Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 11.06.2009, Qupperneq 36
 11. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● landið mitt austurland „Víknaslóðir er nafn sem búið var til yfir göngusvæðið sem liggur á milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar,“ segir Hafþór Snjólfur Helgason, sem vinnur að ferðamálum á Borgarfirði. „Þetta eru sjö víkur sem í dag eru eyði- byggðir en byggðar voru á sínum tíma.“ Hafþór segir að Víknaslóðir sé flennistórt svæði. „Við erum með um 140 kílómetra af stikuðum gönguleiðum innan sveitarfélags- ins, sem er eiginlega einsdæmi á Íslandi. Sumir hópar koma hing- að tvö sumur og skipta svæðinu í tvennt. Þannig að hægt er að taka tíu daga í að ganga um Víknaslóð- irnar.“ „Hér eru leiðir við allra hæfi,“ útskýrir hann og bætir við að hægt sé að keyra til Breiðavíkur, Húsa- víkur og Loðmundarfjarðar og ganga þaðan. - mmf Gengið um stórar eyðivíkur Á Víknaslóðum er hægt að finna göngu- leiðir við allra hæfi. Gestir og ferðamenn geta heimsótt Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði alla daga í sumar klukkan 14. Þar geta þeir kynnt sér starfsemi álversins og fengið upplýsingar um það. Hægt er að heimsækja stjórn- arbyggingu Alcoa Fjarðaáls, sem er fyrir neðan kerskála fyrirtæk- isins, niðri við sjóinn og nálgast upplýsingarnar þar. Þeir sem hins vegar vilja heim- sækja sjálft álverið og skoða inn- viði þess þurfa að panta tíma, svo hægt sé að skipuleggja skoðunar- ferð um álverssvæðið. Það er gert annaðhvort með því að senda póst á fjardaal@alcoa.com eða hafa samband í síma 470-7700. Vel hefur verið tekið í þetta framtak fyrirtækisins. Það hefur frá upphafi tekið á móti þúsund- um gesta, sem hafa annaðhvort heimsótt upplýsingamiðstöðina eða komið í hópum til að skoða ál- verið. Skoðunarferðir um álverið Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði er stærsta álver landsins, en framleiðslugetan er 346.000 tonn af áli á ári. MYND/ALCOA FJARÐAÁL Á álverssvæðinu eru um 700 manns að störfum, en hjá Fjarðaáli eru 450 starfs- menn. MYND/ALCOA FJARÐAÁL M YN D /H EL G I M A G N Ú S A RN G RÍ M SS O N Franskir dagar hafa verið haldnir árlega á Fá- skrúðsfirði síðan árið 1996 og er um að ræða menningarhátíð með frönsku ívafi. Hátíðin er iðulega haldin síðustu helgi júlí- mánaðar en þá er veru Frakka á Fáskrúðs- firði minnst og heimamenn og gestir gera sér glaðan dag með ýmsu móti. Franskir dagar hafa því unnið sér sess sem árleg bæjarhátíð Fáskrúðsfjarðar. Þá koma burtfluttir í heim- sókn og ýmis vinamót eru haldin. Stundum hafa fulltrúar frá frönskum vinabæ Fáskrúðs- fjarðar, Gravelines, komið og tekið þátt í há- tíðinni. Nánari upplýsingar er að finna á www. franskirdagar.com. - hs Hátíð með frönsku ívafi á Fáskrúðsfirði Í lok júlí er ávallt líf og fjör á Fáskrúðsfirði en þá er bæj- arhátíðin Franskir dagar í algleymingi. MYND/ÚR EINKASAFNI Fjöldi viðburða er á dagskrá Franskra daga og kjörið fyrir fjölskylduna að skemmta sér þar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.