Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 56
40 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður. 8 Óaðfinnanleg frammistaða hjá Gunnleifi. Enn eina ferðina er hann besti maður liðsins og bjargaði liðinu frá stærra tapi. Ólafur þarf ekki að sjá eftir því að hafa ákveðið að veðja á Gunnleif í þessa stöðu. Grétar Rafn Steinsson, hægri bakvörður. 3 Afar slakur leikur hjá honum. Duglegri að sækja en síðast en gekk illa að koma sendingum í teiginn. Var sofandi á köflum í vörninni eins og í fyrsta markinu þar sem dekkningin klikkar algjörlega hjá honum. Sölvi Geir Ottesen, miðvörður. 7 Flott innkoma hjá Sölva sem steig vart feilspor. Náði ágætlega saman við Kristján Örn. Stöðvaði ófáar sóknir og lét ekki teyma sig úr stöðu. Minnti rækilega á sig með þessari frammistöðu. Kristján Örn Sigurðsson, miðvörður. 7 Klassaleikur enn og aftur hjá honum. Braut niður sóknir, grimmur, ákveðinn og gerði engin mistök. Hefur spilað frábærlega í þessari undankeppni. Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri bakvörður. 6 Ágætis leikur hjá Bjarna. Stóð vaktina í vörninni vel, duglegur að sækja og skilaði fleiri boltum frá sér en Grétar. Missti af manninum í seinna markinu. Stefán Gíslason, tengiliður. 2 Gerði sitt allra besta til þess að spila sig úr liðinu. Vantaði allan kraft og grimmd, vann fáa bolta og skilaði litlu. Ömurlegt síðan að horfa upp á mann sem á að vera skapandi miðjumaður gera lítið annað en gefa tveggja metra sendingar eða ákveða að senda boltann til baka. Brynjar Björn Gunnarsson, tengiliður. 6 Kom með fínan kraft á miðjuna og bar höfuð og herðar yfir félaga sína á miðjunni lengstum. Dró þó ansi mikið af honum í síðari hálfleik í hitanum. Eggert Gunnþór Jónsson, tengiliður 5 Duglegur, grimmur og viljugur. Átti að veita sókninni stuðning sem gekk ekki sem skyldi. Skilaði þó ágætis varnarvinnu. Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður. 6 Eini leikmaður liðsins sem skapaði eitthvað í sókninni. Reyndi að láta menn taka á, átti sendingar og var duglegur. Fjaraði undan honum í síðari hálfleik. Pálmi Rafn Pálmason, hægri kantmaður. 4 Fékk eina færi Íslands í leiknum sem hann nýtti ekki nógu vel. Var duglegur en týndist á löngum köflum. Arnór Smárason, framherji. 5 Duglegur og kraftmikill strákur sem gaf allt sem hann átti. Ömurlegt að það hafi ekki verið hægt að nýta kraft hans og hæfileika betur en raun bar vitni. Varamenn: Birkir Már Sævarsson kom inn á fyrir Eggert Gunnþór á 62. mínútu. 4 Bætti engu við og sást ekki þann hálftíma sem hann var inn á vellinum. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á fyrir Pálma Rafn á 74. mínútu. - FRAMMISTAÐA LEIKMANNA Þjóðarleikvangurinn í Skopje Makedónía Ísland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–7 (7–1) Varin skot Jane 1 – Gunnleifur 5 Horn 7–0 Aukaspyrnur fengnar 12–17 Rangstöður 3–2 1-0 Aco Stojkov(10.) 2-0 Filip Ivanovski (86.) 2-0 Said Ennjimmi (6)Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun! Hefst 29. júní. nk. og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Tekur 8 vikur og er námskeiðsgjald kr. 24.000.