Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 46
30 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
> ekki missa af
síðustu sýningum Leikfélags
Akureyrar á Fúlum á móti í
Íslensku óperunni í kvöld og
föstudagskvöld. Fúlar á móti
er orðin önnur aðsóknarmesta
sýning á einu leikári hjá LA.
Þegar hafa um 15.000 gestir
séð Fúlar á móti. Þær Edda
Björgvinsdóttir, Helga Braga
og Björk Jakobsdóttir eru Fúlar
á móti. Verkið er eftir Jennifer
Eclair og Judith Holder.
kl.20
Skipulag auðnarinnar er yfirskrift göngu
sem Hjálmar Sveinsson mun leiða frá
Hafnarhúsinu að Höfðatorgi í kvöld en
Hjálmar er kunnur fyrir umfjöllun sína
um skipulagsmál í Reykjavík. Gangan
er hluti af verkefninu Kvöldgöngur úr
Kvosinni sem er dagskrá sem menning-
arstofnanir borgarinnar hafa sett saman
hvert fimmtudagskvöld yfir sumartím-
ann og stendur nú til boða fimmta árið
í röð. Gengið er frá Listasafni Reykja-
víkur – Hafnarhúsi kl. 20. Þátttaka er
ókeypis og allir eru velkomnir.
Í kvöld verða síðustu áskriftar-
tónleikar Sinfóníunnar á þessu
starfsári. Hingað er kominn
góður gestur, sópransöngkon-
an Emma Bell, og syngur hún
nokkrar perlur í Háskólabíói við
undirleik hljómsveitarinnar.
Fyrri hluti tónleikanna saman-
stendur af tveimur klassísk-
um meistaraverkum, hinu
glæsilega Exsultate, jubilate
eftir Mozart sem er eins konar
konsert fyrir sópransöngkonu,
og sinfóníu nr. 2 eftir Ludwig
van Beethoven. Eftir hlé er
leikið á strengi tilfinninganna í
verkum eftir Samuel Barber og
glaðværum aríum úr óperum
og óperettum eftir Johann
Strauss, Franz Lehár og Giacomo Puccini.
Emma Bell er ein glæsilegasta
sópransöngkona sem komið
hefur fram í Bretlandi í árar-
aðir. Hún hreppti Kathleen
Ferrier-verðlaunin árið 1998
og hin virtu Borletti-Buitoni-
verðlaun nokkrum árum
síðar. Hún þykir sérlega
hæfileikaríkur Mozart-túlkandi
og mun syngja hlutverk grei-
fynjunnar í Brúðkaupi Fígarós
við Metropolitan-óperuna
haustið 2009.
Stjórnandi er Hannu Lintu frá
Finnlandi, sem hefur nýverið
tekið við starfi aðalstjórnanda
við Fílharmóníuhljómsveitina
í Tampere.
Tónleikarnir hefjast kl. 19.30
og verður þeim útvarpað á rás 1 Ríkisútvarpsins.
Exsultate, jubilate í kvöld
TÓNLIST Emma Bell syngur á tónleik-
um Sinfó í kvöld.
MYND/SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 11. júní 2009
➜ Tónleikar
12.00 Málmblásarakvintettinn
Brassk arar heldur hádegistónleika í
Dómkirkjunni við Austurvöll. Á efnis-
skránni eru verk eftir J.S. Bach, G.
Gabrieli, P. Dukas ásamt öðru léttmeti.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
20.00 Trúbatrixur verða með tón-
leika í Draugasetrinu við Hafnargötu á
Stokkseyri.
20.00 Píanóleikarinn Birna Hallgríms-
dóttir flytur verk eftir Haydn, Brahms,
Debussy og Rachmaninov á tónleikum í
Salnum við Hamraborg í Kópavogi.
21.00 Bergþór Smári og MOOD verða
á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu.
21.00 Ljótu hálfvitarnir verða í Frum-
leikhúsinu við Vesturbraut í Reykjanes-
bæ. Húsið opnar kl. 20.
21.00 Ragnhildur Gísladóttir og
Bryndís Jakobsdóttir verða á Kaffi
Rósenberg við Klapparstíg.
