Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 32
 11. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● landið mitt austurland Austurland er samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðs- ins frá síðustu helgi annar skemmtilegasti staður Íslands til að sækja heim á sumrin. Fyrir ferðalanga sem láta sig gistinguna sjálfa miklu máli skipta má benda á nokkra af skemmtilegri gististöðum þar eystra. Margir gististaðir Austurlands hafa getið sér gott orð og í gegn- um tíðina hafa þeir oft þótt einkar frumlegir. Þannig er gömul kirkja á Stöðvarfirði orðin víðfræg en hún var innréttuð sem gistihús fyrir ferðalanga fyrir nokkrum árum. Ferðalangar leggjast þannig til hvílu við hlið gamals altaris. Miklir frumkvöðlar hafa líka lagt Seyðisfirði lið í gegnum árin í ferðaþjónustunni. Þóra Bergný Guðmundsdóttir arkitekt stend- ur þar framarlega og rekur eitt af persónulegustu farfuglaheimilum landsins, Hafölduna, en hún kom líka að því að velja innanstokks- muni inn í eitt fallegasta hótel landsins sem einnig er á staðn- um, Hótel Ölduna. Fyrir brúðhjón á ferð um landið kemur það hótel sterkt inn en í nokkrum herbergj- anna má finna svokallaða „lok- rekkju“ í indverskum stíl. Þóra Guðmundsdóttir á líka sinn þátt í öðru farfuglaheimili aðeins sunnar á Austfjörðum, á Berunesi, en þar hannaði hún, í gamla fjós- inu, litlar stúdíóíbúðir. Berunes er einn sérstakasti gististaður Íslands og síðastliðið haust var Berunes valið annað besta farfuglaheim- ili heims, að mati viðskiptavina alþjóðasamtaka farfuglaheimila. Ummæli gesta voru meðal annars á þá leið að gisting á Berunesinu væri eins og að kíkja í heimsókn til ömmu sinnar. Húsið á Berunesi er 100 ára gamalt og hjónin Ólafur Eggerts- son og Anna Antoníusardóttir hafa reynt að halda húsinu í upp- runalegu horfi en foreldrar Önnu byggðu Berunesið áður en það varð farfuglaheimili. Þau hafa rekið farfuglaheimilið frá árinu 1974 og eiga því 35 ára starfsafmæli um þessar mundir. Ekki má heldur gleyma far- fuglaheimilinu á Reyðarfirði sem hefur allt verið tekið í gegn nýlega. Hjá Marlín kallast það en þar er ýmis aukaþjónusta í boði eins og afnot af guðubaði, þráðlaust inter- net, kaffihús og útigasgrill. - jma Öðruvísi austfirskir gististaðir vinsælir Húsið á Berunesi er 100 ára gamalt. Gamlir innanstokksmunir, bækur, eldavélar og rúm frá því fyrri ábúendur bjuggu á Berunesi eru til afnota fyrir gesti farfuglaheimilisins. Kirkjan á Stöðvarfirði með svefnpokapláss við altarið þykir meira en lítið sérstakur gististaður á Austurlandi. Falleg herbergi fyrir rómantískt fólk má finna á Hótelinu Öldunni á Seyðisfirði. Hjónin Ólafur Eggertsson og Anna Ant- oníusardóttir reka farfuglaheimilið að Berunesi sem er gamalt sveitabýli. Beru- nesið var kosið annað besta farfugla- heimilið á heimsvísu af ferðalöngum. Belgískar vöfflur eru aðalsmerki far fuglaheimilisins á Reyðarfirði, Hjá Merlín. Hótel Aldan á Seyðisfirði er eitt glæsilegasta hótel landsins. Það var allt tekið í gegn fyrir nokkrum árum. Hágæða þýskar sólarrafhlöður Fáanlegar í setti með öllu tilheyrandi. EFOY Efnarafall Alsjálfvirkt hleðslutæki í ferðavagninn sem býr til raforku úr metanóli. Sér um að halda rafgeymunum alltaf fullhlöðnum. AGM Rafgeymar Sérstaklega hannaðir fyrir notkun í ferðavögnum. 12V í 230V Spennubreytar 230 Volta SINUS spenna fyrir öll 230V raftæki. Hleðslutæki mælar/rofar og margt fleira. Láttu ekki tjóðra þig við staur í ferðalaginu! - framleiðið sjálf rafmagnið í ferðavagninn Eiðistorgi 17 170 Seltjarnarnes S. 578-5566 www.fjarorka.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.