirsótta Bíll ársins 2009 í flokki sportjeppa hjá tímaritinu WhatCar?. Lögð er áhersla á öryggið í XC60 en hann þykir einnig standa vel hvað varðar gæði, akstursþægindi, umhverfisvernd og framsækna tækni. Þá tvinnar XC60 saman kraftmikla jeppaeiginleika og sportlega aksturstakta og þykir bíllinn því höfða til þeirra sem vilja sameina í einum og sama bílnum öryggi, skemmtun og notagildi. Frumsýningarbílarnir eru tveir eða XC60 T6 AWD með 285 hest- afla Twin Turbo vél og XC60 D5 Turbo dísil með breytilegu loft- flæði og einung- is 7,5 l/100 km í eldsneytisnotk- un. Frumsýningin stendur frá klukk- an 12 til 16. Nýr Volvo frumsýndur um helgina BRIMBORG FRUMSÝNIR VOLVO XC60 Í DAG. „Allir þeir sem ætla að ferð- ast innanlands í sumar ættu að kíkja við hjá okkur í Sólheimum, það verður vel þess virði,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima. Í dag verður menningarveisla Sól- heima formlega sett með hátíðar- dagskrá. Hún mun svo standa yfir allt til 8. ágúst. „Hér í Sólheimum er mjög öflugt tónlistarstarf. Það er því vel við hæfi að Sólheima- kórinn ætlar að byrja skemmtun- ina með tónlistaratriði í kirkjunni okkar. Með honum kemur fram Samkór Kópavogs. Klukkan eitt ætlar hún Edda Björgvinsdótt- ir leikkona svo að setja hátíðina formlega og munum við ganga hér á milli og opna allar þær sýningar sem verða hér í gangi í sumar, sem eru ansi margar.“ Þeir sem ekki komast á opnunar- hátíðina í dag þurfa ekki að örvænta því hátíðin stendur yfir allt fram í ágúst. Sýningarnar, sem hafa verið settar upp í Ingustofu, Íþróttaleikhúsinu og Sesseljuhúsi, verða opnar alla virka daga á milli klukkan 9 og 18 og um helgar frá hádegi fram til klukkan 18. Jafnframt verða sýningar undir berum himni. Tilvalið er að fá sér göngutúr um svæðið og skoða Ljóðagarðinn, Trjásafnið og Höggmyndagarðinn, svo eitthvað sé nefnt. Í allt sumar verða svo mismun- andi viðburðir á dagskránni, sem vert er að fylgjast með á heima- síðu Sólheima, www.solheimar. is. Til dæmis verða fræðsluferð- ir í boði. Hinn 27. júní mun Jón E. Gunnlaugsson, áhugamaður um nýtingu jurta til heilsueflingar, ganga um með gestum og kenna þeim að þekkja íslenskar lækn- ingajurtir. Hinn 8. ágúst verður svo lífrænn markaðsdagur þar sem fer fram kynning og sala á lífrænum afurðum. Gómsætir líf- rænir réttir verða bornir fram á Kaffihúsinu Grænu könnunni í tilefni þess. Tónelskir ættu að velja sér laug- ardaga til að kíkja í Sólheimana en á hverjum laugardegi meðan á menningarveislunni stend- ur verða tónleikar í Sólheima- kirkju klukkan tvö. Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum eru, auk Sólheimakórsins sjálfs, Borgardætur, Hljómsveitin Buff, Raddbandið VoxFox og að endingu Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds. Þeir munu flytja perlur frá liðn- um árum hinn 8. ágúst, á lokadegi menningarveislunnar. holmfridur@frettabladid.is Tveggja mánaða veisla Menningarveisla Sólheima er engin smáskemmtun en hún hefst í dag og stendur allt til 8. ágúst. Á dag- skránni verða til dæmis vikulegir tónleikar fjölbreytilegs hóps tónlistarmanna og fjöldi listsýninga. M YN D /G U Ð M U N D U R Á R M A N N P ÉT U R SS O N Listakonan Helga Alfreðsdótt- ir sýnir verk sín á menningar- hátíð Sólheima, bæði í Ingu- stofu og Íþróttaleikhúsinu. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.