Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 63

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 63
LAUGARDAGUR 6. júní 2009 35 RÍKISVÍXLASJÓÐUR Þér býðst ekki meira öryggi en ríkisábyrgð Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð á www.kaupthing.is, hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Lágmarkskaup aðeins 5.000 kr. Hægt að vera í mánaðarlegum sparnaði. Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrar- félag Kaupþings banka hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun verðbréfasjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem nálgast má á www.kaupthing.is/sjodir. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er ekki kveðið á um gildistíma, en yrði hún felld úr gildi þá tæki við lágmarksvernd samkvæmt lögum nr. 98/1999, sem greinir frá að ofan. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum verðbréfasjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is. 10% innlán 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf Nýr og traustur kostur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra fjárfesta. Leitað er eftir þátttakendum í klíníska rannsókn á nýju rannsóknarlyfi Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og verkun mismunandi skammta rannsóknarlyfsins við meðhöndlun á þrálátum háþrýstingi, samanborið við lyfleysu og virkt, markaðssett lyf. Aðalrannsakandi er Karl Andersen, sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Rannsóknin fer fram á Rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. – Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Hverjir geta tekið þátt? Konur og karlar á aldrinum 18 75 ára með þrálátan háþrýsting (efri mörk 140 mmHg og <180 mmHg). Einstaklingar á stöðugri þriggja lyfja meðferð við háþrýstingi sem eru þrátt fyrir það með of háan blóðþrýsting. Lyfjameðferðin má vera flóknari, þ.e. fleiri en þrjú lyf notuð, en eitt lyfjanna skal þó vera þvagræsilyf. Hvað felur rannsóknin í sér? Þátttaka varir í allt að 14 vikur og gert er ráð fyrir um 13 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 4 klst. Gerðar verða blóðþrýstingsmælingar, bæði á rannsóknarsetri og með notkun blóðþrýstingsvaktara yfir sólarhring. Blóðsýni verða tekin í flestum heimsóknum. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái tímabundinn bata en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð sjúkdómsins. Greitt verður fyrir þátttöku og rannsóknareftirlit verður þátttakendum að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 510 9911 milli kl. 8 og 16 eða með því að senda tölvupóst á clinic@encode.is. Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Rannsóknin hefur fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. ➜ Gömlu bankarnir. Allar innlendar eignir og innlán færðust í nýju bankana, allt annað endaði í gömlu bönkunum. ÍSLANDSBANKI LANDSBANKINN KAUPÞING Nýju bankarnir. Allar innlendar eignir og innlán færðust í nýju bankana. VIÐSKIPTARÁÐHERRA FJÁRMÁLARÁÐHERRA Skipar stjórn og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Fer með hlut ríkisins í bönkunum, skipar í bankaráð. Skipar fimm manna skilanefnd yfir gömlu bankana sem taka yfir hlutverk stjórnar. