Fréttablaðið - 11.06.2009, Qupperneq 58
42 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR
1. RIÐILL:
Svíþjóð-Malta 4-0
1-0 Kim Källstrom (22.), 2-0 Daniel Majstorovic
(52.), 3-0 Zlatan Ibrahimovic (56.), 4-0 Marcus
Berg (58.)
STAÐAN:
Danmörk 6 5 1 0 13-2 16
Ungverjaland 6 4 1 1 8-2 13
Portúgal 6 2 3 1 8-4 9
Svíþjóð 6 2 3 1 6-2 9
Albanía 8 1 3 4 4-8 6
Malta 8 0 1 7 0-21 0
4. RIÐILL:
Finnland-Rússland 0-3
STAÐAN:
Þýskaland 6 5 1 0 18-4 16
Rússland 6 6 0 1 12-3 15
Finnland 6 3 1 2 8-10 10
Wales 7 3 0 4 5-7 9
Aserbaijan 5 0 1 4 0-5 1
Liechtenstein 6 0 1 5 1-15 1
6. RIÐILL:
Úkraína-Kasakstan 2-1
England-Andorra 6-0
1-0 Wayne Rooney (4.), 2-0 Frank Lampard (29.),
3-0 Rooney (38.), 4-0 Jermain Defoe (73.), 5-0
Jermain Defoe (75.), 6-0 Peter Crouch (80.).
STAÐAN:
England 7 7 0 0 26-4 21
Króatía 6 3 2 1 12-6 11
Úkraína 6 3 2 1 9-6 11
Hvíta-Rússl. 5 3 0 2 14-7 9
Kasakstan 7 1 0 6 7-22 3
Andorra 7 0 0 7 2-25 0
7. RIÐILL:
Færeyjar-Serbía 0-2
STAÐAN:
Serbía 7 6 0 1 15-5 15
Frakkland 5 3 1 1 7-6 10
Litháen 7 3 0 4 6-6 9
Austurríki 6 2 1 3 7-9 7
Rúmenía 6 2 1 3 7-10 7
Færeyjar 5 0 1 4 1-7 1
9. RIÐILL:
Makedónía-Ísland 2-0
Holland-Noregur 2-0
1-0 Andre Ooijer (32.), 2-0 Arjen Robben (50.).
STAÐAN:
Holland 7 7 0 0 16-2 21
Skotland 5 2 1 2 4-6 7
Makedónía 6 2 1 3 4-7 7
Ísland 7 1 1 5 6-12 4
Noregur 5 0 3 2 2-5 3
Undankeppni EM:
Belgía-Ísland 25-33
Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson
10/4 (13/5), Alexander Petersson 9 (11), Róbert
Gunnarsson 4 (4), Vignir Svavarsson 4 (4),
Rúnar Kárason 3 (4), Ragnar Óskarsson 3 (6),
Sigurbergur Sveinsson (1), Andri Stefan (1), Aron
Pálmarsson (4).
Varin skot: Björgvin Gústavsson 8 (25, 32%),
Hreiðar Guðmundsson 3 (11, 27%).
Hraðaupphlaup: 11 (Guðjón Valur 4, Alexander
4, Vignir 3).
Fiskuð víti: 5 (Guðjón Valur 2, Vignir 1, Róbert 1,
Ragnar 1).
Utan vallar: 8 mínútur.
ÚRSLIT
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
FERSKT & ÞÆGILEGT
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
Skoðaðu nánar á somi.is
HANDBOLTI Ísland vann í gær átta
marka sigur á Belgíu í undan-
keppni EM 2010 sem fer fram í
Austurríki, 33-25. Leikurinn var
þó alls ekki góður af hálfu íslenska
liðsins sem átti á köflum í stökustu
vandræðum með slakt lið Belga.
Til marks um það var munurinn í
hálfleik aðeins eitt mark en staðan
var þá 15-14, Íslendingum í vil.
Ísland skoraði aðeins eitt mark
fyrstu sjö mínútur leiksins og lenti
þá undir í eina skiptið í leiknum.
En það voru þó aldrei nein hættu-
merki á lofti og aldrei spurning
hvorum megin sigurinn myndi
lenda. Spurningin var aðeins hve-
nær íslenska liðið myndi loksins ná
að sigla endanlega fram úr.
Það gerðist ekki fyrr en að tíu
mínútur voru liðnar af síðari hálf-
leik. Alexander Petersson hefur
verið lengi frá vegna meiðsla og
gat af þeim sökum lítið spilað með
félagsliði sínu, Flensburg í Þýska-
landi, í vetur. En hann markaði
endurkomu sína í íslenska lands-
liðið með frábærum leik. Og það
var fyrst og fremst hann sem sá
til þess að Ísland næði endanlega
undirtökunum í leiknum.
Í stöðunni 16-16 skoraði hann
fjögur mörk í 7-1 spretti Íslands.
Hann var allt í öllu í sóknarleik
liðsins og var sem fyrr drjúgur í
vörninni. Guðjón Valur Sigurðs-
son var einnig duglegur að skila
sínu en saman skoruðu þeir nítj-
án af 33 mörkum Íslands – Guðjón
Valur skoraði tíu mörk og Alexand-
er níu.
Aðeins sex leikmenn íslenska
liðsins komust á blað í gær sem
segir mikið um þau forföll sem
eru íslenska liðinu og þau áhrif
sem þau hafa á sóknarleik liðsins.
Meiðsli hafa haft sitt að segja en
Ólafur Stefánsson er enn í sjálf-
skipuðu landsliðsfríi og munar
um minna.
