Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 27

Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 27
FIMMTUDAGUR 11. júní 2009 3 Barnastjarnan Miley Cyrus hefur tekið höndum saman við fatahönnuðinum Max Azria og hannar fatalínu fyrir verslunina Walmart. Aðeins degi eftir að barnastjarn- an Miley Cyrus staðfesti að hún myndi halda áfram í sjónvarps- seríu Disney, Hannah Montana, lét hún aðra frétt berast. Hún mun, með aðstoð fatahönn- uðarins Max Azria, sem er mað- urinn á bak við BCBG og Hervé Léger, setja á markað nýja fatalínu. Línan mun bera heitið Miley Cyrus & Max Azria. Lögð verður áhersla á sæt og þægi- leg föt á lágu verði sem seld verða í verslunar- keðjunni Wal-Mart. „Samstarfið við Max Azria hefur verið óborganleg reynsla,“ sagði Miley þegar hún tilkynnti um samstarfið. Í f a t a l í n - u n n i v e r ð a bol ir, buxur, stutt ermabolir, skór og fylgi- hlutir en hver flík verður seld á innan við 20 dollara. Fatalínan verður tilbúin í ágúst og hægt verður að skoða hana og panta á www.walmart. com. - sg Miley hannar föt fyrir Walmart Frá vorsýningu hönnuðarins Max Azria sem mun hanna þægileg föt fyrir Wal mart með aðstoð Miley Cyrus. Í kreppu, þegar ekki er hægt að sleppa sér alveg í fatakaupum, verða fylgihlutir enn mikilvæg- ari en áður því litríkt belti, skór eða þykkar sokkabuxur gera gamlan kjól sem nýjan. Sem betur fer er sumt í tísku sem hefur sést áður og því auðveld- ara að draga eitthvað gamalt fram. Að auki er mikil fortíðar- hyggja í tísku og því upplagt að skoða í fataskápa hjá mæðrum, frænkum eða jafnvel ömmum sem engu henda. Í sumar er til dæmis upplagt að poppa upp á útlitið með endur- útgáfu á frægum ferköntuðum sólgleraugum frá Ninu Ricci sem Jacqueline Kennedy notaði sem forsetafrú. Sólgleraugun fást í ýmsum litum, til dæmis grænu eins og upprunalegu sól- gleraugun. Annars eiga sól- gleraugu almennt að vera stór, minna jafnvel á augu í fiski- flugu (lunette mouche eins og þau eru kölluð hér). Litirnir eru margbreytilegir svo sem hvítt, blátt, rautt og áfram mætti telja. Reyndar eru fölfjólubláu sól- gleraugun frá MiuMiu, ódýrari línu Prada, nánast eins og sól- gleraugun hennar mömmu frá því að ég var lítill og smellpassa við ´70-stílinn. Enn og aftur, farið og gramsið í fataskápun- um og finnið gleraugu sem eru í rétta stílnum. Hjá Ray-Ban hafa sömuleiðis verið framleidd gömul módel eins og hin nýtísku „Clubmaster“, mjög í anda rokk- áranna og þykja fín í sumar. Ef þið eigið sandala með fyllt- um hæl er örugglega hægt að taka þá fram aftur því enn á ný eru fylltu hælarnir alls staðar. Þeir eru einnig praktískir fyrir íslenska veðráttu þar sem þeir eru fyrir ofan vatnsborð þegar rignir. Eini gallinn er sá að hælarnir eru ekki eins og síð- asta sumar og glöggir tísku- fræðingar sjá kannski muninn. En svo er auðvitað hver sinnar tísku smiður og þá er bara að gefa fræðingunum langt nef því nú er það buddan sem ræður. Einnig eru flatir sandalar víða í boði í anda Forn-Grikkja eða Rómverja. Ekki alveg eins góðir fyrir íslenskar aðstæður. Um töskur má það segja að þær sem helst sjást í götutísk- unni eru með kögri og fara vel við síða bómullarkjóla með blómamunstri. Að vanda koma sumarilmteg- undirnar á markað á vorin og fara reyndar saman við mæðra- daginn sem var hér á sunnu- dag og mikil sala í ilmvötnum. Sífellt meira er lagt upp úr fal- legum flöskum með ýmsu lagi til að gleðja augað. Sem dæmi má nefna Love frá Ninu Ricci, Flora frá Gucci og Daisy frá Marc Jacobs. Miklu ódýrara og umhverfisvænna er White musk hot summer frá Body Shop. Ilm- vatnsiðnaðurinn er reyndar sá eini hluti lúxusgeirans sem heldur sínu meðan bæði fatnað- ur og fylgihlutir seljast minna. Neytendur sem eyða minna í föt leyfa sér enn að kaupa fínar snyrtivörur, ilmvötn og í það minnsta ein sólgleraugu. bergb75@free.fr Fiskiflugugleraugu og fylltir hælar ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Sýning stendur yfir í London á þróun undirfata á síðustu áratugum. Í Tísku- og textílsafni Lundúna stendur yfir sýningin, Undercov- er – The Evolution Of Underwear, sem fjallar um þróun undirfatn- aðar og tengingu hans við tísku, konur, líkama þeirra og hvernig undirfötin undirstrika, eða fela, ýmsa líkamsparta. Þar verða til sýnis allt frá odd- hvössum brjóstahöldurum sjötta áratugarins til hátæknilegra nær- buxna nútímans. Undirföt hafa enda breyst ótrúlega á síðustu ára- tugum. Brjóstahaldarar komu til að mynda fyrst fram á sjötta ára- tugnum þegar lína Christians Dior, New Look, var sett á markað. Undirföt eru fyrst og fremst prakt- ísk í dagsins amstri. Þau geta þó einnig þjónað mörgum öðrum til- gangi. Þau eru notuð til að draga á tálar og jafnvel til að sjokkera. Þá hafa hönnuðir löngum fengið mikið út úr því að spreyta sig á undirföt- um og mótað þau í hin ýmsu form. - sg Saga brjósta- haldarans Hollywood-stjarnan Jayne Mansfield árið 1953 í bikiníi sem hefur líklega verið talið mjög kynþokkafullt á sínum tíma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.