Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2009, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 11.06.2009, Qupperneq 52
36 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Síðustu ár hafa skapandi sumarhóp- ar Hins hússins sett svip sinn á miðbæ Reykjavíkur með ýmsum skemmtileg- um uppákomum. Í ár munu átta metn- aðarfullir hópar sjá um að skemmta gestum og gangandi og má þar nefna danshópinn Ramadansfje- lagið auk þriggja tónlistarhópa. Í sumar verða að venju hald- in þrjú Föstudagsfiðrildi, það fyrsta verður nú á föstudag og koma þá hóparnir allir saman í miðbænum og verða með ýmis skemmtiatriði frá klukkan 12 til 14. Ása Hauksdóttir, deildar- stjóri menningarmála hjá Hinu húsinu, segir að vegna niðurskurðar séu færri sum- arhópar á vegum Hins húss- ins í ár en oft áður. „Því miður er það svo að flóran í ár er minni en oft áður. Stöðugildin hafa hingað til verið allt frá fjörutíu og upp í sjötíu en í ár eru þau aðeins 25. Það ætti að efla þetta starf en það er oft svona þegar litlir peningar eru til skiptanna.“ Ása segir það þó gleðiefni að sumarstarfið hafi verið valið sem fyrirmyndarverkefni hjá Evrópuráðinu í ár en hugmynda- fræðin að baki skapandi sumarhópum var valin sem fyrirmyndarverkefni og öðrum þjóðum til eftirbreytni. - sm Skapandi sumarhópar skornir niður Kanadíska söngkonan Kathleen Yearwood er nú stödd hér á landi og mun halda nokkra tónleika á meðan á heimsókninni stendur. Tónlist Yearwood þykir dansa á mörkum ljóss og myrkurs og sjálf segir hún tónlist sína samanstanda aðallega af óhljóðum og áhrifum frá þjóðlagatónlist. Uppvaxt- arárin í Kanada eru uppspretta lagatexta hennar, sem flestir fjalla um ofbeldi, fátækt, kynjamisrétti og siðspillingu samfélagsins. Sviðsframkoma Year- wood þykir einstök og á einu augnabliki getur hún farið frá því að brjóta flöskur, öskra og urra yfir í að syngja ljúfa ballöðu. Söngkonan stundaði tónlist- arnám í Montreal með áherslu á raftónlist. „Ég leik aðallega á rafmagnsgítar, sem mér þykir merkilegt hljóðfæri fyrir þær sakir að það getur framkallað næstum hvaða hljóð sem er. Ég get fengið hann til að hljóma eins og orgel, öskur eða hræðilegt slys,“ segir söngkonan. Ástæðuna að baki Íslandsförinni segir hún ein- faldlega vera þá að hana hafi langað að heimsækja landið. „Ég hef mikið verið í Noregi og haldið þar nokkra tónleika. Þar kviknaði áhugi minn á Íslandi. Það var svo íslenskur maður sem hafði samband við mig í gegnum Myspace-síðu mína og sagðist vera formaður og jafnframt eini meðlimur aðdá- endaklúbbs míns á Íslandi. Mér fannst þetta nokkuð skemmtilegt og í kjölfarið ákvað ég að láta verða af heimsókninni.“ Yearwood heldur til Keflavíkur í dag þar sem hún heldur eina tónleika á skemmti- staðnum Paddy‘s. Næstu tónleikar hennar verða haldnir annað kvöld á Kaffi Hljómalind. - sm Urrar og brýtur flöskur SÆKIR INNBLÁSTUR Í ÆSKUÁRIN Kanadíska söngkonan Kathleen Yearwood þykir nokkuð sérstök og sviðsframkoman einstök. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA SKAPANDI SUMARSTARF Hins hússins þykir til fyrirmyndar að mati Evrópuráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Enn er sprottin upp umræða um hvort fótboltakappinn Ronaldo hjá Manchester United sé hommi – síðast vegna myndar sem The Sun birti nýverið. Strákarnir í knattspyrnufélaginu Styrmi segja að sé þetta eitthvað vandamál sé Ronaldo guð- velkominn í félagið. „Er ekki alltaf stutt í hommann í öllum? Við getum haldið í vonina. En sé svo þá liggur beinast við að hann komi hingað. Til Íslands og gangi í liðið. Allir velkomnir í Styrmi,“ segir Jón Þór Þorleifsson í knattspyrnufélaginu Styrmi sem skipað er samkynhneigðum knatt- spyrnumönnum. Enn er