Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 12
12 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR Áform sprotafyrirtækisins ORF Líftækni um að hefja ræktun á erfðabreyttu byggi utandyra vekja sífellt fleiri til umhugsunar um þau áhrif sem slíkt gæti haft á náttúru, menn og dýr. Fræðimenn og leikmenn skipast í tvær fylkingar. Hér verður reynt að varpa ljósi á helstu sjónarmið beggja. Umhverfisstofnun hefur nú til með- ferðar umsókn frá fyrirtækinu ORF Líftækni um að fá að hefja útiræktun á erfðabreyttu byggi í tilraunaskyni. Ef vel tekst til er ætlunin að rækta erfðabreytt bygg og vinna úr því sérvirkt prótein. Björn Lárus Örvar, framkvæmda- stjóri ORF, segir fyrirtækið ekki anna eftirspurn á vöru sinni og því þurfi að huga að framsæknum leið- um til að auka framleiðsluna. En sitt sýnist hverjum um þessi áform. Ráðgjafarnefnd um erfða- breyttar lífverur, sem er níu manna nefnd, var ekki sammála í afstöðu sinni um málið. Meirihlutinn mælti með því að leyfið yrði veitt en þeir Gunnar Á. Gunnarsson, félagsvís- indamaður og framkvæmdastjóri, og Jón Á. Kalmansson heimspek- ingur skiluðu séráliti. Umhverfis- stofnun hélt opinn kynningarfund um málið síðastliðinn þriðjudag og þar mátti glögglega heyra og sjá að vísindamenn sem og leikmenn skiptast í tvær fylkingar en sjón- armiðin eru margslungin sem skipa fólkinu í þær. Þyngstu áhyggjur þeirra sem eru á móti þessum áformum lúta að því að hið erfða- breytta bygg dreifist um íslenska náttúru með óafturkræfum afleið- ingum. Í lok fundarins var fulltrúum Umhverfisstofnunar afhent áskor- un, árituð af rúmlega þúsund manns, um að synja ORF um leyf- ið. Að minnsta kosti tvær slíkar undirskriftasafnanir fara fram á fésbókinni. Segir álitamálin mörg En þeir sem vilja ekki að Umhverf- isstofnun veiti þetta leyfi, að minnsta kosti ekki enn, vilja einnig gjalda varhug við fleiru. „Þetta er mjög margþætt mál og ber að með- höndla sem slíkt,“ segir Gunnar Á. Gunnarsson. „Vönduð meðferð á umsókn um sleppingu [ræktun utandyra] erfðabreyttra lífvera útheimtir það að þú farir í gegnum mat á mögulegri umhverfisáhættu, mögulegri heilsufarsáhættu, mögu- legri blöndun viðkomandi lífvera og áhrif þeirra á líffræðilega fjöl- breytni. Þar að auki þarf að meta siðferðileg og félagsleg álitamál svo ég vitni nú í fyrstu grein laga um erfðabreyttar lífverur.“ Segir hann nokkuð skorta upp á svo hægt sé að segja að þannig hafi verið staðið að málum við þessa umsókn. Hefur þetta áhrif á plöntur, dýr og menn? Hann segir enn fremur að rann- saka þurfi mun betur áhrif þessa erfðabreytta byggs sem ORF hyggst rækta utandyra. „Athygli sjálfstæðra vísindastofnana og vísindamanna erlendis er í aukn- um mæli að beinast að áhrifum erfðabreytingarferilsins sjálfs á þá sem neyta þessara afurða, hvort sem það eru dýr eða menn,“ segir hann. „Það telja margir vísinda- menn að við erfðabreytingu verði til gífurleg röskun á genamengi viðkomandi lífveru með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Þetta þarf að rannsaka betur. Síðast en ekki síst hafa verið settar fram gífurlega dramatískar fullyrðingar um það að þessi slepping muni ekki hafa nein áhrif á lífríkið, heilsufar dýra sem kunna að neyta plöntunnar eða þá menn, komist þetta í fæðukeðj- una. Þessar fullyrðingar eru því miður ekki rökstuddar með neinum vísindalegum tilraunum. Og þegar um svona viðamikla ákvörðun er að ræða á hikstalaust að krefjast þess að varúðarreglan gildi frá upphafi til enda.