- Skráning fyrir 26. júní á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Nánari uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is Sjá einnig á www.isi.is FÓTBOLTI Draumur Íslands um að ná öðru sætinu í 9. riðli í undan- keppni HM dó endanlega í Skopje í gær. Makedónía vann þá sann- gjarnan 2-0 sigur og það án þess að sýna nokkurn glansleik. Leikið var við gríðarlega erf- iðar aðstæður í Skopje en hitinn var yfir 35 stig. Þurfti því ekki að koma á óvart að stefna íslenska liðsins var að hægja á leiknum. Leikurinn fór ágætlega af stað en strax á 10. mínútu gaf íslenska liðið ódýrt mark. Brynjar Björn og Pálmi Rafn létu þá leika illa á sig, sending kom í teiginn þar sem Grétar Rafn klikkaði illilega á því að dekka Aco Stojkov eins og maður. Sá þakkaði Grétari pent fyrir sig með því að skalla boltann í netið á nærstöng. Þetta var fyrsta skot leiksins. Grátleg byrjun. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var skárri en í síðustu leikjum en þurfti samt nánast ekk- ert til. Bakverðirnir Bjarni Ólafur og Grétar voru duglegir að koma upp sem var framför. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega á köflum en þegar tókst að skapa eitthvað var ítrekað allt of fámennt í teign- um. Emil var hvað sprækastur við að búa til stöður, Arnór duglegur en það vantaði menn og slagkraft í sóknina. Makedóníumenn fengu tvö önnur ágæt færi í hálfleiknum en klúðr- uðu fyrst og svo varði Gunnleifur glæsilega einn gegn sóknarmanni. Þá svaf Grétar aftur á verðinum. Besta færi Íslands í hálfleikn- um kom á 24. mínútu. Þá átti Emil laglega sendingu á Pálma sem var í fínu færi í teignum. Skalli hans var slakur og beint á markvörðinn. Þar hefði Pálmi getað gert betur. Eftir 28 mínútna leik tók dóm- arinn leikhlé svo leikmenn gætu fengið sér vatn. Segir það meira en mörg orð um aðstæðurnar. Eftir þessa pásu var allur vindur úr okkar mönnum sem sköpuðu ekki neitt. Makedóníumenn voru ekk- ert að leika sérstaklega vel held- ur en voru ávallt geysihættulegir í skyndisóknum sem voru afar vel útfærðar hjá þeim. Fyrri hálfleikurinn var þokka- legur hjá Íslandi en botninn datt algjörlega úr leik liðsins í síðari hálfleik þegar liðið hætti að gera þá hluti sem gengu ágætlega í fyrri hálfleik. Á 55. mínútu var Ísland hepp- ið að fá ekki á sig víti þegar Emil virtist brjóta af sér í teignum. Á þeim tíma voru Makedóníu- menn ekkert að skapa né sækja fast. Það var Íslands að sækja en liðinu gekk ekkert að setja pressu á þá og ná boltanum. Það vantaði allan kraft og áræði í leikmenn sem virkuðu hreinlega bensín- lausir með öllu í hálfleiknum. Það gerðist í raun afar lítið í hálfleikn- um þar til síðustu fimm mínútur leiksins. Þá varði Gunnleifur í tví- gang úr dauðafærum. Makedóníu- menn komust á bragðið og mínútu síðar var skeiðað fram hjá varnar- mönnum liðsins, sending í teiginn þar sem Bjarni Ólafur var skrefi á eftir Ivanovski sem var í litlum vandræðum með að moka boltan- um í markið. Niðurstaðan enn eitt tapið í riðl- inum og draumurinn að ná öðru sætinu er endanlega úr sögunni. Það var svipuð saga í þessum leik og oft áður – liðið gaf ódýr mörk og skapaði ekkert í sókninni. Það náði einu skoti að marki í leiknum sem var skalli Pálma í fyrri hálf- leik. Annars var liðið ekki nálægt því að ógna Makedóníu. Stóri hausverkurinn hefur verið að skapa eitthvað þegar liðið er með boltann og Ólafi Jóhannes- syni hefur algjörlega mistekist að byggja upp einhvern sóknarleik hjá íslenska liðinu. Hann er ekki til staðar. Ítrekað eru nákvæmlega engar lausnir þegar Ísland fær tækifæri til að sækja. Er þá ekki bara verið að vísa í þennan leik þar sem liðið spilaði án Eiðs Smára. Framfarir hafa orðið í hugar- fari leikmanna sem og leik liðsins en það virðist vera afar langt í að þetta íslenska lið verði samkeppn- ishæft af einhverri alvöru á nýjan leik. Efniviðurinn til að gera betur er til staðar en