Fréttablaðið - 11.06.2009, Page 8
8 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR
1. Hvað heitir sjávarútvegsráð-
herra?
2. Hver mun leika Jón Hregg-
viðsson í uppsetningu Þjóðleik-
hússins á Íslandsklukkunni?
3. Hvaða Íslendingur er kall-
aður Íslenska undrið af Good
Morning America?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
DÓMSMÁL Fimm manns á þrítugs-
aldri, fjórir karlmenn og ein kona,
hafa verið ákærð fyrir að svíkja
út eða reyna að svíkja út varning
fyrir rúmlega þrettán milljónir úr
sex verslunum á árunum 2007 og
2008.
Tveir mannanna og konan sviku
út tölvuskjá, myndavél og tölvu,
að verðmæti hátt á fjórða hundr-
að þúsund í verslun í Reykjavík.
Mennirnir höfðu samráð um að
annar þeirra hringdi í hinn, sem
starfaði í versluninni, pantaði bún-
aðinn og léti skuldfæra hann á til-
tekið fyrirtæki. Konan sá svo um
að sækja góssið og kvitta fyrir með
röngu nafni.
Þrír hinna ákærðu sviku svo eða
reyndu að svíkja vörur út úr fjór-
um verslunum til viðbótar. Um var
að ræða hljómflutningstæki, þrjá-
tíu farsíma og fylgihluti, fartölvur,
tölvur og kvikmyndatökuvél.
Enn fóru tveir úr hópnum á stúf-
ana og reyndu að svíkja út tölvu-
leiki og fleira úr verslun fyrir
tæpar 200 þúsund krónur. Í ofan-
greindum tilvikum reyndu menn-
irnir að falsa millifærslukvittanir
eða svíkja vöruna út með ýmsum
tilfæringum öðrum.
Tveir úr hópnum voru einnig
ákærðir fyrir að hafa fíkniefni
undir höndum þegar lögregla
handtók þá. - jss
Sviku eða reyndu að svíkja út varning fyrir nær þrettán milljónir:
Þjófagengi dregið fyrir dóm
TÖLVUBÚNAÐUR Andvirði varningsins
sem fólkinu tókst að stela nam tæplega
1,7 milljónum króna.
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is
L AU S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð
Er greiðslubyrðin
að þyngjast?
Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is,
í útibúinu þínu eða í síma 410 4000
Landsbankinn býður upp á mörg úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika
að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir.
TILBOÐSDAGAR
N1.ISN1 Hjólbarðaþjónusta Fellsmúla
Sími 440 1322
í N1 Fellsmúla af völdum felgum dagana 10.–13. júní.
AFSLÁTTUR
30-80%
Auglýsingasími
– Mest lesið
PAKISTAN Að minnsta kosti átján
eru látnir eftir sjálfsmorðsárás á
lúxushótel í Peshawar í Pakistan á
þriðjudag. Að minnsta kosti 60 eru
slasaðir, en talið er að tala látinna
og slasaðra muni hækka. Verið er
að leita að fleira fólki í rústum hót-
elsins. Hótelið er vinsælt á meðal
erlendra ferðamanna og efna-
mikilla Pakistana, auk þess sem
Bandaríkin skoðuðu að koma upp
aðsetri ræðismanns þar.
Enginn hefur enn lýst spreng-
ingunni á hendur sér, en pakist-
önsk stjórnvöld kenna talibönum
um. Fjöldi sprenginga hefur orðið
á svæðinu undanfarið, og þær
hafa aukist eftir að átök hörðnuðu
í Swat-héraði. Sprengingarnar
eru svar talibana við hernaðarað-
gerðum gegn þeim þar og annars
staðar í norðvesturhluta landsins.
Árásin á þriðjudag er sögð mjög
lík árás sem var gerð á lögreglu-
stöð í Lahore í síðasta mánuði.
Þeirri árás hafa talibanar lýst á
hendur sér. Að minnsta kosti þrír
árásarmenn réðust með byssur
í gegnum öryggishlið og skutu
á öryggisverði. Því næst var
sendiferðabíll sem var fullur af
sprengiefnum sprengdur á bíla-
stæði. Talið er að yfir 500 kíló af
sprengiefnum hafi verið í bílnum.
Sprengingin jafnaði hluta hótels-
ins við jörðu.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
greint frá því að tveir starfsmenn
þeirra séu á meðal hinna látnu og
fjórir aðrir hafi særst. Flest hjálp-
arstarfsfólk á vegum SÞ var flutt
frá Pershawar til Islamabad í gær
í kjölfar árásanna.
Sama dag og árásin var gerð
gerði pakistanski herinn árás á
skæruliða í Bannu, sem er á milli
tveggja af sterkustu vígum tali-
bana. Um 70 þeirra létust.
thorunn@frettabladid.is
Hjálparstarfsmenn
meðal fórnarlamba
Bíll með yfir 500 kíló af sprengiefnum var sprengdur í loft upp við lúxushótel í
Pakistan seint á þriðjudag. Átján eru látnir og margra enn saknað. Meðal hinna
látnu eru hjálparstarfsmenn frá Sameinuðu þjóðunum.
VIÐ HÓTELIÐ Sjálfboðaliðar við störf í rústum hótelsins Pearl Continental í Peshawar
í Pakistan í gær. Verið er að leita að fólki í rústunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRETLAND Starfsmaður á leik-
skóla í Plymouth í Bretlandi
hefur verið ákærður fyrir kyn-
ferðisbrot gagnvart börnum og
að hafa búið til og dreift barna-
klámsmyndum.
Hin ákærða er 39 ára gömul
kona sem hefur starfað á leik-
skóla í að minnsta kosti tíu ár.
Lögregla rannsakar nú málið.
Leikskólanum var lokað eftir
að konan var handtekin og er
nú unnið að því að koma þeim
85 börnum sem þar voru fyrir
annars staðar.
Leikskólinn verður lokaður
áfram, og ekki er víst hvort hann
hefji aftur starfsemi. - þeb
Kona sem starfaði á leikskóla:
Ákærð fyrir
kynferðisbrot
VEISTU SVARIÐ?