“ Jón Kalmansson segir í sínu sér- áliti að fyrst þurfi að fara fram opin og lýðræðisleg umræða um þetta viðamikla mál áður en hægt sé að taka ákvörðun um það. Segir hann hagsmunaaðila verða að þola þá bið meðan slík umræða fari fram. Sjö af níu nefndarmönnum telja öllu óhætt En meirihluti nefndarinnar var ósammála þeim Gunnari og Jóni og vill veita leyfið. Eva Benedikts- dóttir, formaður nefndarinnar, segir að vandlega hafi verið farið yfir mögulegar hættur. „Stór hluti af umsókninni er áhættumat þar sem umhverfis- og heilbrigðissjónarmið eru tekin fyrir,“ segir hún. „Og það mætti komast þannig að orði að þeir [ORF] séu bæði með belti og axla- bönd gagnvart allri áhættu. Fyrir það fyrsta þá kemur byggið ekki til með að breiðast út, öll okkar þekk- ing og öll okkar reynsla segir okkur það. Það getur ekki blandast við neitt í íslenskri náttúru og þar að auki berst fræið lítið um. Og hvað varðar þessi prótein sem rækta á í plöntunni, þá koma þau fram síðla sumars. Þau finnast í fræjun- um og við vitum vel að þegar þeir uppskera fræin þá verður svolít- ið eftir af þessu próteini í jarðveg- inum en það teljum við ekki skipta neinu máli. Þetta er lítið magn og kemur ekki til með að skaða neinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta prótein er víða að finna; það er í mjólk, svo dæmi séu tekin. Það finnst líka eðlilega í blóði og vefjum manna og dýra.“ Meirihluti nefndarinnar vill þó að tvö skilyrði verði sett við leyf- inu sem gilda á í fimm ár. Þau eru að fram fari grenndarkynning á fyrir hugaðri tilraun og eins að ráð- gjafarnefnd fái árlega skýrslu um framgang tilraunarinnar frá fram- kvæmdaraðilum og óháðum aðila á vegum Umhverfisstofnunar. Mun sprotinn særa fjallkonuna? Í ERFÐABREYTTU BYGGI Í hátæknigróðurhúsi fyrirtækisins ORF, Grænu smiðjunni svokölluðu í Grindavík, er verið að rækta erfðabreytt bygg. Nú vilja menn reyna það utandyra en ekki er hlaupið að því. FRÉTTASKÝRING: Ræktun utandyra á erfðabreyttu byggi FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is TIL HVERS Á AÐ RÆKTA ERFÐABREYTTA BYGGIÐ? Erfðabreytta byggið, sem Orf vill fá að rækta utandyra, er eins og annað bygg nema að í því eru tvö ný gen í erfðamenginu og það getur framleitt sérvirkt prótein í fræjum sínum. Þetta sérvirka prótein, sem kallað er vaxtaþættir, er selt í litlum flöskum sem fastþurrkað duft. Það er notað í læknisrannsóknir, eins og stofnfrumurannsóknir, krabbameinsrannsóknir og rannsóknir í ónæm- isfræði en einnig til að búa til líkamsvefi sem ræktaðir eru en síðan komið fyrir í sjúklingi. Það er einnig notað við framleiðslu á lyfjum. HEIMUR LEIKJA OPNUNART ÍMAR GRAFARVO GUR KÓPAVOGU R MÁNUDA GA-FÖST UDAGA 11 - 19 LAUGARD AGA 10 - 18 SUNNUD AGA 12 - 18 OPNUNARTÍMARAKUREYRIMÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 10 - 18.30LAUGARDAGA 10 - 17SUNNUDAGA 13 - 17 14.999 1/2 VIRÐI SPARIÐ 15.000 14.999 1/2 VIRÐI SPARIÐ 15.000 Kópavogur Smáratorg 3 sími 550 0800 Grafarvogur Blikastaðarvegur 2-8 sími 585 0600 Akureyri Glerártorg sími 461 4500 591211 16” EXHAUST REIÐHJÓL 591210 16” SHEER FUN REIÐHJÓL T ilb o ð in g ild a ti l o g m eð 1 7. 06 .2 00 9. Í ve rð un um e r in ni fa lin n vi rð is au ka sk at tu r. Þa ð e r te ki nn f yr ir va ri á p re nt vi llu m o g u p p se ld um v ö ru m . Sætishæð 56-67 sm Sætishæð 56-67 sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.