Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 10

Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 10
 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Sigurður Ólason, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að tengjast alþjóðlegum glæpa- hring, stofnaði í janúar fyrirtækið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Hann hefur síðan, í gegnum félagið, oftsinnis tekið á móti peningum frá mönnunum tveimur. Talið er að pen- ingunum hafi verið varið til kaupa á vörubílum og vinnuvélum, og að um peningaþvætti vegna fíkniefnavið- skipta sé að ræða. Ísraelinn, Erez Zizov, og Hollend- ingurinn, Ronny Verwoerd, hafa báðir verið handteknir á meginlandi Evrópu vegna málsins. Ársæll Snorrason, vinur Sigurðar til fjölda ára, situr einnig í varðhaldi vegna málsins og er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins talinn vera tenging Sigurðar við mennina tvo. Hann hafi kynnst Hollendingn- um þegar hann sat í fangelsi í Hol- landi vegna fíkniefnasmygls fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur hlerað síma sak- borninga í málinu um langt skeið, að því er heimildir blaðsins herma. Sigurður, sem er 54 ára, var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrir- tækinu R. Sigmundsson á mánudag. Hann er í stjórn félagsins og hefur þar aðsetur. Sigurður hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kíló- um af hassi til landsins. Þá er Sigurður skráður eigandi að minnst sextán öðrum fyrirtækjum, sem flest eru til heimilis að Suður- landsbraut 6, eins og Hollís, eða að Tjaldanesi, heimili Sigurðar. Sigurður er skráður stjórnarmað- ur í flestum fyrirtækjunum, pró- kúruhafi í stórum hluta þeirra og framkvæmdastjóri nokkurra. Hann hefur einnig verið skráður eigandi fjölda annarra fyrirtækja undan- farin ár sem nú hafa verið afskráð. Hann tengist enn fleiri fyrirtækj- um sem stjórnarmaður, stofnandi og skráður endurskoðandi. Sigurður, eða félög honum tengd, á tugi fasteigna í borginni. Sola Capital á til dæmis um tuttugu fast- eignir og Funahöfði ehf. um tíu. Sig- urður á meðal annars helmingshlut í Austurstræti 3, þar sem skyndi- bitastaðurinn Subway er til húsa. Hann keypti húsnæðið af Ásgeiri Þór Davíðssyni, kenndum við Gold- finger, árið 2007. Einn til viðbótar er í varðhaldi vegna málsins. Sá heitir Gunnar Viðar Árnason og var handtekinn 22. maí eftir að nokkur kíló af hörð- um fíkniefnum fundust í hraðsend- ingu, en sá fundur hratt málinu af stað. Zizov og Verwoerd eru taldir tengjast því smygli. stigur@frettabladid.is Keypti vörubíla fyrir gróða af fíkniefnum Athafnamaðurinn Sigurður Ólason er talinn hafa þvættað peninga í gegnum fé- lagið Hollís, sem hann stofnaði með hollenskum og ísraelskum fíkniefnasölum. Sigurður tengist miklum fjölda annarra fyrirtækja hérlendis og á tugi fasteigna. Í nóvember 2007 kom upp eldur í tvílyftu timburhúsi við Grettisgötu. Engan sakaði í brunanum en rýma þurfti fjölda húsa í grenndinni. Húsið var í eigu Sigurðar. Fram kom í fréttum í kjölfarið að mikið ónæði hefði verið af fólki sem hafst hefði við í húsinu. Það hefði verið í mikilli óreglu og ítrekað hefðu komið upp mál vegna fíkniefnabrota og þýfi og vopn gerð upptæk. Ekki var útilokað að um íkveikju hefði verið að ræða. Í samtali við Vísi.is daginn eftir brunann sagðist Sigurður upphaflega hafa leyft óreglufólkinu að hafast við í húsinu gegn smávægilegri greiðslu, en síðan rekið það á dyr. Eftir það hafi hann og menn á hans vegum vaktað húsið og séð til þess að þar væri enginn. Spurður hvort hugsanlega hafi verið kveikt í húsinu vegna fíkniefnauppgjörs sagðist Sigurður ekki geta sagt til um það. SIGURÐUR ÓLASON Sigurður var hand- tekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmundssyni á mánudag. Hann sat þar í stjórn. MYND / STÖÐ 2 ÓLJÓS UPPTÖK Húsið skemmdist mikið í brunanum, aðallega að innan. TENGDIST HÚSBRUNA Á GRETTISGÖTU REYKJAVÍK „Borgin hefur enga lög- sögu yfir þessum eignum. Ég fór í það strax í byrjun hrunsins að athuga þetta hjá borgarlögmanni og fleirum. Ríkið þarf að endur- heimta þær, eða embætti sérstaks saksóknara,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, um Fríkirkju- veg 11. Hann segir Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa „ansi borubrattan“, þegar hann gagnrýni í blaðinu í gær að VG hafi ekki stutt tillögu Ólafs um að Björgólfi yrði boðið að skila eigninni án endurgjalds. Hann rifjar upp að meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista hafi selt húsið Novator, fyrirtæki Björg ólfs Thors Björgólfssonar athafna- manns. „Ólafur F. sjálfur afhenti þessum mönnum lóðina og við það tækifæri sagði ég að hann lægi marflat- ur fyrir þeim. Þetta kemur því úr hörð- ustu átt,“ segir Þor- leifur. Nú bíði hann þess að „þessar eignir og margar aðrar verði teknar af þess- um manni [Björgólfi] en við erum orðin langeyg eftir því“. VG hafi verið eini flokkurinn í borgarstjórn sem hafi barist gegn sölu hússins. „En Ólafur F. var borgar stjóri á þessum tíma og tal- aði fyrir því. Svo notar hann þetta mál til að ráðast á okkur, ég skil það eiginlega ekki,“ segir Þorleifur. - kóþ Borgarfulltrúi VG segir Ólaf F. borubrattan að tala um Fríkirkjuveg 11: Borgin tekur húsið ekki aftur FRÍKIRKJUVEGUR 11 Reykja- víkurborg seldi þetta hús Björgólfi Thor Björgólfssyni og hefur það staðið autt og ónotað síðan. ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Roskilde University - Denmark ruc.dk/global Bachelor of Science Interdisciplinary studies in an international environment Námsbraut á meistarastigi Námsbrautir á grunnstigi Vegna bilunar í vefvistunarkerfi dagana 2. til 5. júní komust umsóknir því miður ekki til skila. Allir sem sóttu um nám hjá okkur þessa daga eru því vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 525 4444.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.