Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2009, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.06.2009, Qupperneq 50
34 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það virðist ekkert lát á fínum plötum og stefnir í að árið 2009 verði sterkt tónlistarár þrátt fyrir heimskreppu og enn frekari samdrátt í sölu á tónlist. Gamlar hetjur eins og Sonic Youth og Dinosaur Jr. eru með nýjar plötur sem lofa góðu og yngri sveitir eru að gera það gott líka. Þar á meðal má nefna bresku sveitina The Horrors sem var að senda frá sér plötu númer tvö, Primary Colours, Íslandsvinina í Grizzly Bear sem hafa fengið frábæra dóma fyrir sína þriðju plötu í fullri lengd, Veckatimest, og Fever Ray, sólóverkefni Karen Dreier Anderson úr The Knife, en samnefnd plata þykir gefa The Knife lítið eftir þó að tónlistin á henni sé ólík og svolítið seinteknari. Heitasta nafnið þessar vikurn- ar er samt sennilega Brooklyn- sveitin Dirty Projectors. Nýja platan hennar, Bitte Orca, telst vera hennar fimmta plata á sex árum, en sveitin er hugarfóstur Daves nokkurs Longstreth sem jafnframt er eini fasti meðlimur- inn í bandinu sem í eru núna sjö manns. Dirty Projectors vakti fyrst athygli fyrir þriðju plötuna sína The Getty Address sem kom út árið 2005. Fyrir tveimur árum kom svo Rise Above sem hafði að geyma ellefu lög af plötunni Damaged með bandarísku pönksveitinni Black Flag í meðförum Dirty Projectors, en Dave lét meðlimina spila lögin inn eftir minni. Í fyrra gerði hljómsveitin svo samning við Domino og Bitte Orca er fyrsti ávöxt- ur þess samstarfs. Tónlistin á henni einkennist af skrítnum lagasmíðum og skemmtilegum söngútsetningum. Hún er tilraunakennd og framandi, en líka aðgengileg og grípandi. Frábær plata. Það hefur líka vakið athygli með hverjum Dirty Projectors hefur unnið. Í fyrra gerði sveitin lagið Knotty Pine með David Byrne fyrir safnplötuna Dark Was the Night og fyrir mánuði síðan spilaði hljómsveit- in á styrktartónleikum fyrir húsnæðissamtök í New York ásamt Björk. Ekki minnkaði áhuginn á sveitinni við það. Næsta eftirlætissveit gagnrýnenda? BJÖRK OG DIRTY PROJECTORS Björk kom fram með Dirty Projectors á styrktartónleik- um í New York 8. maí. > Í SPILARANUM The Horrors – Primary Colours Dangermouse & Sparklehorse – Dark Night of the Soul Langi Seli og Skuggarnir – Drullukalt Little Boots – Hands LANGI SELI OG SKUGGARNIRTHE HORRORS Margir bíða með mikilli eftirvæntingu eftir fyrstu plötum þriggja af vinsæl- ustu söngkonum Breta um þessar mundir. Florence and the Machine, La Roux og Little Boots stíga nú fram á sjónarsviðið. Florence Welch er 22 ára listnemi sem hætti í skóla til að einbeita sér að tónlistinni. Hún var uppgötvuð þegar hún var að syngja Motown- slagara drukkin inni á salerni á næturklúbbi. Á heimasíðu BBC er henni líkt við Kate Bush og Patti Smith auk þess sem Björk virðist eiga smá hluta í henni. Florence vann Brit-gagnrýnenda- verðlaunin í febrúar síðastliðn- um sem efnilegasti ungi tónlist- armaðurinn í Bretlandi. Tónlist hennar hefur verið lýst sem blöndu af sálar- og indítónlist og rödd hennar er sérlega góð, eins og gestir Iceland Airwa- ves-hátíðarinnar fengu að kynnast á tónleikum henn- ar í Hafnarhúsinu á síðasta ári. Sviðsframkoma hennar er einnig lífleg en henni til halds og trausts á sviðinu er hljómsveitin The Machine. Plata hennar, Lungs, kemur út 8. júlí. La Roux er dúett þeirra Elly Jackson og Bens Lang- maid, þó svo að Elly sé í for- grunninum. Hún er tvítug og er frá suðurhluta Lundúna eins og Florence. Hún er dóttir þekktrar leikkonu í Bretlandi, Trudie Goodwin, og hlustaði til að byrja með mikið á Nick Drake og Carole King. Núna er hennar aðall hressilegt raf- popp í anda níunda áratugarins og sömuleiðis sérstæð hártíska sem ætti ekki að fara fram hjá neinum. La Roux er sögð vera blanda af Eurythmichs og Kim Wilde með smá slettu af Lady Gaga. Fyrsta plata hennar nefnist einfaldlega La Roux og kemur út 29. júní. Little Boots heitir réttu nafni Victoria Hesketh, er frá Black- pool og er 25 ára. Þegar hún var sextán ára tók hún þátt í raun- veruleikaþættinum Pop Idol en datt út eftir þrjár umferðir, áður en dómararnir komu við sögu. Þá