Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 58

Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 58
 6. JÚNÍ 2009 LAUGARDAGUR4 ● fréttablaðið ● sjómannadagurinn Sveitadvöl fyrir fjölskyldur, vina- og gönguhópa í Hestheimum, aðeins 50 mínútur frá Reykjavík. Nánar upplýsingar fúslega veittar í síma: 487-6666 og hestheimar@hestheimar.iswww.hestheimar.is Notaleg gisting í 2-3 manna herbergjum með sérbaði, heitur pottur og hægt að panta nudd. Fallegt um- hverfi og heimilislegt andrúmsloft. Einstakt tækifæri til að fá innsýn í daglegt líf í sveitinni, njóta sam- vistanna við náttúruna og öll dýrin. Tilboðsverð á gistingu með fullu fæði. Daglega er boðið uppá hestaleiguferðir. Frábærar göngu- og reiðleiðir eru í nágrenni Hestheima. Getum sótt hópa til Reykjavíkur gegn vægu gjaldi. Sögustund í forsetasvítu varð- skipsins Óðins er einn fjölmargra viðburða á Hátíð hafsins sem haldin er nú um helgina í Reykja- vík. Það er sagnakonan Sigur- björg Karlsdóttir sem þar býður gesti velkomna bæði klukkan 15 og 15.30 á laugardag en hún er víðfræg langt út fyrir landstein- ana fyrir frásagnargáfu sína. Sigurbjörg verður frekar leyndardómsfull þegar hún er innt eftir söguefninu um borð í Óðni og bendir á að lítið gaman sé fyrir fólk að lesa það í blöðun- um áður en það mæti á svæðið. „En það verður þjóðsaga sem tengist sjó,“ lofar hún. Óðinn liggur við Grandagarð sem er vettvangur stórs hluta dagskrárinnar á Hátíð hafs- ins. Þar verður hægt að klappa krabba, útbúa flöskuskeyti, hnýta hnúta og hlýða á fjörug lög sungin af Erni Arnarsyni og Ernu Blöndal. Einnig má þar kitla bragðlaukana með ýmsum sjávarréttum veitingahúsanna á svæðinu og fá létta óperusmökk- un hjá nemendum Söngskóla Sig- urðar Demetz. - gun Sögur tengdar sjónum Varðskipið liggur við Grandagarð og þar ætlar Sigurbjörg Karlsdóttir að segja gestum sögur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● ÚTIFJÖR Í BORGARFIRÐI Börgunarsveitirnar í héraði, Brák, Heiðar og Ok, hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða íbúum upp á fjölbreytta dagskrá sjómannadagshelgina 5. til 7. júní. Dagskráin hefst á föstudaginn klukkan 20 þegar boðið verður upp á sætaferðir í snjóbíl eða björgunarsveitarbíl upp á Langjökul. Laugardaginn 6. júní verða þrjár gönguferðir með leiðsögn undir for- ystu björgunarsveitarmanna. Á laugardagskvöldið verður dansleikur með hljómsveitinni Sniglabandinu í Reiðhöllinni í Borgarnesi. Sunnudaginn 7. júní klukkan 13, verður dagskrá við og á Skorradalsvatni. Þar verða ýmis farartæki á ferð, svo sem þyrla, traktor, bátar, snjóbílar og björgunarsveitar- bílar, en þar verður farið í ýmsa leiki. Þá verða grillaðar pylsur í boði handa allri fjölskyldunni. Nánar á www.skessuhorn.is - sg Allir sem staddir verða á Húsa- vík á sjómannadaginn geta farið í klukkutíma siglingu um Skjálf- anda. Bátar bæjarins, stórir sem smáir, ætla út klukkan ellefu og bjóða með sér hverjum þeim sem vilja. Sérstök áhersla er lögð á að skemmta börnum. Á bryggjunni verður dorgveiðikeppni og leik- hópurinn Lotta verður með atriði. Þá er hægt að skoða fiska í körum á hafnarstéttinni. Að öðru leyti er dagskráin með hefðbundnu sniði. Koddaslagur, reiptog og kappróður verður á sínum stað, að ógleymd- um grilluðum pylsum og gosi. Þá verður frítt inn á öll söfn. - hhs Fríar siglingar Línubeitningarbáturinn Karólína er einn þeirra mörgu sem bjóða upp á siglingu um Skjálfandaflóa á sjómannadaginn. Sigurlag Sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins hefur verið valið. Sniglabandið og Skapti Ólafsson sigruðu með lagið Sófasjómaðurinn. „Þetta hefur gengið bara ljómandi vel eins og alltaf,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli útvarpsmaður á Rás 2. „Við fengum inn eitthvað um fimmtíu lög og svo voru tíu valin af sérstakri dómnefnd. Eftir það fékk fólk að hlusta og kjósa,“ sagði Óli Palli, en kosningu sjómanna- lagapeninnar lauk í gær með sigri Sniglabandsins og Skapta Ólafs- sonar. Lagið kallast Sófasjómað- urinn. Að hans sögn var keppnin með sama sniði og áður þótt örlít- ið fleiri hafi tekið þátt en síðast. „Ljótu hálfvitarnir voru afger- andi sigurvegarar í hitteðfyrra með lagið Sonur Hafsins. Raggi Bjarna vann svo líka svolítið af- gerandi sigur í fyrra þegar hann söng lagið Faðmurinn eftir Þröst Sigtryggsson og Kristján Hreins- son.“ Óli Palli er bjartsýnn fyrir keppnina á næsta ári og vonast eftir að fá 100 lög til þáttöku, ef ekki 300. „Enda bara gaman, gert til að taka ofan af fyrir íslenskum sjómönnum,“ útskýrir hann. Sjómannalagakeppnin er ekki eina lagakeppnin sem Rás 2 stend- ur fyrir, meðal annarra má nefna Jólalagakeppni og Baráttu- og bjartsýnis lagakeppni hins nýja lýðveldis í vor. „Með þessu viljum við fá sem flesta til að vera með, en einnig að starfandi hljómsveit- ir og listamenn semji lög sérstak- lega fyrir þessar keppnir,“ segir Óli Palli og bætir við að með keppnum sem þessum verði til ný íslensk tón- list sem eigi vonandi eftir að lifa í áratugi. Hann bendir í því sam- hengi á velgengni Ljótu hálfvitanna eftir sigurinn 2007. En hvað fær sigurvegarinn í verðlaun? „100 bestu plötur Íslands- sögunnar, út að borða á Panorama og hvalaskoðunartúr,“ segir Óli Palli. „Sófasjómaðurinn verður svo flutt á Hátíð hafsins.“ - hds Sófasjómaðurinn sigursæll Óli Palli á Rás 2 er ánægður með innsend lög í sjómannalagakeppnina í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.