Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 62

Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 62
46 11. júní 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Jón Bjarnason. 2 Ingvar E. Sigurðsson. 3 Bubbi Morthens. LÁRÉTT 2. fræ, 6. kraðak, 8. farvegur, 9. skora, 11. guð, 12. tíðindi, 14. gróðabrall, 16. sjó, 17. sauðaþari, 18. námstímabil, 20. gelt, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. nauðsyn, 3. tveir eins, 4. verkfæri, 5. rjúka, 7. grátbiðja, 10. kirna, 13. eldsneyti, 15. klúryrði, 16. ákæra, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. frjó, 6. ös, 8. rás, 9. rák, 11. ra, 12. fregn, 14. brask, 16. sæ, 17. söl, 18. önn, 20. gá, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. þörf, 3. rr, 4. járnsög, 5. ósa, 7. sárbæna, 10. ker, 13. gas, 15. klám, 16. sök, 19. nr. „Það er enginn sem á einkarétt á stóru fólki í auglýsingum,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone. Hann óttast ekki lögsókn vegna sláandi lík- inda með nýrri sjónvarpsauglýs- ingu fyrirtækisins um risafrelsi og myndbandi Rolling Stones frá árinu 1994 við lagið Love Is Strong. „Ég held að það sé engin hætta á því. Við erum alls ekkert smeykir.“ Í báðum tilvikum spígspora risavaxnir leikarar og með- limir Stones í sitthvorri borg- inni, Reykjavík og New York, sem báðar virðast agnarsmáar í saman burðinum. Hrannar viðurkennir að mikil líkindi séu með verkunum tveim- ur. „Það þarf engan sérstakan rannsóknarlögreglumann til að sjá hvaðan hugmyndin er fengin. Við erum ekkert að þykjast hafa fundið upp hjólið,“ segir hann. „En þetta eru annars konar senur og öðruvísi settar upp. Okkar er í lit og hitt er svarthvítt. Hitt er klárlega rétt að þetta er mjög keimlíkt. Menn eru að nýta sér hugmyndir og aðferðir í kvik- myndasögunni ef svo má kalla til að gera flotta auglýsingu. Við erum ánægð með útkomuna og þetta vekur mikla athygli.“ Reynir Lyngdal leikstýrði aug- lýsingunni og viðurkennir einnig að hún sé undir áhrifum frá Stones- myndbandinu. Bæði verkin sæki aftur á móti innblástur til kvik- myndarinnar The Attack of the 50 Foot Woman frá árinu 1958. „Það er alltaf verið að vinna með gaml- ar hugmyndir. Er ekki alltaf verið að setja upp sömu leikritin og segja sömu söguna aftur?“ segir hann og bætir við: „Það er ekkert meira heillandi en risastórar konur, hvort sem þær eru í nútíð eða þátíð. Það var skemmtileg áskorun að prófa eitthvað svona. Þetta var tækni- lega flókið og erfitt. Fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann er það nokkuð sem heillar.“ Leikstjóri Stones-myndbands- ins var David Fincher, maðurinn á bak við Seven og Fight Club, og segist Reynir vera mikill aðdá- andi hans. „Það sem er merkilegt við þetta músíkvídeó er að það var gert árið 1994 og þeir höfðu ekki yfir að ráða sömu tækni og núna. Þetta var þriggja vikna planlegg- ing hjá okkur. Þessi auglýsing er gott dæmi um hvað tæknin í okkar bransa er orðin góð.“ freyr@frettabladid.is HRANNAR PÉTURSSON: ÞYKJUMST EKKI HAFA FUNDIÐ UPP HJÓLIÐ Vodafone óttast ekki lögsókn frá Rolling Stones UNDIR ÁHRIFUM Reynir Lyngdal viðurkennir að auglýsingin sé undir áhrif- um frá myndbandi Davids Fincher við lag The Roll- ing Stones, Love is Strong. Í báðum auglýsingum sjást risavaxnir leikarar stinga niður fæti í stór- borg. Upplýsingafulltrúi Vodafone óttast lögsókn frá rokk-risaeðlunum. „Ég fæ mér hafragraut með stöppuðum bönunum, rúsínum og sojamjólk.