Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 74

Fréttablaðið - 06.06.2009, Page 74
46 6. júní 2009 LAUGARDAGUR Í gær kom út annáll Guðna Th. Jóhannessonar um atburði lið- ins árs, Hrunið – Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar – stórt rit og mikið að lesmáli, 427 blað- síður með orðskýringum, heim- ilda- og nafnaskrám. Þá hafði bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi, setið í efsta sæti sölu- lista í nokkrar vikur, en hún er smærri í broti, aðeins 247 blað- síður með orðskýringum. Í millitíðinni sendi Þorkell Sig- urlaugsson frá sér ritið Ný fram- tíðarsýn – nýir stjórnarhættir við endurreisn atvinnulífsins. Bókin er 208 blaðsíður með nafnaskrá. Efni hennar lýtur að hugmynd- um og kröfu – siðferðilegri hag- kvæmniskröfu – um hvernig eigi að stjórna fyrirtækjum á nýrri öld, en höfundurinn nýtir nær helming ritsins til að tína til dæmi um þá glapstigu sem íslenskt atvinnulíf lenti á frá því um alda- mótin. Skjót viðbrögð Öll þessi rit eru uppgjör við hrun- ið, hvert með sínum hætti, alþýð- leg rit byggð á akademískri hefð, þó á ólíkum grunni fræðimennsku: Guðni er sagnfræðingur, Ólafur viðskiptafræðimenntaður og Þor- kell viðskiptafræðingur. Sagan sem þeir rekja hver með sínum hætti er ekki par glæsilegur vitnis burður. Og er eitthvað nýtt í þessu, spurðu menn útgáfudagana þegar bækurnar komu á ritstjórnina. Var mönnum mögulegt í löngu máli að greina það eitthvað betur en þegar var komið í ljós í máli hundraða, á liðnum misserum? Þegar litið er til baka til liðinna missera sætir það undrum hversu mikil og áköf og ríkuleg opinber umræðan var um samfélagsmál. Oft vanstillt, lengi óupplýst sam- kvæmt eðli máls, því margt var á huldu og mörgu var leynt. Og hver sem hélt, reyndi að halda reiðu á öllum þráðum, varð að gera betur en hafa sig allan við: offlæði var í umræðunni og reyndi á þolgæði hins áhugasama. Og ekki er lát á. Nú er það sannarlega nýnæmi að þrjú rit komi út með fárra vikna millibili sem taka til skoð- unar nýliðna atburði, hildarleik íslenskra efnahagsmála. Bæði Guðni og Ólafur setja punkt á inngangsorð sín í apríl, verkum þeirra er ritstýrt gegnum kosn- ingarnar. Tilgangur þeirra er að varpa ljósi á atburðina og skýra þá. Skörp árás og snögg Ólafur gerir það á snaggara- legan hátt, minnst er lagt í það verk, heimilda er varla getið, sjónarhornið er þröngt og per- sóna Davíðs Oddssonar byrgir höfundi sýn til allra átta. Hann segist enda vilja skrifa gríp- andi sögu og þannig bókmennt- ir þurfa skúrk. Svo ágripskennd og gölluð sem bók hans er verð- ur hún eins og treiler fyrir góða bíómynd. Stíll hans er talmáls- kenndur en þó ekki laus við stíl- brögð. Bókinni er miður ritstýrt af útgefanda, nokkuð er um end- urtekningar, jafnvel á kafla upp á nokkrar línur. Nástaða er víða í orðalagi og höfundurinn tekur stundum full hressilega upp í sig í dramatískum lýsingum og velur ekki alltaf orð réttrar merkingar: vígamóður gat Davíð Oddson ekki talist þessa daga. Þá er það ljóður á verkinu að tveir langir kaflar eru nánast end- ursögn á verkum annarra: Ingi- mundar Friðrikssonar, Jóns Dan- íelssonar og Gylfa Zoëga. Hugsun í byggingu er losaraleg, þannig er í flókinni tímarás september og fram í október erfitt að átta sig á í hvaða röð atburðir gerast, jafn- vel hvaða dagur