Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 86

Fréttablaðið - 06.06.2009, Síða 86
58 6. júní 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Kristinn Jakobsson mun í dag takast á við sitt stærsta verkefni á ferl- inum að eigin sögn þegar hann dæmir leik Kasakstans og Englands í undankeppni HM 2010. „Ég held að maður fái varla að dæma hjá frægara liði en enska landsliðinu,“ sagði Kristinn í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er því virkilega spennandi verkefni.“ Hann segist þó nálgast leikinn eins og flesta aðra. „Það verða án nokkurs vafa ellefu leikmenn í hvoru liði,“ sagði hann í léttum dúr. „En undirbúningurinn er búinn að vera mjög góður. Við erum fjórir saman í för og höfum dæmt nokkuð marga leiki saman. Við þekkjumst því nokkuð vel og erum vel einbeittir fyrir verkefnið.“ Hann segist engar áhyggjur hafa af því að stórstjörnurnar frá Englandi láti sér fátt finnast um dómara frá Íslandi þar sem tímabilið er nýhafið. „Mitt tímabil hefur talið tólf mánuði undanfarin 2-3 ár. Þeir vita að við erum vel undirbúnir og verðugir að takast á við þetta verkefni.“ Umræða um dómara frá löndum með sumardeildir komst af stað á ný eftir að Norðmaðurinn Tom Henning Øvrebø var harkalega gagnrýndur eftir að hann dæmdi síðari undanúrslita- leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni. „Mér fannst sú umræða öll á mjög lágu plani. Dómarar í Evrópu eru með lengra tímabil en aðrir og það á líka við um dómara frá Norðurlöndunum. Við á Íslandi erum búnir að dæma 1-2 leiki í viku síðan um áramótin og erum þannig alveg fram í desember. Dómarar standa sig einfaldlega misjafnlega.“ Hann segist þó vera stressaður fyrir þennan leik, rétt eins og alla aðra. „Ég tel að ég myndi lenda í vandræðum ef stressið væri ekki til staðar. Ég er með fiðrildi í maganum fyrir hvern einasta leik. Þessi leikur verður vissulega stór á mælikvarða íslenskra dómara og það er engin spurning að þetta er stærsta verkefn- ið sem ég hef tekist á við. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ellefu leikmenn í hvoru liði – flóknara er það ekki.“ KRISTINN JAKOBSSON: DÆMIR LANDSLEIK KASAKSTANS OG ENGLANDS Í DAG Englendingarnir eru mesta áskorunin FÓTBOLTI Ísland tekur á móti einu besta landsliði heims, Hollandi, á Laugardalsvelli í kvöld. Það velk- ist enginn í vafa um að það verð- ur við ramman reip að draga gegn flinkum og skæðum Hollendingum en þrátt fyrir það er landsliðsþjálf- arinn, Ólafur Jóhannesson, tiltölu- lega bjartsýnn. „Ég er bjartsýnn fyrir alla leiki en eðlilega gerum við okkur grein fyrir því að við erum að mæta hörkuliði. Miði er samt allt- af möguleiki og ég held að það sé möguleiki núna,“ sagði Ólafur nokkuð sannfærandi. Trúi að þeir muni vanmeta okkur „Hollendingar geta tryggt sér sæti á HM með sigri á okkur og leggja þar af leiðandi kannski aðeins meira upp úr leiknum. Að sama skapi vonast ég til þess að þeir muni vanmeta okkur. Tíma- bilið er búið hjá þeim og kannski eru þeir aðeins búnir að stimpla sig út úr fótboltanum. Ég hef trú á því að þeir van- meti okkur og það er styrkur fyrir okkur. Í kjölfarið er ágætis lag fyrir okkur að gera einhverja hluti í þessum leik,“ sagði Ólafur en verður ekki erfitt fyrir hann að fá menn til þess að trúa á sigur gegn liðinu sem er í öðru sæti styrkleikalista FIFA? „Jú, að sjálfsögðu. Ég hef sagt við leikmennina að þeir verði að trúa, ef trúin er engin þá vinnum við ekki leiki. Við höfum verið að vinna í því að menn hafi trú á því sem þeir eru að gera því við þjálf- ararnir trúum því að það sé hægt að vinna þessi lið. Til að það gangi eftir þarf ansi mikið að ganga upp en af hverju getur það ekki gerst eins og hvað annað?“ spurði Ólafur sposkur á svip. Verð að smita menn af þeirri trú að þeir geti unnið „Það er draumur allra leik- manna að spila á móti svona sterk- um liðum og það ætti að gefa mönn- um kraft. Það er síðan ekki verra að eygja smá möguleika eins og ég tel okkur hafa. Það sem ég get gert er að smita menn af þeirri trú sem ég hef að það sé hægt að gera góða hluti í þessum leik.“ Þó svo að margir telji leikinn fyrir fram tapaðan er ljóst að mikið er undir fyrir íslenska liðið, en stig í þessum leik gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið í baráttunni um annað sæti riðils- ins. „Ég hef ekki afskrifað annað sætið. Á meðan það er enn mögu- leiki leggjum við okkur fram. Ég tel mjög mikilvægt að fá fínan leik og fín úrslit í þessum leik upp á framhaldið. Við höfum lent í leið- indaleikjum gegn Skotum þar sem við vorum spældir að uppskera ekki neitt en við töldum okkur eiga meira skilið en við fengum. Góð úrslit myndu gefa leikmönn- um mikið og hjálpa okkur í fram- haldinu.