Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 6
6 8. júní 2009 MÁNUDAGUR Opinn fundur Útiræktun á erfðabreyttu byggi Þriðjudaginn 9. júní frá 13-16 Grand Hótel - Hvammur Kynnt verður umsókn l ú ræktunar á erfðabrey u byggi sem Umhverfisstofnun hefur l meðferðar. Frestur l að skila inn athugasemdum hefur verið framlengdur l 12. júní næstkomandi. Allir velkomnir Nánar á Umhverfisstofnun.is HÁTÍÐAHÖLD Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í gær og raunar var helgin víða undir lögð enda hefur þróunin hin síðari ár verið sú að skipulögð sjómannadagskrá teygir sig yfir á nokkra daga. Í Reykjavík hófust hátíðar- höldin á laugardag og héldu síðan áfram í gær með skemmtidagskrá á Grandagarði. Að sögn Guðmund- ar Hallvarðssonar, formanns sjó- mannadagsráðs, tókust hátíðar- höldin vel. „Við fengum afar góðar undirtektir með þennan tilflutn- ing á sjómannadeginum frá Mið- bakka og út á Grandagarð enda meiri nálægð við Sjóminjasafnið og varðskipið Óðin svo dæmi séu tekin. Þangað streymdi geysilegur fjöldi fólks báða dagana auk þess sem það leit á furðufiska Hafrann- sóknastofnunar, bragðaði sjávar- fang, fór í siglingar og fleira.“ Guðmundur segir að það sem standi upp úr sé þó að þetta er í fyrsta skipti, frá því að sjómanna- dagurinn var fyrst haldinn hátíð- legur árið 1938, sem enginn hefur farist á sjó á milli sjómannadaga, en mannslífin hafa oft skipt tugum. „Því var engin stjarna í minningar- fánanum sem var gengið með inn í sjómannadagsmessuna í Dóm- kirkjunni að þessu sinni,“ segir Guðmundur, en herra Karl Sigur- björnsson biskup predikaði auk þess að minnast drukknaðra sjó- manna. Um miðjan dag var svo að venju hátíðardagskrá en hún fór að þessu sinni fram í Sjóminjasafn- inu á Grandagarði. Þar flutti Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ávarp ásamt fulltrúum sjómanna og útvegsmanna. Aðspurður segist Guðmundur ekki vita til þess að nokkur íslensk skip hafi verið á veiðum í gær. „Ég held að allir hafi virt lög um að vera í landi á sjómannadaginn.“ - ve Engin stjarna var í minningarfánanum í sjómannadagsmessunni: Ekkert banaslys á sjó á einu ári FROÐUFJÖR Á Granda gátu börnin farið í froðupartí, hoppukastala, teygjubraut, klifurkastala og margt fleira. STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist munu krefja Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra svara í þinginu í dag hví hann hafi sagt á miðvikudaginn var að engar formlegar viðræður væru þá hafnar í Icesave-deilunni. „Ég spurði að því í óundirbúnum fyrir- spurnartíma hvort eitthvað væri að ger- ast í málinu en þá var farið að kvisast út í þinginu og meðal fjölmiðlamanna að svo væri,“ segir Sigmundur. „Hann svaraði því til að svo væri ekki, að við- ræður væri ekki einu sinni hafnar. Svo kemur bara í ljós að það er alls ekki rétt.“ Hann segist undrast leyndina yfir málinu og aðförunum við að viðhalda henni. Samkomulagið við Breta og Hollendinga verður kynnt þingmönnum í vikunni. - jse Formaður Framsóknarflokksins vill skýringu á misvísandi svari fjármálaráðherra: Spyr hvort ráðherra hafi blekkt þingheim SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON „Eins og þingmönnum er kunnugt var afgreidd ályktun um það á þingi þar sem stjórnvöldum var falið það verkefni að ræða við bresk og hollensk stjórnvöld um lyktir þessarar deilu og síðan hefur með reglubundnum hætti verið skýrt frá því hvað aðhafst hefur verið í þeim efnum og meðal annars utanríkis- málanefnd verið haldið upplýstri um það. Viðræður eða þreifingar milli aðila hafa gengið hægar en ætlunin var, m.a. vegna þess að Bretar hafa ítrekað óskað eftir frestun á fundum sem fyrirhugaðir voru. Það er verið að reyna að koma í gang formlegum samninga- viðræðum en þær eru ekki hafnar heldur eru könnunarþreifingar eða könnunarviðræður í gangi. Ég held að ég geti fullvissað hv. þingmann um að það standi ekki til að ganga frá einhverju samkomulagi á morgun eða einhverja næstu daga og áður en til slíks kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utanríkis- málanefnd og aðra þá aðila sem þingið hefur haft til að fylgjast með framvindu þessara mála. Staða málsins er sú að það eru könnunarviðræður eða könnunar- þreifingar í gangi.