er þegar dagur, kvöld og nótt renna saman. En það er í verkinu ekki óþægileg nær- vera höfundar sem er skjótur til dóma og kemur því sem hann vill greina frá bærilega til skila. Metnaðarfullt verk Guðni er af öðrum skóla. Verk hans er þaulhugsað í byggingu og nýtur hann þar reynslu sinn- ar frá fyrri verkum við að koma flókinni og snúinni atburðarás til skila á greinargóðan hátt. Hrunið hans er inngangsrit um þessa atburðarás alla, frábærlega niður skipað, sanngjarnt í athuga- semdum sem hann lætur falla og ber þannig kurteislega íroníska hneigð. Það er nákvæmt í niður- röðun og skýrt í öllum atriðum þótt á köflum verði textinn nokk- uð upptalningasamur. Guðna virð- ist hafa verið það metnaðarmál að skila sem nákvæmustu yfirliti um þessa atburðarás þótt hann verði að þjappa og hafi örugglega klæj- að í fingurna oft og mörgum sinn- um til að taka útúrdúr og staldra við. Svo ítarlegt sem rit hans er verður það nú grundvallarrit öllum almenningi um þessa mán- uði til að geta fyllt í göt og bætt við nánari skýringum. Guðni vísar mjög víða til væntanlegra rannsókna og er þess ekki dulinn að hann er að gegna mikilvægu erindi í nákvæmri atburðaskrá frá degi til dags, klukkustund til klukkustundar. Heimildaskráin er ríkuleg og telur 1.459 heim- ildir. Ljóður er hversu margar þeirra eru í skjóli nafnleyndar og líka hitt að hann hefur ekki fengið fullan aðgang að gögnum í Seðlabanka. Þá eru tölvupóstur úr Stjórnarráði ekki staðfestur og vaknar sú spurning hvort ekki verði að gera gangskör að því að opna allar gáttir um þetta mál frá a-ö svo ríkulegur sem skaðinn er orðinn samfélaginu öllu. Hverjum þjónar sú leynd? Niðurstöður Ritdómurum fagrita í sagnfræði verður vandi á höndum þegar til kemur, svo efnismikið er ritið: hæglega má grípa niður í ritið nánast hvar sem er og gera ítar- legri grein fyrir umræðuefnum. Tökum eitt: hverra hagsmuna gætti Skúli Helgason alþingismað- ur, þáverandi framkvæmdastjóri Samfylkingar, þegar hann tafði væntanlegan fund Reykjavíkur- félagsins sem um síðir var hald- inn í Þjóðleikhúskjallaranum? Þó Guðni dragi niðurstöður sínar saman í lok verks og þar reynist hlutur Geirs Haarde skarður er eins og hann víki sér undan því að meta hlut Ingibjarg- ar til fullrar niðurstöðu. Af frá- sögn hans má ljóst vera að Ingi- björg hafði tapað forystu sinni í flokki og með þjóð snemma í þess- ari orrahríð. Ögurstund hennar var á fundi í Háskólabíó í beinni útsendingu og hin fleygu orð: Þið eruð ekki þjóðin. Guðni hefur skilað glæsilegu verki og við getum þakkað að þar var réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Þótt ritið mætti á tíðum vera ítarlegra er það ekki til lýta; sögulegar samsvaranir sem hann grípur til eru tilfallandi og hann einbeitir sér að hinu pól- itíska sviði enda gögn um það sem á undan gekk erfiðari í greiningu. Vonandi á hann eftir að kanna enn betur hina smærri þætti máls- ins á næstu vikum, mánuðum og árum fyrst hann hefur tamið sér og numið atburðarásina svona vel. Því margt á eftir að koma fram. Gleymd uppskrift Þannig dregur Þorkell fram mikil- væg skil í forsögunni sem Guðni tekur ekki með í reikninginn: 19. september 2003: „þegar stóra upp- skiptingin og uppbrot viðskipta- lífsins átti sér stað. Það voru Landsbanki og Íslandsbanki sem stóðu að uppstokkuninni. Íslands- banki fékk hlut Eimskips í Flug- leiðum, Íslandsbanka og Sjóvá Almennum, og þá keypti Íslands- banki kjölfestuhlut í Straumi. Landsbankinn fékk flutninga- starfsemi og sjávarútvegsstarf- semi Eimskips, þ.e. Brim sem innihélt meðal annars Útgerðar- félag Akureyringa, Harald Böðv- arsson og Skagstrending, svo og Burðarás og eignarhlutinn í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Marel o.fl.