Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 11.06.2009, Síða 36
 11. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● landið mitt austurland „Víknaslóðir er nafn sem búið var til yfir göngusvæðið sem liggur á milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar,“ segir Hafþór Snjólfur Helgason, sem vinnur að ferðamálum á Borgarfirði. „Þetta eru sjö víkur sem í dag eru eyði- byggðir en byggðar voru á sínum tíma.“ Hafþór segir að Víknaslóðir sé flennistórt svæði. „Við erum með um 140 kílómetra af stikuðum gönguleiðum innan sveitarfélags- ins, sem er eiginlega einsdæmi á Íslandi. Sumir hópar koma hing- að tvö sumur og skipta svæðinu í tvennt. Þannig að hægt er að taka tíu daga í að ganga um Víknaslóð- irnar.“ „Hér eru leiðir við allra hæfi,“ útskýrir hann og bætir við að hægt sé að keyra til Breiðavíkur, Húsa- víkur og Loðmundarfjarðar og ganga þaðan. - mmf Gengið um stórar eyðivíkur Á Víknaslóðum er hægt að finna göngu- leiðir við allra hæfi. Gestir og ferðamenn geta heimsótt Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði alla daga í sumar klukkan 14. Þar geta þeir kynnt sér starfsemi álversins og fengið upplýsingar um það. Hægt er að heimsækja stjórn- arbyggingu Alcoa Fjarðaáls, sem er fyrir neðan kerskála fyrirtæk- isins, niðri við sjóinn og nálgast upplýsingarnar þar. Þeir sem hins vegar vilja heim- sækja sjálft álverið og skoða inn- viði þess þurfa að panta tíma, svo hægt sé að skipuleggja skoðunar- ferð um álverssvæðið. Það er gert annaðhvort með því að senda póst á fjardaal@alcoa.com eða hafa samband í síma 470-7700. Vel hefur verið tekið í þetta framtak fyrirtækisins. Það hefur frá upphafi tekið á móti þúsund- um gesta, sem hafa annaðhvort heimsótt upplýsingamiðstöðina eða komið í hópum til að skoða ál- verið. Skoðunarferðir um álverið Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði er stærsta álver landsins, en framleiðslugetan er 346.000 tonn af áli á ári. MYND/ALCOA FJARÐAÁL Á álverssvæðinu eru um 700 manns að störfum, en hjá Fjarðaáli eru 450 starfs- menn. MYND/ALCOA FJARÐAÁL M YN D /H EL G I M A G N Ú S A RN G RÍ M SS O N Franskir dagar hafa verið haldnir árlega á Fá- skrúðsfirði síðan árið 1996 og er um að ræða menningarhátíð með frönsku ívafi. Hátíðin er iðulega haldin síðustu helgi júlí- mánaðar en þá er veru Frakka á Fáskrúðs- firði minnst og heimamenn og gestir gera sér glaðan dag með ýmsu móti. Franskir dagar hafa því unnið sér sess sem árleg bæjarhátíð Fáskrúðsfjarðar. Þá koma burtfluttir í heim- sókn og ýmis vinamót eru haldin. Stundum hafa fulltrúar frá frönskum vinabæ Fáskrúðs- fjarðar, Gravelines, komið og tekið þátt í há- tíðinni. Nánari upplýsingar er að finna á www. franskirdagar.com. - hs Hátíð með frönsku ívafi á Fáskrúðsfirði Í lok júlí er ávallt líf og fjör á Fáskrúðsfirði en þá er bæj- arhátíðin Franskir dagar í algleymingi. MYND/ÚR EINKASAFNI Fjöldi viðburða er á dagskrá Franskra daga og kjörið fyrir fjölskylduna að skemmta sér þar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.