“ SVAR STEINGRÍMS VEGNA ICESAVE STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Fylgist þú með íslenska karla- landsliðinu í knattspyrnu? Já 43% Nei 57% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að Íslendingar hafi náð hagstæðum samningi í Icesave-deilunni? Segðu skoðun þína á vísir.is SJÁVARÚTVEGUR Tillögur Hafrann- sóknastofnunarinnar fela í sér að þorskveiðikvótinn verði tíu þúsund tonnum minni en nú er. Atli Gíslason, formaður sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefndar, segir að með tillögunum sé Haf- rannsóknastofnunin í raun að auka þorskveiðikvótann frá því í fyrra um tuttugu þúsund tonn. „Það voru ákveðin 130 þúsund tonn fyrir síð- asta fiskveiðiár en Einar K. Guð- finnsson [fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra] tók það upp hjá sér í febrúar rétt fyrir stjórnarslit að bæta við þrjátíu þúsund tonnum,“ segir Atli. „Það er mín skoðun að lífríki eigi að njóta vafans. Það er betra að ganga ekki á höfuðstól- inn.“ Atli telur að þessar breytingar séu nauðsynlegar, þrátt fyrir bágt efnahagsástand. „Ef við tökum of mikið úr lífríkinu endum við eins og bankarnir. Við eigum ekki að vera í „loftbólubisness“ með auðlindirn- ar okkar í hafinu, við erum mjög brennd af því í bankastarfsemi. Við verðum bara að hugsa um sjálfbæra þróun og vistvænar veiðar og fara varlega,“ segir hann. „Ég treysti sér- fræðingum Hafrannsókna stofnunar- innar í þessu máli. Þeir hefðu mátt fá meiri peninga til rannsókna og annað slíkt en þetta eru áratuga- rannsóknir sem þeir byggja á. Þetta er markviss ráðgjöf hjá þeim ár eftir ár og við erum í stórhættu ef við fylgjum þeim ekki. Við eigum ekki að taka geðþóttaákvarðanir eins og Einar K. Guðfinnssson tók rétt fyrir stjórnarslit.“ Einar vísar því á bug að um geð- þóttaákvörðun hafi verið að ræða. „Sú ákvörðun mín var vel rökstudd. Nú sjáum við líka á mati Hafrann- sóknastofnunarinnar á stöðu þorsk- stofnanna að viðmiðunarstofnarnir í þorskinum eru að stækka, þannig að það er ljóst að ákvörðun mín frá því í vetur var fyllilega rökstudd og langt innan við öll mörk sjálfbærra veiða,“ segir hann. „Ég tel að það sé skynsamlegt að halda sig við þá ákvörðun sem ég tók á síðasta vetri. Þá var það tilkynnt af minni hálfu að gert væri ráð fyrir því að þetta væri ákvörðun til tveggja ára. Mín rök eru þau að 160 þúsund tonna afli væri vel innan marka sjálfbærrar nýtingar og við þessar efnahags- legu aðstæður sem við búum við núna held ég að það væri skynsam- legast að reyna að feta þá slóð.“ Einar Valur Kristjánsson, útgerðar maður á Ísafirði og stjórnar maður í LÍÚ, segir að Haf- rannsóknastofnunin sé á réttri leið en betur má ef duga skal. „Ég er að vona að maður fái að sjá eitthvað meira en 150 þúsund tonn. Mínum skipstjórum finnst vera mikill fiskur. Við höfum ekki verið að veiða þorsk í mörg ár, við erum allt- af að flýja hann, þannig að manni finnst 150 vera í lægri kantinum. En stóra fréttin er að þetta er staðfest- ing á því að þetta er á réttri leið,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Útilokar ákvarðanir í anda Einars K. Formaður sjávarútvegsnefndar segir að Íslendingar eigi ekki að vera í „loftbólu- bisness“ með auðlindir hafsins. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína um stækkun kvóta hafa verið langt innan marka sjálfbærra veiða. ÞORSKVEIÐAR Tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar fela í sér að þorskveiðikvótinn verði 150 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ATLI GÍSLASON EINAR K. GUÐFINNSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.