21.00 Hundur í óskilum spilar á Græna
hattinum, Hafnarstræti 96 á Akureyri.
Húsið opnar kl. 20.
22.00 Ensími heldur tónleika á Nasa
við Austurvöll. Húsið opnar kl. 21.
22.00 Coxbutter-kvöld verður haldið
á Jacobsen, Austurstræti 9. Fram koma
Diddi Fel & G. Maris, Stjörnuryk og
Hypno.
➜ Kvöldgöngur
20.00 Hjálmar Sveinsson
leiðir göngu frá Listasafni
Reykjavíkur við Tryggvagötu
að Höfðatorgi og ræðir um
skipulagsmál í Reykjavík.
Þátttaka er ókeypis og
allir velkomnir. Hafnar-
húsið er opið til kl. 22
á fimmtudögum.
20.00 Már Jónsson sagnfræðingur
verður með kvöldgöngu um Þingvelli.
Ferðin hefst við fræðslumiðstöðina.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
➜ Sýningar
Sýningin „Innan Seilingar - Within
Reach“ í Kling og bang galleríi, Hverf-
isgötu 42, hefur verið framlengd til 21.
júní. Aðstandendur sýningarinnar er
hópur listamanna frá Noregi og Íslandi
sem stóð að baki sviðsverkinu Eternum
á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Opið
fim.-sun. kl. 14-18.
➜ Síðustu forvöð
Sýningu Hrafnhildar
Arnardóttur „Hégóma-
röskun“ í i8 galleríi við
Klapparstíg 33, lýkur á
laugardaginn. Opið þri.-
fös. kl. 11-17 og lau. kl.
13-17.
➜ Leikrit
18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir
„Rauðhettu“, nýtt íslenskt leikrit með
söngv um þar sem blandast saman
ævintýrin Rauðhetta, Grísirnir þrír og
Hans og Gréta. Sýnigin fer fram í Skalla-
grímsgarði á Borgarnesi.
10.00 og 14.00 Brúðubíllinn sýnir
leikritið „Leikið með liti“ eftir Helgu
Steffensen og Sigrúnu Eddu Björnsdótt-
ur. Tvær sýningar verða í dag, sú fyrri
kl. 10 við leikskólann á Kjalanesi en sú
seinni verður við gæsluvöllinn í Fróð-
engi kl. 14. Aðgangur ókeypis og allir
velkomnir.
➜ Bækur
16.00 Alla fimmtudag í júní les Vignir
Árnason upp úr þekktum skáldverkum
á Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Ameríski söngleikurinn
Grease verður frumsýndur
í kvöld í Loftkastalanum og
er þetta í þriðja sinn sem
hann kemur á svið atvinnu-
leikhúss í Reykjavík. Loft-
kastalinn er nú kominn í
rekstur á ný eftir töluverðar
endurbætur og er óhætt að
segja að leikhúsið hafi tekið
stakkaskiptum í viðgerðum
síðustu vikna.
Um fimmtíu manns starfa við
söngleikinn en leikstjóri er Selma
Björnsdóttir. Rekstraraðilar Loft-
kastalans hófu miðasölu á söng-
leikinn fyrir um þremur vikum og
hefur hún gengið frábærlega vel.
Þegar er langt komið að selja alla
miða á þær ellefu sýningar sem
komnar eru í sölu.
Það er ungur hópur leikara
og söngvara sem kemur fram í
Grease, sem nú er flutt í þýðingu
Veturliða Guðnasonar og fylgir
upphaflegri staðsetningu: verkið
gerist í amerískum smábæ. Þor-
valdur Bjarni stýrir hljómsveit
hússins en systurnar Birna, Guð-
finna og Selma annast hreyfingar
og dansa. Samstarfsmenn Selmu
frá liðnum sýningum hennar eru
fleiri: María Ólafsdóttir sér um
búninga og Brian Pilkington um
leikmynd.
