Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 06.06.2009, Qupperneq 70
 6. júní 2009 LAUGARDAGUR Flestir bæir á landinu halda upp á sjómannadaginn en óvenjulegt þykir þegar engin höfn er á staðnum eða langt í sjó. Í Skaftárhreppi verð- ur öllu tjaldað til á morgun í tilefni sjómannadagsins, þótt um 200 kílómetrar séu frá Kirkjubæjarklaustri til vesturs og austurs í næstu höfn. „Þetta er hugmynd Skot- ans Brians Haroldsson sem er búsettur hér. Hann lang- aði að gera eitthvað skemmti- legt á sjómannadaginn fyrst flestir bæir á landinu halda hátíð til minningar um sjó- menn og gera sér glaðan dag,“ segir Ingólfur Hart- vigsson, sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri, þar sem Brian er organisti. „Okkur langaði líka til að enda sunnudagaskólann svona, prufukeyrðum þetta í fyrra og þá sló þetta í gegn. Ég held að yfir 70 manns hafi mætt og var stemningin mikil.“ Hann segir hugmynd- ina ekki langsótta þar sem Skaftfellingar hafi margir sótt sjó fyrir aldamótin 1900 en þá var róið út á vorin frá Meðallandssöndum. Ekki verður þó um hefð- bundna sjómannadagskrá að ræða. „Dagurinn hefst með fjölskylduguðsþjónustu í Langholtskirkju í Meðal- landi klukkan 14. Svo fær- ist fjörið að Hæðargarðs- vatni þar sem róðrarkeppni verður klukkan 16. Þar munu etja kappi gömlu hrepparn- ir sem hafa verið sameinað- ir undir Skaftárhrepp. Mýr- dælingum hefur verið boðið til leiks til að gera keppnina meira spennandi. Svo verð- ur Kvenfélag Kirkjubæjar- hrepps með veitingar,“ segir Ingólfur, sem vonar að dag- urinn verði að árlegum við- burði. heidur@frettabladid.is GUÐMUNDUR FINNBOGASON LANDSBÓKAVÖRÐUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1873. „Sú er listin mest að gera mikið úr litlu, hitt getur hver sem vill að gera lítið úr miklu.“ Guðmundur var prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og rektor í eitt ár. Eftir hann liggur fjöldi rita. BÚIST VIÐ HARÐRI KEPPNI Fimm lið kepptu í róðrarkeppninni í fyrra en nú verða þau sex. MYND/ÚR EINKASAFNI ÓVENJULEG STAÐSETNING Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Kirkjubæjarklaustri. MYND/ÚR EINKASAFNI ÍBÚAR SKAFTÁRHREPPS: HALDA UPP Á SJÓMANNADAGINN Hátíð lengst inni í landi Innilegar þakkir til alls þess fólks sem liðsinnti, Konráði Þór Snorrasyni, af alúð í erfiðum veikindum og umvafði fjölskyldu hans með einstakri elskusemi. Snorri Sævar Konráðsson Katrín Magdalena Konráðsdóttir Snorri S. Konráðsson Soffía H. Bjarnleifsdóttir Kolbrún Björk Snorradóttir Ellert Jónsson Snorri Birkir Snorrason Eyþór Ellertsson Bjarki Ellertsson Svanhildur Ásta Haig Gunnarsdóttir og aðrir vandamenn. Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Bjargar Steindórsdóttur áður til heimilis að Grænumýri 7, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Seli og Kristnesspítala fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Hulda Kristjánsdóttir Gestur Jónsson Kristján Gestsson Ingibjörg Dagný Jóhannsdóttir Jón Ásgeir Gestsson Hrund Steingrímsdóttir Þóra Steinunn Gísladóttir Gísli Sigurjón Jónsson Björg Þórhallsdóttir Höskuldur Þór Þórhallsson Þórey Árnadóttir Anna Kristín Þórhallsdóttir Runólfur Viðar Guðmundsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Péturs Sörlasonar. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Vilhjálmsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Selma Friðgeirsdóttir áður til heimilis að Vogatungu 3, Kópavogi, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík, 26. maí sl. Jarðarförin fer fram í Áskirkju mánudaginn 8. júní kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningaröldu sjómannadagsins, Hrafnistu, Reykjavík, sími 585 9500. Indriði Guðjónsson Erla Sigurlaug Indriðadóttir Björn Þorsteinsson Friðgeir Indriðason Stella María Reynisdóttir Ingibjörg Indriðadóttir Guðjón Indriðason barnabörn og barnabarnabörn. Hjartfólgin eiginkona mín, móðir okkar og amma Geirþrúður Kjartansdóttir, Hraunhólum 9, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti, miðvikudag- inn 4. júní. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 15. júní kl. 13.00. Hreinn Jóhannsson Kjartan Hreinsson Guðrún Hreinsdóttir Sturla Jóhann Hreinsson og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna and- láts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Gunnlaugs Þ. Halldórssonar Vallholti, Árskógsströnd. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á lyflækninga- deild Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun og allan kærleik. Guðrún I. Kristjánsdóttir Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Jóhanna E. Gunnlaugsdóttir Sævar Einarsson Guðný H. Gunnlaugsdóttir Guðmundur Ólafsson afa og langafabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 MOSAIK timamot@frettabladid.is Jóhannes Páll II. páfi kom til Íslands þennan dag árið 1989. Hann söng meðal annars messu við Landakots- kirkju sem þúsundir hlýddu á þrátt fyrir kalsaveður. Nunnurn- ar úr Karmelklaustrinu í Hafnarfirði fengu sér- stakt páfaleyfi til að vera viðstaddar guðs- þjónustuna. Páfinn óskaði eftir að fá að koma til Þingvalla þar sem kristni- takan fór fram. Þar var einnig helgihald undir beru lofti. Hann kom öllum á óvart þegar hann vatt sér upp í rútu að athöfninni lokinni í stað þess að ferðast til baka í einkabifreið. Sérstaklega tóku öryggisverðirnir kipp er páfi virtist hafa gufað upp, að því er fram kemur í Ísland í aldanna rás eftir Illuga Jökulsson. En páfi sat í besta yfirlæti í biskuparútunni. ÞETTA GERÐIST: 6. JÚNÍ 1989 Páfinn kom til Íslands AFMÆLI ÁSBJÖRN MORTHENS söngvari 53 ára í dag. STEFÁN EIRÍKSSON lögreglu- stjóri er 39 ára í dag. BRYNJA VALDÍS GÍSLADÓTT- IR leikkona er 36 ára í dag. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.