Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 10
 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Sigurður Ólason, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að tengjast alþjóðlegum glæpa- hring, stofnaði í janúar fyrirtækið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Hann hefur síðan, í gegnum félagið, oftsinnis tekið á móti peningum frá mönnunum tveimur. Talið er að pen- ingunum hafi verið varið til kaupa á vörubílum og vinnuvélum, og að um peningaþvætti vegna fíkniefnavið- skipta sé að ræða. Ísraelinn, Erez Zizov, og Hollend- ingurinn, Ronny Verwoerd, hafa báðir verið handteknir á meginlandi Evrópu vegna málsins. Ársæll Snorrason, vinur Sigurðar til fjölda ára, situr einnig í varðhaldi vegna málsins og er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins talinn vera tenging Sigurðar við mennina tvo. Hann hafi kynnst Hollendingn- um þegar hann sat í fangelsi í Hol- landi vegna fíkniefnasmygls fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur hlerað síma sak- borninga í málinu um langt skeið, að því er heimildir blaðsins herma. Sigurður, sem er 54 ára, var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrir- tækinu R. Sigmundsson á mánudag. Hann er í stjórn félagsins og hefur þar aðsetur. Sigurður hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kíló- um af hassi til landsins. Þá er Sigurður skráður eigandi að minnst sextán öðrum fyrirtækjum, sem flest eru til heimilis að Suður- landsbraut 6, eins og Hollís, eða að Tjaldanesi, heimili Sigurðar. Sigurður er skráður stjórnarmað- ur í flestum fyrirtækjunum, pró- kúruhafi í stórum hluta þeirra og framkvæmdastjóri nokkurra. Hann hefur einnig verið skráður eigandi fjölda annarra fyrirtækja undan- farin ár sem nú hafa verið afskráð. Hann tengist enn fleiri fyrirtækj- um sem stjórnarmaður, stofnandi og skráður endurskoðandi. Sigurður, eða félög honum tengd, á tugi fasteigna í borginni. Sola Capital á til dæmis um tuttugu fast- eignir og Funahöfði ehf. um tíu. Sig- urður á meðal annars helmingshlut í Austurstræti 3, þar sem skyndi- bitastaðurinn Subway er til húsa. Hann keypti húsnæðið af Ásgeiri Þór Davíðssyni, kenndum við Gold- finger, árið 2007. Einn til viðbótar er í varðhaldi vegna málsins. Sá heitir Gunnar Viðar Árnason og var handtekinn 22. maí eftir að nokkur kíló af hörð- um fíkniefnum fundust í hraðsend- ingu, en sá fundur hratt málinu af stað. Zizov og Verwoerd eru taldir tengjast því smygli. stigur@frettabladid.is Keypti vörubíla fyrir gróða af fíkniefnum Athafnamaðurinn Sigurður Ólason er talinn hafa þvættað peninga í gegnum fé- lagið Hollís, sem hann stofnaði með hollenskum og ísraelskum fíkniefnasölum. Sigurður tengist miklum fjölda annarra fyrirtækja hérlendis og á tugi fasteigna. Í nóvember 2007 kom upp eldur í tvílyftu timburhúsi við Grettisgötu. Engan sakaði í brunanum en rýma þurfti fjölda húsa í grenndinni. Húsið var í eigu Sigurðar. Fram kom í fréttum í kjölfarið að mikið ónæði hefði verið af fólki sem hafst hefði við í húsinu. Það hefði verið í mikilli óreglu og ítrekað hefðu komið upp mál vegna fíkniefnabrota og þýfi og vopn gerð upptæk. Ekki var útilokað að um íkveikju hefði verið að ræða. Í samtali við Vísi.is daginn eftir brunann sagðist Sigurður upphaflega hafa leyft óreglufólkinu að hafast við í húsinu gegn smávægilegri greiðslu, en síðan rekið það á dyr. Eftir það hafi hann og menn á hans vegum vaktað húsið og séð til þess að þar væri enginn. Spurður hvort hugsanlega hafi verið kveikt í húsinu vegna fíkniefnauppgjörs sagðist Sigurður ekki geta sagt til um það. SIGURÐUR ÓLASON Sigurður var hand- tekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmundssyni á mánudag. Hann sat þar í stjórn. MYND / STÖÐ 2 ÓLJÓS UPPTÖK Húsið skemmdist mikið í brunanum, aðallega að innan. TENGDIST HÚSBRUNA Á GRETTISGÖTU REYKJAVÍK „Borgin hefur enga lög- sögu yfir þessum eignum. Ég fór í það strax í byrjun hrunsins að athuga þetta hjá borgarlögmanni og fleirum. Ríkið þarf að endur- heimta þær, eða embætti sérstaks saksóknara,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, um Fríkirkju- veg 11. Hann segir Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa „ansi borubrattan“, þegar hann gagnrýni í blaðinu í gær að VG hafi ekki stutt tillögu Ólafs um að Björgólfi yrði boðið að skila eigninni án endurgjalds. Hann rifjar upp að meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista hafi selt húsið Novator, fyrirtæki Björg ólfs Thors Björgólfssonar athafna- manns. „Ólafur F. sjálfur afhenti þessum mönnum lóðina og við það tækifæri sagði ég að hann lægi marflat- ur fyrir þeim. Þetta kemur því úr hörð- ustu átt,“ segir Þor- leifur. Nú bíði hann þess að „þessar eignir og margar aðrar verði teknar af þess- um manni [Björgólfi] en við erum orðin langeyg eftir því“. VG hafi verið eini flokkurinn í borgarstjórn sem hafi barist gegn sölu hússins. „En Ólafur F. var borgar stjóri á þessum tíma og tal- aði fyrir því. Svo notar hann þetta mál til að ráðast á okkur, ég skil það eiginlega ekki,“ segir Þorleifur. - kóþ Borgarfulltrúi VG segir Ólaf F. borubrattan að tala um Fríkirkjuveg 11: Borgin tekur húsið ekki aftur FRÍKIRKJUVEGUR 11 Reykja- víkurborg seldi þetta hús Björgólfi Thor Björgólfssyni og hefur það staðið autt og ónotað síðan. ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Roskilde University - Denmark ruc.dk/global Bachelor of Science Interdisciplinary studies in an international environment Námsbraut á meistarastigi Námsbrautir á grunnstigi Vegna bilunar í vefvistunarkerfi dagana 2. til 5. júní komust umsóknir því miður ekki til skila. Allir sem sóttu um nám hjá okkur þessa daga eru því vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 525 4444.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.