smiðurinn Ólafur þarf að pússa hamarinn og berja fastar á naglana ef betri árangur á að nást í framtíðinni. henry@frettabladid.is Bitlaust og bensínlaust Makedónía lagði Ísland, 2-0, í steikjandi hita í Skopje í gær. Ísland er þar með endanlega úr leik í baráttunni um annað sætið í riðlinum. Sem fyrr gaf Ísland ódýr mörk og sóknarleikur íslenska liðsins er einfaldlega ekki til staðar. GRIMMUR Brynjar Björn Gunnarsson átti ágætan leik á miðjunni hjá Íslendingum í gær. Hann stendur hér í ströngu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1-0 Makedóníumenn skora hér fyrra mark sitt í leiknum. Gunnleifur liggur svekktur í grasinu og Grétar Rafn fórnar höndum eftir að hafa brugðist við að gæta mannsins sem skoraði markið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir að Ísland tapaði fyrir Makedóníu í undankeppni HM 2010 ytra í gær, 2-0. „Þetta voru vissulega ákveðin vonbrigði,“ sagði Ólafur. „Ég tel að Makedónía hafi nú verið betri í fyrri leiknum gegn okkur heima á Laugardalsvellinum,“ sagði hann en þá vann Ísland 1-0 sigur. „En nú fengum við mark á okkur á fyrstu tíu mínútunum annan leikinn í röð og það er eitthvað sem við ætluðum alls ekki að leyfa að gerast. Einn af okkar stóru möguleikum í leiknum var að halda þeim frá markinu okkar. En eftir markið líður þeim vel og fara í sinn leik án þess að vera að reyna eitthvað sérstakt. 1-0 er þó ekki mikil forysta og möguleiki fyrir okkur að koma okkur inn í leikinn. En við vorum bara afspyrnuslakir í okkar sóknarleik.“ Hann segir að meiningin hafi verið að laga sóknarleik- inn í síðari hálfleik. „Ég held að hann hafi bara versnað í þeim síðari. Við ætluðum að reyna að sækja framar á völlinn og reyndum að bæta í þegar 25 mínútur voru eftir. Þá setti ég Jóhann Berg og Birki Má inn á en báðir eru þeir fljótir leikmenn. Við héldum að það gæti nýst okkur eitthvað. Stefán hefði einnig mátt fara ofar upp á völlinn en því miður gekk þetta bara ekki eftir. Þetta var mjög erfitt hjá okkur í seinni hálfleik.“ Hann segist þó ekki sjá eftir neinu. „Ég stend og fell með því sem ég geri, það er ekkert flóknara en það. Það er hægt að segja ýmislegt um leikinn en ég gerði þetta svona.“ Uppskeran eftir sjö leiki í riðlinum eru aðeins fjögur stig og er Ólafur ekki ánægður með það. „Enginn okkar er ánægður með þá uppskeru og hef ég sagt það áður að það voru ákveðin vonbrigði að fá ekkert úr Skota- leikjunum. Þessi leikur varð svo nánast aldrei neinn leikur.“ Hann segist heldur ekki viss um að Ísland hafi verið að spila betur en stigafjöldinn segir til um. „Maður fær bara það sem maður á skilið. Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og höfum við verið að setja ákveðnar kröfur á okkur sjálfa. En því miður er uppskeran ekki mikil – það verður bara að viðurkennast.“ ÓLAFUR JÓHANNESSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: VONBRIGÐI Í MAKEDÓNÍU Við höfum fengið það sem við áttum skilið > Ísland úr leik Ísland á eftir tapið fyrir Makedóníu í gær engan möguleika lengur að ná öðru sætinu í 9. riðli undankeppni HM 2010. Það sæti veitir mögulega rétt á þátttöku í umspili um sæti á HM. Skotland og Makedónía eru nú bæði með sjö stig en Skotar eiga leik til góða. Norðmenn eru í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig, einu á eftir Íslandi en eiga tvo leiki til góða. Þeir mega þó alls ekki tapa gegn Skotum á heima- velli þann 12. ágúst næstkom- andi – þá verða þeir í sömu stöðu og Íslendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.