Ólöf Jara Skagfjörð og Bjartmar
Guðmundsson fara með stóru hlut-
verkin, þau Sandy og Danny, en
auk þeirra kemur fram stór hópur
ungra og eldri krafta: Aðalbjörg
Árnadóttir og Víðir Guðmunds-
son, Unnur Ösp Stefánsdóttir og
Magnús Jónsson, Álfrún Örnólfs-
dóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson.
Svo stíga á svið Jogvan Hansen og
Friðrik Ómar í fyrsta sinn í leik-
hlutverkum og að auki debútera
nýútskrifaðir leikarar, Bjartmar
og Walter Geir Grímsson. Í sýning-
unni koma einnig fram kraftar sem
enn eru við nám: Ævar Þór Bene-
diktsson og Sigurður Þór Óskars-
son, auk þeirra Þorleifs Einarsson-
ar, Hjördísar Lilju Örnólfsdóttur,
Aðalsteins Kjartanssonar, Ástu
Bærings, Maríu Dalberg og Maríu
Þórðardóttur.
Grease er fyrsta verkefni nýrra
rekstraraðila í Loftkastalanum, en
nær tveir áratugir eru síðan farið
var að leika í gamalli vélsmiðju
þar á annarri hæð í bakhúsi. Þús-
undir leikhúsgesta þekkja til stað-
setningar hússins frá fyrri heim-
sóknum. Reksturinn er alfarið í
höndum einkaaðila og nýtur engra
styrkja frá ríki eða borg. Loftkast-
alinn er stærsta einkarekna leik-
húsið á Íslandi um þessar mundir
og ætlar Bjarni Haukur Þórsson,
sem stendur að baki rekstri húss
og sýninga, að feta þyrnum stráða
braut horfinna fyrirtækja í sjálf-
stæðum leikhús- og sýningarekstri.
Frá mars 2009 til júní 2010 verða
til 150 hlutastörf vegna starfsem-
innar í Loftkastalanum. Það er því
ljóst að um fimmtíu heilsársstörf
verða til vegna þessarar starfsemi
næstu tólf mánuðina. Ef reksturinn
gengur vel má búast við að þessum
störfum eigi eftir að fjölga í fram-
tíðinni. pbb@frettabladid.is
Það er Grease sem er stíllinn
Sumarhefti Þjóðmála er komið út. Meðal efnis í nýja heftinu er grein
Styrmis Gunnarssonar um vinstri
stjórnir og Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, forstjóri Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum, fjallar um afleið-
ingar ef hugmyndum um fyrningu
aflaheimilda væri hrint í framkvæmd.
Birt er ræða Davíðs Oddssonar á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Guð-
jón Már Guðjónsson kynnir hugmynd-
ir um lausn jöklabréfavandans. Ráð-
herrarnir fyrrverandi Björn Bjarnason
og Jón Baldvin Hannibalsson fjalla
um Nató sextíu ára. Björn Bjarnason
skrifar líka um ESB-króga ríkisstjórnar-
innar og Sjálfstæðisflokkinn en Hlynur
Jónsson fjallar um frjálshyggjuna og
Sjálfstæðisflokkinn. Jón Ríkharðsson
sjómaður skrifar um Ásgeir Jakobsson
rithöfund en níutíu ár eru frá fæðingu
hans um þessar mundir. Margt fleira
er í heftinu, sem er 96 síður. Útgef-
andi er Bókmenntafélagið Ugla og
ritstjóri Jakob F. Ásgeirsson.
NÝ TÍMARIT
LEIKLIST Gengið í Grease í góðum gir. MYND/THORSON PRODUCTIONS/JORRI
Hvernig hefur umhverfið áhrif á okkur?
Hvernig höfum við áhrif á umhverfið?
Nemendur 16-20 ára
18. júní, frá kl. 17:30 - 21:30
og 5.-21. ágúst kl. 9:00-15:00
Skráning fyrir 15.júní
www.myndlistaskolinn.is
Myndlistaskólinn í Reykjavík
s: 551 1990
Myndlist/Arkitektúr
Verð 15.000 kr
Er framtíðin í höfn?
Unnið að framtíðarsýn í
hugmyndasamkeppni um
heildarskipulag Gömlu
hafnarinnar í Reykjavík
Sumarnámskeið fyrir ungt fólk