stofnaði Victoria djasstríó og fór í tónleikaferð um Evrópu áður en hún stofnaði aðra sveit, Dead Disco. Little Boots blandar saman klúbba- og diskótónlist og hefur henni verið líkt við Kylie Min- ogue og hljómsveitina Saint Eti- enne. Hún varð í efsta sæti í kjöri BBC yfir nýja tónlistarmenn sem líklegir eru til vinsælda á þessu ári. Plata hennar, Hands, kom út síðastliðinn mánudag. freyr@frettabladid.is Þrjár efnilegar poppdívur Mæðgurnar Ragnhildur Gísla- dóttir og Bryndís Jakobsdóttir munu leiða saman hesta sína á fyrsta kvöldi Fuglabúrsins svo- kallaða, á Rósenberg í kvöld. Eru tónleikarnir þeir fyrstu í röðinni, en ætlunin er að etja saman yngri og reyndari tónlistarmönnum fyrsta miðvikudaginn í hverjum mánuði, í júlí og ágúst. Reykjavík Grapevine og Félag tónskálda og textasmiða standa fyrir tónleik- unum, sem hefjast klukkan níu, og kostar þúsund krónur inn. „Við erum að fara að spila sett hvor, svo syngjum við nokkur lög saman. Hún tekur lög af plötunni Human Body Orchestra og ég tek glæný lög í bland við gömul. Þetta verður bara sætt,“ segir Bryndís. Finnst henni þær mæðgur ólík- ar, tónlistarlega? „Ég veit það ekki. Við erum líkar að sumu leyti, eins og margar mæðgur eru. Við eigum mjög gott skap saman og finnst gaman að syngja saman.“ Þær hafa þó ekki komið mikið fram saman. „Við höfum sungið saman, held ég, tvisvar áður. Einu sinni fyrir upptöku og svo á Rósenberg. Þá sungum við mitt efni og gekk mjög vel. Þetta pass- ar bara ágætlega saman.“ Annars er Dísa að spila með góðvini sínum Mads Morrits og Bárujárni á Grand Rokki á föstudagskvöldið. Hún segir það gaman að vera komin heim en hún er með „einn og hálfan“ fótinn í Danmörku. Styttist í plötu? „Ég er alltaf að semja nýtt og spila, þannig að það kemur að því.“ Dísa og Ragga fyrstar í búrið PASSA ÁGÆTLEGA SAMAN Mæðgurnar Ragga og Dísa eru óhræddar við að bregða á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLORENCE AND THE MACHINE Florence hefur verið lýst sem blöndu af Kate Bush, Patti Smith og Björk. LA ROUX Sérstæð hártískan ætti ekki að fara fram hjá neinum. LITTLE BOOTS Tók þátt í Pop Idol þegar hún var sextán ára. NORDICPHOTOS/GETTY SENDU SMS SKEYTIÐ ESL GBV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! AÐRIR VINNINGAR ERU: TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, BÍÓMIÐAR, GOS OG MARGT FLEIRA FRUMSÝND 12. JÚN Í Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum.149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Þriðja plata Sheffield-strákanna í Arctic Monkeys sem kemur út 24. ágúst hefur fengið nafnið Humbug. Upptökustjórar voru James Ford, sem kom að gerð síðustu plötu sveitarinnar, og Josh Homme, forprakki Queens of the Stone Age. Upptökur á plötunni hófust síðasta sumar og að sögn pilt- anna er hluti hennar undir áhrifum frá þungarokkssveit- inni Black Sabbath. Skömmu eftir útgáfu plötunnar spilar Arctic Monkeys á tveimur tón- listarhátíðum; á Leeds-hátíðinni 28. ágúst og á Reading daginn eftir. Humbug úr smiðju ArcticJack White ætlar að hefja upptökur á sinni fyrstu sóló- plötu á þessu ári. Þetta eru góð tíðindi fyrir aðdáend- ur The White Stripes sem þyrstir í nýtt efni frá meist- aranum. Þeir þurfa reyndar ekki að bíða allt of lengi, því platan Horehound með hlið- arverkefni hans The Dead Weather kemur út 13. júlí. Um hálfgerða ofurgrúppu er að ræða því auk White skipa hana meðlimir Queens of the Stone Age, The Kills og The Raconteurs, annars hliðarverkefnis hans. Í nýlegu viðtali skýt- ur White föstum skotum að upptökubúnaðinum Pro Tools sem hefur náð að festa rætur á undanförn- um árum. „Mér finnst Pro Tools algjörlega óviðeig- andi við upptökur á tónlist. Mér finnst að það ætti bara að nota það í bíómyndum eða heimildarmyndum. Vilji menn reyna að ná fram ein- hverri sál í tónlistinni gera þeir mikil mistök með því að nota þetta,“ sagði White. „Það er of auðvelt að leið- rétta mistök. Við heyrum sótthreins- aða fullkomnun í öllum lög- unum. Það er ekki þannig tónlist sem við ólumst upp við að elska og vilja vera hluti af.“ Undirbýr fyrstu sólóplötuna JACK WHITE White er að undir- búa sína fyrstu sólóplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.