“ Sóknarleikurinn er hausverkur Flestir geta verið sammála um að spilamennska landsliðsins hafi batnað mikið undir stjórn Ólafs en úrslitin hafa látið á sér standa. Varnarleikurinn hefur oftast verið ágætur en sóknarleikurinn hefur valdið vonbrigðum og oftar en ekki verið langt frá því að vera nógu beittur. „Það er rétt og það er það sem við höfum verið að fá menn til að trúa og þora, að koma hærra á völl- inn. Það hefur verið basl á því, það verður að segjast eins og er,“ sagði Ólafur, sem er þokkalega sáttur við gengið undir hans stjórn. „Ég get vel viðurkennt að ég var svekktur eftir Skotaleikinn. Þeir skora úr hornum sem við eigum ekki að gefa en auðvitað gera menn mistök í fótbolta. Auðvitað voru þessir Skotaleikir vonbrigði. Við vinnum Makedóna og gerum jafntefli við Noreg, það var gott. Ég hef ekki verið að svekkja mig of mikið á þessu enda þýðir það ekki,“ sagði Ólafur, sem dregur ekki dul á mikilvægi þess að fá eitthvað út úr leiknum. Verðum að fá eitthvað úr þessum leik „Við verðum að fá eitthvað út úr þessum leik. Það er bara stað- reynd. Ef við fáum stig út úr þess- um leik og skoðum hina leikina þá gæti verið kominn fínn mögu- leiki aftur. Það er enn möguleiki til staðar,“ sagði Ólafur en hvernig ætlar hann að spila í dag? „Við getum ekki farið og sett pressu á Hollendingana því þá munu þeir sundurspila okkur. Eins og ég hef margoft sagt erum við á heimavelli og ég er að velta fyrir mér hvort við eigum ekki að fara ofar á völlinn en síðast þegar við duttum allt of langt til baka. Við munum reyna að fara hærra, en meirihluta leiksins verðum við aftarlega að verjast.“ henry@frettabladid.is Hefur ekki afskrifað annað sætið Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur trú á því að íslenska landsliðið geti gert Hollandi skráveifu. Hann segist vera að vinna í því að fá leikmenn til þess að trúa því líka. Hann hefur ekki gefið upp vonina um að ná öðru sæti riðilsins og trúir því að hagstæð úrslit í dag muni hjálpa liðinu mikið í framhaldinu. Í LYKILHLUTVERKI Það mun mikið mæða á þeim Eiði Smára Guðjohnsen og Her- manni Hreiðarssyni í dag.- FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM YFIRVEGAÐUR Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sést hér ásamt Kristjáni Erni Sigurðssyni á landsliðsæfingu fyrr í vikunni. Ólafur segir að Ísland verði að fá eitthvað út úr leiknum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GOLF Atvinnukylfingurinn Birg- ir Leifur Hafþórsson úr GKG lék sinn annan hring á Opna velska mótinu í golfi í gær og komst í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur lék á tveimur höggum yfir pari Celtic Manor vallarins og það dugði til en grunninn að árangrinum lagði hann í fyrradag þegar hann lék fyrsta hringinn á tveimur högg- um undir pari. Hann var því sam- anlagt á pari. Útlitið var ekki gott um tíma á hringnum hjá Birgi Leifi í gær þar sem hann var um tíma á fjór- um höggum yfir pari en hann bjargaði sér fyrir horn með því að fá tvo fugla á síðustu fjórum holunum. Meðal annarra kylfinga sem komust í gegnum niðurskurðinn í gær voru gömlu refirnir Colin Montgomerie frá Skotlandi og Thomas Björn frá Danmörku. - óþ Birgir Leifur Hafþórsson: Komst í geng- um niðurskurð BIRGIR LEIFUR Komst í gegnum niður- skurðinn á Opna velska. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Sundkeppni lokið á Smáþjóðaleikunum Íslenska sundfólkið var í miklum ham á Smáþjóða- leikunum á Kýpur en keppni í sundi lauk í gær. Afraksturinn var 17 gullverðlaun, 12 silfurverðlaun og 6 bronsverðlaun. Þá settu íslensku keppendurnir aragrúa leikjameta ásamt því að setja fimm Íslandsmet. Að auki jafnaði Ragnheið- ur Ragnarsdóttir Íslandsmet sitt í 50 metra skriðsundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir (mynd) sló Íslandsmetið í 200 metra bringusundi. FÓTBOLTI Fabio Capello, landsliðs- þjálfari Englands, var ákveðinn á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Kasakstan í undankeppni HM 2010 í dag og sagði að engar afsakanir yrðu teknar gildar, aðeins sigur og ekkert múður. „Ef leikmennirnir eru þreyttir og vilja fara í sumarfrí, þá er það engin afsökun. Þeir verða bara að mæta tilbúnir í leikinn og við verðum að taka öll stigin sem í boði eru. Þetta er ekkert flókið,“ sagði Capello ákveðinn í gær. Englendingar eru fyrir leiki dagsins í toppsæti 6. riðils með fullt hús stiga en Króatar eru í öðru sæti, fimm stigum á eftir þeim. - óþ Fabio Capello: Engar afsakanir teknar gildar CAPELLO Lætur vel heyra í sér ef til þarf. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.