sprottin upp umræða, sumum til gremju en öðrum gleði, um það hvort knattspyrnu- kappinn Ronaldo hjá Manchester United sé hommi eður ei. Ýmsar myndir þykja gefa það til kynna og nú síðast mynd sem The Sun birtir af Ronaldo þar sem hann er með bleika derhúfu, bleika rós við eyra og í hvítum þröng- um buxum. Jón Þór segir að ef til þess komi að Ronaldo komi úr skápnum þá væri ekki úr vegi að hann kæmi til Íslands þar sem öllum hommum líði vel enda búið að yfirstíga fordóma að miklu leyti á Íslandi. Ronaldo gæti þá verið spilandi þjálfari. „Við myndum reyna að nýta okkur reynslu hans og hann fengi að verða heiðursmeðlimur.“ Svo virðist reyndar sem heimur fótboltamannanna á Íslandi sé síð- asta vígið. Jón Þór bendir á að ekki sé einn einasti yfirlýstur hommi í úrvalsdeildinni hér. Og það gangi í raun gegn allri tölfræði að enginn í þeim hópi sé hommi. Og því miður sé það svo að eftir að menn hafi komið út úr skápnum forðist þeir að leggja stund á íþróttina. „Ég held að þetta sé eitthvað í sambandi við hefðina. Það vantar einhvern til að stíga fyrsta skrefið. Það þarf Harðar Torfa-týpuna í fótboltann. Því á Íslandi er þetta ekkert mál. Við höfum það gott hérna. Og ef einhver fer að ybba gogg þá yrði gert grín að honum og litið niður á hann,“ segir Jón Þór. Styrmir æfir nú af kappi fyrir mikið íþróttamót sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 23. júlí til 3. ágúst. Frá Íslandi fer 23 manna lið, fótbolta- og sundlið. „Þetta er stærra en Smáþjóðaleikarnir. Áætlað er að þarna verði fimm þúsund þátttakendur. Þegar mót- inu lýkur er einmitt Gay Pride í Kaupmannahöfn og viku síðar hefst Gay Pride í Reykjavík. Það stefnir í stanslausan fögnuð.“ jakob@frettabladid.is Strákarnir í Styrmi bjóða Ronaldo að ganga í liðið RONALDO Í THE SUN Þeir sem gerst þekkja til halda því fram að á þessari mynd sé Ronaldo sem klipptur út úr tískuheimi homma. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ STYRMIR Sé svo að Ronaldo sé inni í skápnum segja strák- arnir í Styrmi að hann sé meira en velkominn í sínar raðir – þar líði öllum vel. Fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu Gus Gus nefnist Add this Song og fer það í loftið 22. júní. Lagið var tekið upp ásamt öðrum lögum plötunnar 24/7 í Tankinum við Önundarfjörð og í hljóðveri Gus Gus í Reykjavík. 24/7 er sjötta plata Gus Gus og kemur út 3. september hjá einu virtasta raftónlistarútgáfufyrirtæki heims, Kompakt. Platan átti upphaflega að koma út 6. júlí en ákveðið var að fresta útgáfunni um þrjá mánuði. Næstu tónleikar Gus Gus verða á skemmtistaðnum Vega í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Nýtt lag frá Gus Gus Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Kominn tími til. Gítarleikarinn Guðmundur Jóns- son samdi lagið en Stefán Hilmars- son textann. Þetta er fyrra lagið af tveimur sem koma út með Sálinni í sumar. Hið síðara, sem kemur út um mitt sumarið, samdi Guðmundur við texta Friðriks Sturlusonar bassaleikara. Sálin hefur verið dugleg við spila- mennsku síðan hún hélt afmælis- tónleika 14. mars í fyrra. Sveit- in ætlar að spila fram á haust og leggjast þá í híði yfir veturinn. Sálin fer á flakk SÁLIN Sálin hans Jóns míns gefur út tvö ný lög í sumar. SÁLIN Á NÆSTUNNI 13. júní: Hvíta húsið, Selfossi 19. júní: Spot, Kópavogi 20. júní: Sjallinn, Akureyri 27. júní: Versalir, Þorlákshöfn 4. júlí: Akranes („Lopapeysan 2009“) >FÓLK Hnefaleikakappinn Mike Tyson gekk í það heilaga í þriðja sinn um helgina. Sú heppna heit- ir Lakiha Spicer. Aðeins eru tvær vikur síðan ung dóttir Tysons af fyrra hjónabandi lést af slysförum. Allt sem þú þarftfylgir Fréttablaðinu á morgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.