“ Og Þorkell dregur ekki af sér: „Þessi viðburður á eftir að verða skráður í sögunni sem einna merkasti viðburður í sögu við- skiptalífsins hér á landi og eftir á að hyggja með ólíkindum að hann skyldi leyfður af Fjármálaeftirlit- inu og stjórnvöldum.“(23) Yfirskyggðir staðir Bók Þorkels rambar sérkennilega á milli þess að vera gagnrýnið sögulegt rit, sem talar í skýrum dæmum um einstaka viðburði í samtímasögunni sem hann grípur til líkt og af handahófi, og kenn- ingayfirlit um stjórnun. Lesandi saknar þess að hann skuli ekki hafa gert meira úr þeim. Erindi hans er siðbót: en spyrja má hvort maður með hans tengsl og sögu- lega þekkingu hefði ekki átt að auka þann hlut verulega á kostn- að kynningar hans á sögulegri þróun stjórnunar hér á landi og í fræðunum svo mörgu sem hann tæpir á, þótt örlög Eimskipafélags Íslands séu honum þyngri í sinni en margt annað. Sýnilega eru þau ýmsu dæmi sem hann rekur af stillingu þess eðlis að þau mætti hann rannsaka betur, og tala þá hreinna út um hvaða mistök voru gerð. Er það ekki eitt af mikil- vægum verkefnum framtíðarinn- ar að greina þær hamfarir sem gengu yfir íslenskt viðskiptalíf á nýrri öld í matador-leik banka, eigenda þeirra og liðsheilda sem þeim fylgdu í hinu nýja goðaveldi Íslands? Endurskoðað námsefni Lesandi þakkar í bókarlok að innan veggja viðskiptadeildanna skuli vera menn sem vilja bæri- lega siðað viðskiptalíf. Var það ekki Taleb sem stóð upp í haust og sagði brýna nauðsyn að tekið yrði til í kennslugögnum við- skiptadeildanna – það væri fyrst og fremst í bissness-akademí- unni sem rót vandans lægi – þar væri enn verið að kenna mönnum hvernig á að svindla með gagn- legu lagaumhverfi? Hefur það verið gert í HÍ og HR, HA og HB? Ha? Í ljósi þeirra stóru orða sem fallið hafa að undanförnu um kunnáttuleysi hinna yngri íslensku bankamanna má spyrja hvort ekki sé kominn tími á að endurreisa Bankaskólann og taka menn í endurmenntun? Þessi þrjú verk eru aðeins upp- hafið. Raunar má taka með til sögunnar bók Guðmundar Magn- ússonar og mónograf Óla Björns um FL. Væntanlegar eru grein- ar Einars Más Guðmundssonar, þýskt inngangsrit um Hrunið eftir Halldór Guðmundsson, hagfræði- leg úttekt Ásgeirs Jónssonar á ensku og saga Ármanns Þorvalds- sonar á ensku og íslensku. Þrjár íslenskar heimildarmyndir eru í burðarliðnum auk minnst tveggja erlendra. Enda ekki öll kurl komin til grafar og undir gráu öskulag- inu logandi glóð sem getur blossað upp hvenær sem er. Páll Baldvin Baldvinsson Hrakfallabálkar okkar hinir meiri Sofandi að feigðarósi Ólafur Arnarson JPV útgáfa ★★ Snarpt en flekkótt uppgjör. Hrunið Guðni Th. Jóhannesson JPV útgáfa ★★★★★ Undirstöðurit til framtíðar Ný framtíðarsýn Þorkell Sigurlaugsson Bókafélagið Ugla ★★★ Kennirit með dæmum um slæma breytni ÞORKELL SIGURLAUGSSON GUÐNI TH. JÓHANNESSON ÓLAFUR ARNARSON BÓKMENNTIR Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.