Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 6

Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 6
6 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR Ný lausn í heimabanka Byrs Það er einfaldara en þú heldur! Einföld aðgerð í heimabanka Byrs þér að kostnaðarlausu Stakar eða fastar mánaðarlegar greiðslur Ekkert uppgreiðslugjald á íslenskum lánum undir 50 m.kr. hjá Byr Sjáðu hvað þú sparar á byr.is Nýttu þér persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf í sparisjóðnum Milljóna sparnaður með 10.000 kr. aukagreiðslu á mánuði Tökum sem dæmi 11 milljón króna verð- tryggt íbúðalán sem tekið var í septem- ber 2007. Með því að greiða 10.000 krónur aukalega á mánuði, sparast 10.671.376 krónur á lánstímanum. Miðað er við 6% vexti og 5% verðbólgu á 40 ára lánstíma. Aukagreiðslan bætist við mánaðarlega afborgun og lækkar höfuðstól lánsins. Höfuðstóllinn lækkar hraðar en upphaflegar afborganir gera ráð fyrir og við það sparast milljónir í vaxtakostnaði og verðbótum. Þú getur sparað milljooo.ooonir með niðurgreiðslu íslenskra lána! -það er fjárhagsleg heilsa! 90 80 100 70 60 50 40 30 20 10 0 Fyrir 104 93,5 Eftir Fj ár hæ ði r í m ill jó n IS K DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt tvær konur og karlmann til að sæta áfram gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar á Grettisgötu í byrj- un júní. Til viðbótar sitja þrír karlmenn í gæsluvarðhaldi. Þegar lögregla kom á vettvang var fyrir maður sem lá hreyfing- arlaus í rúmi. Hann var alblóðug- ur og andlit hans bólgið og marið. Ekki var að sjá blóð í rúmfötun- um svo talið er að maðurinn hafi verið lagður þar eftir að honum voru veittir áverkar. Á vettvangi fann lögregla blóð- uga inniskó undir laki í rusla- tunnu, merkta tilteknu hóteli sem önnur kvennanna vann á. Þá voru víðs vegar blóðblettir á gangi sem liggur að herberginu sem maður- inn fannst í. Í herberginu sjálfu fannst meðal annars blóðugt júdó- eða karatebelti í vaskinum. Við yfirheyrslur kom fram að einn þeirra sem eru í gæsluvarð- haldi hafi sagt vitni að hann hefði barið manninn því hann hefði stolið tuttugu þúsund krónum af debetkorti sínu. Sá sem fyrir árásinni varð slas- aðist mjög mikið. Við læknisskoð- un sást blæðing inn á heila og heilahimnu, auk þess sem maður- inn var með heilabjúg. Fólkið er allt frá Litháen. - jss Áfram í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar á Grettisgötu: Blóðugir inniskór undir laki GRETTISGATA 43 Maðurinn sem ráðist var á hafði búið í húsinu en var fluttur þaðan. STANGVEIÐI „Það er með ólíkind- um að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum,“ segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítar- vatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hít- arvatn á Mýrum og veiddu rúm- lega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum sil- ungapokum út í læk,“ segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitt- hvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir,“ lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskur- inn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skip- aði pabba sínum að finna þjófana,“ segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gátt- aður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita.“ Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakk- ann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn.“ Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir.“ gar@frettabladid.is Veiðiþjófar stálu frá barni við Hítarvatn Fyrsta fiskinum sem hinn fimm ára Nökkvi Stefánsson veiddi alveg sjálfur var stolið ásamt 30 öðrum silungum við Hítarvatn um helgina. Faðir Nökkva segir þá feðga alls ekki af baki dottna í veiðinni þótt á móti hafi blásið í þetta sinn. NÖKKVI STEFÁNSSON Hreykinn fimm ára snáði með silung sem hann veiddi sjálfur í Hítarvatni. Veiðiþjófar stálu af honum fiskinum og skildu eftir aðeins einn titt í silungapokum Nökkva Stefánssonar og pabba hans. MYND/STEFÁN ÁRNASON MENNTUN „Við munum ekki skrifa upp á svona plagg,“ segir Ingólf- ur Birgir Sigurgeirsson, fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN, um lána- sjóðssamning- inn sem stjórn LÍN mun að öllum líkindum undirrita í dag. Þar er gert ráð fyrir að lána- kjör stúdenta verði óbreytt. Stúdentar eru afar óánægð- ir með það og því munu náms- mannahreyfingarnar sem eiga sæti í stjórninni efna til sam- stöðufundar í dag klukkan fjögur á Austurvelli. „Í fyrstu grein laga um LÍN segir: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án tillits til efnahags.“ Við teljum þetta staðlausa stafi eins og komið er. Nám er að verða forréttindi fyrir þá efnameiri.“ Hann segir að námslán séu um 100 þúsund á mánuði, sem sé 50 þúsundum undir lægstu atvinnu- leysisbótum og 30 þúsund krón- um undir því sem skilgreind séu fátæktarmörk hjá Stéttarfélaginu Framsýn. Hann segir að Katrín Júlíus- dóttir menntamálaráðherra hafi sagt á opnum fundi með stúd- entum, 16. apríl síðastliðinn, að námslán yrðu hækkuð í skrefum í átt að markmiðum Stúdentaráðs. „Við áttum þess vegna ekki von á þessum skrefum sem eru aftur á bak,“ segir hann. - jse Lánasjóðssamningurinn undirritaður í dag en ekki af nemendum: Nemendur leggja á ráðin EFNAHAGSMÁL Stjórnarformað- ur Fjármálaeftirlitsins, Gunn- ar Haraldsson, ætlar að kynna sér störf Árna Tómassonar, for- manns skilanefndar Glitnis, fyrir Alfesca, fyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar, áður en hann tjáir sig um þau. Þar situr Árni í stjórn og mun þiggja um milljón krónur á mánuði fyrir. Gunnar var spurður hvað honum fyndist um þetta og feng- ust fyrrgreind svör. Hann vildi heldur ekki tjá sig um stefnu FME almennt séð í slíkum málum. - kóþ Stjórnarformaður FME: Vill kynna sér störf formanns skilanefndar NEMENDUR VIÐ SKRÆÐURNAR Háskóla- nám er að verða forréttindi hinna efnameiri segir Ingólfur. INGÓLFUR BIRGIR SIGURGEIRSSON KJÖRKASSINN Á Gunnar Birgisson að segja af sér sem bæjarstjóri í Kópavogi? Já 84% Nei 16% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti dómsmálaráðherra að fara að kröfum Evu Joly um fjölgun sérstakra saksóknara? Segðu skoðun þína á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.