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ SKILANEFND GLITNIS SKILANEFND LANDSBANKANS Taka ákvarðanir um eignir gömlu bankanna, reyna að innheimta skuldir og hámarka eignir svo kröfuhafar fái sem mest í sinn hlut. SKILANEFND KAUPÞINGS BANKARÁÐ ÍSLANDSBANKA BANKARÁÐ LANDSBANKANS BANKARÁÐ KAUPÞINGS Ræður bankastjóra og setur stefnu. STJÓRNENDUR OG LÁNANEFND ÍSLANDSBANKA STJÓRNENDUR OG LÁNANEFND LANDSBANKANS STJÓRNENDUR OG LÁNANEFND KAUPÞINGS Taka ákvarðanir um fyrirtæki sem eiga í greiðsluerfið- leikum. Taka ákvörðun um hvort lánum fyrirtækisins er breytt í eigið fé bankans í fyrirtækjum, og þau færð í eignaumsýslufélög. EIGNAUMSÝSLUFÉLAG ÍSLANDSBANKA EIGNAUMSÝSLUFÉLAG LANSBANKANS EIGNAUMSÝSLUFÉLAG KAUPÞINGS Munu fara með eignahlut bankans í fyrirtækjum. Reka fyrirtækin með það í huga að selja þegar rétt verð fæst. GLITNIR LANDSBANKINN KAUPÞING Miklar kröfur eru gerðar til bankanna um að þeir gæti að samkeppnissjónarmiðum þegar þeir taka á vanda fyrirtækja. Fjölmargir hafa bent á hættuna af því að bankarnir styðji við fyrirtæki á samkeppnismarkaði meðan önnur fyrirtæki á sama markaði fá enga sérstaka fyrirgreiðslu. Samkeppniseftirlitið hefur farið fram á það við bankana að þegar þeir taki ákvarðanir um framtíð fyrirtækja hafi þeir til hliðsjónar þá mikilvægu langtímahagsmuni almennings og viðskiptalífsins að virk samkeppni fái þrifist í sem flestum geirum atvinnulífsins hér á landi. Í áliti eftirlitsins frá 12. nóvember í fyrra er settur fram listi með þeim meginreglum sem bankarnir ættu að hafa til hliðsjónar þegar þeir taka ákvarðanir um framtíð fyrirtækja í vanda. Í sameiginlegri yfirlýsingu viðskiptabankanna þriggja frá 9. desember segir að bankarnir „miði að því“ að starfa eftir þessu áliti Sam- keppniseftirlitsins, og muni kynna starfsmönn- um efni þess. Í áliti eftirlitsins er meðal annars rætt um eftirfarandi atriði: ■ Við töku allra meiri háttar ákvarðana sem áhrif geta haft á starfsemi fyrirtækja á að fara fram mat á samkeppnislegum áhrifum inngrips. Æskilegt er að óháður aðili sem þekkingu hefur á samkeppnismálum fylgist með og jafnvel taki ákvarðanir. ■ Skrásetja skal ferlið við endurskipulagningu fyrirtækja til að tryggja gagnsæi og vinna gegn tortryggni, helst af óháðum aðila. ■ Ef nokkrar leiðir koma til greina við endur- skipulagningu fyrirtækja á að velja þá leið sem eflir samkeppni, eða raskar henni sem minnst. Ekki á að stofna til aukinnar fákeppni né óæskilegra tengsla á samkeppnismörkuð- um ef hjá því verður komist. ■ Nýta á sem best svigrúm sem kann að skapast til að draga úr fákeppni, aðgangs- hindrunum, óæskilegum stjórnunar- eða eignatengslum eða markaðsráðandi stöðu. Frekar á að skipta fyrirtækjum upp en að sameina þau. ■ Gæta á þess að fyrirtækjum sé ekki mismun- að með ómálefnalegum hætti. Til dæmis eiga rekstur eða fjárhagsleg endurskipulagn- ing keppinauta sem eru í viðskiptum við sama bankann ekki að vera á könnu sömu aðila innan bankans. ■ Þegar fyrirtæki eða eignir eru seldar á að tryggja að allir líklegir kaupendur hafi jafna möguleika á því að gera tilboð og hlutlægni milli kaupenda skal vera tryggð. Þeir starfsmenn bankanna sem Fréttablaðið ræddi við sögðust meðvitaðir um samkeppnis- sjónarmið. Bankarnir virðast hafa kynnt sjónar- mið Samkeppniseftirlitsins fyrir starfsmönnum. Vandinn er hins vegar sá að bankarnir vilja hámarka virði og endurheimtur lánasafna. Fulltrúar bankanna segjast almennt hafa sjónarmið Samkeppniseftirlitsins til hliðsjónar. Staðan sé þó yfirleitt þannig að aðeins séu slæmir kostir í stöðunni, og bankarnir verði að velja þann skásta, þótt hann sé ekki sá skásti fyrir samkeppni á markaði. VELJA SKÁSTA KOSTINN AF MÖRGUM SLÆMUM ÞÓTT HANN STANGIST Á VIÐ SAMKEPPNISSJÓNARMIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.