Ísland á næst tvo heimaleiki í
riðlinum gegn tveimur sterkustu
andstæðingunum – fyrst gegn Nor-
egi á sunnudaginn og svo Mak ed-
óníu á þjóðhátíðardaginn. Loka-
leikur Íslands í riðlakeppninni
verður svo gegn Eistum ytra.
Sigur gegn Eistum fer langt
með að tryggja farseðilinn til
Austurríkis. Liðið þarf þó helst
minnst eitt stig úr heimaleikjunum
tveimur sem eru fram undan til að
gulltryggja annað efstu tveggja
sæta riðilsins.
En það er ljóst að Guðmundur
Guðmundsson og hans menn ætla
ekki í neinar reikningskúnstir
fyrir leikinn gegn Norðmönn-
um. Þeir ætla sér sigur og ekkert
annað. En til þess þarf að bæta
nánast allar hliðar í leik liðsins
miðað við frammistöðuna í gær.
eirikur@frettabladid.is
Alexander sá um Belgana
Alexander Petersson markaði endurkomu sína í íslenska landsliðið með frá-
bærri frammistöðu í átta marka skyldusigri á Belgíu í undankeppni EM 2010 í
gær. Leikurinn var þó langt frá því besta sem landsliðið getur boðið upp á.
ALEXANDER PETERSSON Átti stjörnuleik með Íslandi gegn Belgíu í gær.
NORDIC PHOTOS/AFP
HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds-
son var ekki ánægður með frammi-
stöðu leikmanna íslenska landsliðs-
ins gegn Belgíu ytra í undankeppni
EM 2010 í gær. Ísland vann með
átta marka mun, 33-25.
„Við náðum vissulega að laga
stöðuna á síðustu 20 mínútum
leiksins en við erum ekki ánægðir
með leikinn og við þurfum að gera
betur. Við þurfum að bæta okkur á
eiginlega öllum sviðum og höfum
nú til sunnudagsins að gera það.“
Ísland og Noregur eru efst og
jöfn í riðlinum og mætast í Laug-
ardalshöllinni á sunnudaginn.
Noregur vann í gærkvöldi sigur á
Makedóníu. „Við förum nú vel yfir
leik Noregs og Makedóníu og við
ætlum að sjálfsögðu að fara í leik-
inn gegn Norðmönnum til að sigra
í honum.“
Hann segir að það hafi verið
afar dýrmætt að fá leikinn gegn
Belgíu fyrir Noregsleikinn. „Það
var ómetanlegt. Það er oft við-
búið að það þurfi að slípa ýmis-
legt til eftir að liðið hefur ekki
komið saman svo mánuðum skipt-
ir. Nú þurfum við að vinna í okkar
málum.“
Alexander Petersson lék sinn
fyrsta landsleik eftir langvarandi
meiðsli og átti hann stórleik í gær.
„Það var gríðarlega mikilvægt að
fá hann inn. Frammistaða hans og
Guðjóns Vals stóðu upp úr í leikn-
um. Róbert var einnig drjúgur en
það voru reynsluboltarnir sem
drógu vagninn að þessu sinni.“
Guðmu ndur seg i r
að fylla þurfi Laug-
ardalshöllina bæði
gegn Norðmönnum
á sunnudag og gegn
Makedóníu á þjóð-
hátíðardaginn. „Við
þurfum á stuðningi
áhorfenda að halda,
nú sem aldrei fyrr.
Það þarf að fylla
höllina og vona ég
að fólk bregðist við
kallinu. Við þurfum
einfaldlega á því að
halda.“ - esá
Guðmundur Guðmundsson var ósáttur við frammistöðu íslenska liðsins:
Nauðsynlegt að fylla höllina
GUÐMUNDUR
GUÐMUNDSSON
Segir að laga þurfi
margt fyrir leikinn
gegn Noregi á
sunnudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Þó svo að Hollending-
ar hafi tryggt sér þátttökurétt í
úrslitakeppni HM í Suður-Afríku
á næsta ári með sigri á Íslandi
um liðna helgi gáfu þeir ekkert
eftir gegn Norðmönnum í gær.
Norðmenn þurftu nauðsynlega á
sigri að halda til að eiga raunhæfa
möguleika á öðru sæti riðilsins en
urðu að játa sig sigraða. Andre
Ooijer og Arjen Robben skoruðu
mörk Hollendinga.
Holland er því með fullt hús
stiga eftir sjö umferðir. Hið sama
má segja um Englendinga sem
áttu í litlum vandræðum með lið
Andorra á Wembley-leikvangin-
um í gær.
England vann 6-0 sigur með
tveimur mörkum frá Wayne Roon-
ey og Jermain Defoe auk þess
sem að Frank Lampard og Peter
Crouch skoruðu hvor sitt markið.
Tæplega 60 þúsund manns
mættu á völlinn í gær og var
Fabio Capello ánægður fyrir
þeirra hönd.
„Stuðningsmenn liðsins eru
okkur mjög mikilvægir og við spil-
uðum vel fyrir þá,“ sagði Capello
eftir leikinn. „Það var frábært
að sjá hversu margir mættu hér
í kvöld og kunnum við þeim bestu
þakkir fyrir,“ sagði Frank Lamp-
ard eftir leikinn.
David Beckham var í byrjun-
arliði enska liðsins í hundraðasta
skiptið á ferli sínum í gær. - esá
England slátraði Andorra og Holland vann 2-0 sigur á Noregi í gær:
Hollendingar gefa ekkert eftir
LITLI OG STÓRI Peter Crouch og Jerma-
in Defoe fagna marki í gær.
NORDIC PHOTOS/GETT