Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 06.06.2009, Blaðsíða 88
60 6. júní 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson stýrði U-21 árs landsliði Íslands í sínum fyrsta leik í gær þegar liðið tapaði naumlega, 3- 2, gegn Dönum ytra en um vináttulandsleik var að ræða. Eyjólfur var ánægður með margt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég var bara mjög sáttur með margt í leik íslenska liðsins og við tökum margt gott út úr leiknum. Við vorum ef til vill of passífir í fyrri hálf- leik og lent- um þarna 2- 0 undir og mér fannst við bera of mikla virðingu fyrir þeim. En komum sterkir til baka eftir það og náðum að setja pressu á þá og jöfnum leikinn í 2-2. Eftir það fengum við góð upphlaup og vorum í raun lík- legri en þeir til þess að skora en þetta féll þeirra megin,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur er ánægð- ur með að vera kominn aftur með U-21 árs liðið en þetta er í annað skiptið sem hann þjálfar liðið. „Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og þetta eru góðir strákar sem vilja bæta sig og ég mun gera mitt besta til þess a ð hj á lp a þeim að taka framförum,“ segir Eyjólf- ur en leik- urinn gegn Dönum í gær var liður í und- irbúningi liðs- ins fyrir undan- keppni EM. - óþ Eyjólfur Sverrisson um tapið gegn Dönum í gær: Tökum margt gott út úr leiknum EYJÓLFUR Ánægður með íslensku strákana í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Varnarmennirnir Her- mann Hreiðarsson og Grétar Rafn Steinsson ætla að reyna sitt allra besta til þess að gera Hollending- um lífið leitt á Laugardalsvelli í dag þegar liðin mætast í undan- keppni HM 2010. Þeir félagar hafa fulla trú á því að Ísland geti náð jákvæðum úrslitum í leiknum. „Þetta er heldur betur verðugt verkefni og það verður gaman að mæta þessum körlum aftur. Við áttuðum okkur hins vegar alveg á því eftir að hafa mætt þeim í Hollandi í fyrri leiknum, að við komum alveg til með að fá okkar færi ef við spilum eins og menn. Þeir eru náttúrulega mjög góðir í því að halda boltanum innan liðs síns, en þeir áttu samt í mikl- um erfiðleikum með að komast í gegnum okkur og við ætlum að gera þeim erfitt fyrir aftur,“ segir Hermann. Hermann segir íslenska liðið vera hungrað í fleiri stig í riðlun- um og að nú sé ákveðinn stöðug- leiki kominn í liðið. „Við erum náttúrulega hunds- vekktir með að hafa ekki feng- ið neitt stig úr Skotlandsleikjun- um, þar sem við vorum síst lakari aðilinn og fengum nóg af færum til þess að fá eitthvað út úr þeim. Við höfum annars verið nokkuð stöð- ugir í leikjum okkar í riðlinum og við munum berjast áfram um annað sætið í riðlinum. Það verð- ur frábært að spila þennan leik,“ segir fyrirliðinn. Íslendingar líkamlega sterkari Grétar Rafn tekur í sama streng og Hermann og getur ekki beðið eftir að mæta Hollendingum en hann missti af fyrri leik liðanna í Hollandi vegna meiðsla sem hann hlaut á síðustu æfingu fyrir leik. „Þetta er algjör draumaleik- ur og tilhlökkunin er mikil. Þeir gætu eflaust stillt upp þrem- ur til fjórum liðum sem væru öll á heimsmælikvarða þannig að þetta verður vissulega erfitt. Við vitum samt alveg að við getum náð góðum úrslitum gegn stórum þjóð- um, sérstaklega á heimavelli. Við erum líkamlega sterkari en þeir og þurfum að vera fastir fyrir og þéttir varnarlega. Svo verðum við einfaldlega að nýta þau færi sem við fáum, þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Föst leikatriði eru lyk- illinn að góðum úrslitum hjá okkur í þessum leik,“ segir Grétar Rafn. omar@frettabladid.is Föst leikatriði eru lykillinn Hermann Hreiðarsson og Grétar Rafn Steinsson eru klárir fyrir draumaleik gegn stórstjörnum Hollands. Hafa trú á að Ísland geti náð hagstæðum úrslitum. TILBÚNIR Í SLAGINN Hermann Hreiðarsson, Grétar Rafn Steinsson og Arnór Smára- son á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM *Verð í Evrópu miðast við gengi á evru 174 | Verð nú eru verð með 30% afslætti ECCO GOLFSKÓR Ný endursending af 2009 golflínunni komin í Ecco búðina KRINGLAN Gríptu tækifærið og fáðu þér golfskó á frábæru verði 3855355608 Stærðir: 36-41 Verð nú: 15.995 Verð í Evrópu: 26.100 CASUAL COOL 3825355605 Stærðir: 36-42 Verð nú: 17.995 Verð í Evrópu: 27.840 ACE 3825353357 Stærðir: 36-43 Verð nú: 17.995 Verð í Evrópu: 27.840 ACE Verð nú: 19.995 Verð í Evrópu: 31.320 3883355601 Stærðir: 36-41 Verð nú: 17.995 Verð í Evrópu: 27.840 CASUAL PITCH Verð nú: 23.995 Verð í Evrópu: 32.590 3840453859 Stærðir: 42-45 FLEXOR GTX 30% afsláttur af nýju línunni til 22. júní Verð nú: 19.995 3948453376 Stærðir: 39 -47 CASUAL COOL II 3948455619 Stærðir: 39 -47 CASUAL COOL II Verð í Evrópu: 31.320 Verð nú: 19.995 Verð í Evrópu: 29.580 39354 51052 Stærðir: 41-45 CLASSIC GTX Verð nú: 15.995 Verð í Evrópu: 24.360 3940453582 Stærðir: 39-47 CASUAL COOL II Golfmót Samiðnar 13. júní Samiðnargolfmótið verður haldið á Golfvellinum í Öndverðarnesi laugardaginn 13. júní. Sérstök athygli er vakin á því að mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið öllum félags- mönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Ræst verður út frá kl. 8:30 - 11. Vallargjaldið er kr. 3000 og er innifalið samloka og drykkur. Skráning er í síma 535 6000 eða í tölvupóstfangið skrifstofa@samidn.is www.samidn.is FÓTBOLTI Hollendingar tóku síð- ustu æfingu fyrir landsleikinn gegn Íslandi á Laugardalsvellin- um í gærkvöld og eftir stutta og snarpa æfingu vellinum var blaða- mannafundur. Leikmenn Hollands veittu þó ekki viðtöl þar heldur ein- ungis landsliðsþjálfarinn Bert van Marwijk. Marwijk var ekki með neinar orðlengingar á fundinum og svar- aði spurningum íslenskra fjöl- miðla stutt og skorinort. Hann á von á erfiðum leik á Laugardals- velli í dag og segir eldri úrslit sem Íslendingar hafa náð á undanförnum árum vera viðvörun fyrir hollenska liðið. „Við vitum að Íslend- ingar gerðu jafntefli gegn Spánverjum fyrir einu og hálfu ári. Þeir gerðu svo jafn- tefli gegn Noregi í þessarri undan- keppni auk þess sem þeir unnu Makedóna. Þannig að við höfum fengið viðvörun. Við munum gera allt okkar til þess að vinna leikinn,“ segir Marwijk en sigur í leiknum tryggir Hollending- um endanlega farseð- ilinn á lokakeppni HM í Suður-Afríku. Landsliðsþjálfar- inn hollenski býst við því að Íslendingar muni liggja til baka, en þó reyna að sækja meira en þeir gerðu í Rotterdam í fyrri leik lið- anna. „Ég hugsa að þeir muni nálg- ast leikinn með svipuðum hætti og þeir gerðu gegn Skotum og Makedónum á heimavelli. Þeir freistast örugg- lega til þess að spila meiri sókn- arleik en þeir gerðu í fyrri leiknum í Hollandi og ég vona reyndar að þeir færi sig fram- ar á völlinn,“ segir Marwijk en þrátt fyrir að Hollendingar hafi verið mun meira með boltann í fyrri leik liðanna og unnið verð- skuldað 2-0 þá áttu þeir í nokkr- um vandræðum með að komast í gegnum þéttan varnarmúr Íslend- inga í leiknum. Spurður út í hvort að það væri einhver sérstakur leikmaður hjá íslenska liðinu sem Hollendingar þyrftu að hafa áhyggjur af lá ekki á svari. „Við þekkjum Eið Smára Guð- johnsen og vitum hvað hann getur,“ sagði Marwijk. Hollendingar eru vitanlega þekktir fyrir að spila skemmtileg- an sóknarbolta en Marwijk vildi ekkert ræða um leikskipulag sinna manna í dag. „Þið sjáið bara hvernig þetta verður þegar leikurinn byrjar,“ sagði Marwijk. - óþ Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, á von á erfiðum leik gegn Íslandi: Við höfum fengið viðvörun MARWIJK Landsliðsþjálfari Hol- lendinga á von á erfiðum leik gegn Íslendingum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR STÓRSTJÖRNUR Hollendingar tóku stutta og snarpa æfingu á Laugardalsvelli í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.