“ Kristjana Skúladóttir leikkona. Framleiðendur Fangavaktarinnar standa nú í ströngum samningavið- ræðum við Bubba Morthens um næsta einkennislag þáttanna en við Næturvaktina var það Kyrrlátt kvöld við fjörðinn og við Dagvaktina var það Fjöllin hafa vakað. Bubbi er gall- harður í samningum en stefnt er að því að lagið frá- bæra Aldrei fór ég suður verði einkennislag Fangavaktar- innar. Fréttablaðið sagði í gær frá því að Lilja Nótt Þórarinsdóttir muni líklega fara með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar í uppfærslu Benedikts Erlingssonar á Íslandsklukkunni í Þjóðleikhúsinu. Þá mun hún einnig leika stórt hlutverk í Gerplu. Nú er það svo að veigamikil kvenhlutverk eru af skornum skammti í leikbók- menntunum almennt og sannarlega í þessum verkum. Mun jafnréttisá- ætlun Þjóðleik- hússins í molum vegna þessa og flestar leikkon- ur hússins sjá sína sæng upp reidda í bili. Stjórnmálakonan Oddný Sturlu- dóttir gengur til liðs við sína gömlu félaga í Ensími á tónleikum á Nasa í kvöld. Oddný spilaði á hljómborð með sveitinni á fyrstu árum hennar en sagði síðan skilið við rokkið og ákvað að einbeita sér að stjórnmálaferlin- um. Margir bíða með mikilli eftirvæntingu eftir endurkomu hennar og því hvort hún búi enn þá yfir sömu töfrunum í fingrunum og áður. - jbg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er svona míní-sirkus. Ég byrja klukkan ellefu með kassagítarinn og spila gott tónleika- prógramm. Svo tekur Valli við með ferðadiskó- tekið sitt,“ segir tónlistarmaðurinn Björn Jör- undur. Björn og umboðsmaður hans, Valgeir Magn- ússon eða Valli sport, ætla að fara um landið og skemmta saman undir yfirskriftinni Líru- kassinn; á föstudagskvöldinu á Sauðárkróki og laugardagskvöld verða þeir á Siglufirði. „Í fyrsta skipti sem ég kem þar fram einn,“ segir Björn sem á ættir að rekja þangað. Björn Jörundur segist ekki vera að feta sín fyrstu spor sem trúbador þótt vissulega hafi hann aldrei áður komið opinberlega fram sem slíkur – en hann ætlar að flytja lög eftir sjálf- an sig. Björn segist oft hafa komið fram einn síns liðs í afmælis- og brúðkaupsveislum. „Þarna heyrir fólkið lögin eins og þau komu af beljunni. Höfundurinn að flytja lagið eins og þegar það varð til.“ Hljómsveitin Ný dönsk, þar sem Björn Jörundur er forsöngvari, var á samningi við háskólann á Bifröst – sem sérleg- ur erindreki skólans. Þetta uppátæki telst ekki samningsbrot. „Starfi okkar fyrir Bifröst lauk um síðustu helgi en samningurinn kvað á um að við lékum á einum dansleik í hverjum lands- fjórðungi. Við erum ekki skráðir þarna á neina braut eða búum við skyldumætingu,“ segir Björn sem jafnvel sér fyrir sér að þegar plötu- snúðurinn Valli Sport tekur við að verða á ball- inu. „Verð ég þá ekki að dansa við dömurnar sem geta skrifað sig niður á danskortið mitt?“ - jbg Björn Jörundur og Valli Sport túra saman MÍNÍSIRKUS BJÖRNS OG VALLA Eftir að trúbadortón- leikum Björns lýkur tekur Valli við – og mun þá Björn líklega stíga dansinn við dömurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kontratenórinn Sverrir Guðjóns- son gerði sér lítið fyrir og brá sér í gervi Toms Waits í brúðkaupi sonar síns, Ívars Arnar, og Örnu Aspar Guðbrandsdóttur í Heiðmörk um síðustu helgi. Söng hann tvö lög eftir hinn gróf- raddaða Waits, það síðara við eigin texta. „Ívar bað mig um að syngja lag sem er í miklu uppáhaldi hjá honum og konunni hans sem heit- ir All the World Is Green. Þetta er lagið þeirra og ég gat ekki skor- ast undan því,“ segir Sverrir. „Það vildi svo til að ég hef hlustað tölu- vert á Tom Waits í gegnum árin. Ég hrífst oft af röddum sem eru svo- lítið lifaðar og hann er náttúrulega mjög sérstakur. Hann tengir sig við kabarett og býr til myndir og sögur og setur í sérstakt form.“ Sverrir hefur sjálfur verið að vinna með röddina sína í gegnum ólíka stíla síðustu árin og fékk því í brúð- kaupinu kjörið tækifæri til að sýna á sér nýja hlið. „Ég hef verið að þróa yfirtóna- söng sem fer út í eins konar barkasöng, þannig að það er ekkert mjög langt frá Tom Waits.“ Sverrir valdi sjálf- ur hitt lagið og kaus hann að flytja Innoc- ent When You Dream við eigin texta. „Hann fjallar um hina einu sönnu ást. Að við stönd- um saman í gegnum skin og skúrir og að við þurf- um að halda utan um minningarn- ar.“ Viskípelinn var í brjóstvasan- um til að gera röddina rámari og skálaði Sverrir við gesti áður en hann lét vaða. „Það var ótrúlega skemmtilegt að gera þetta og þetta kom mjög á óvart, það er óhætt að segja það,“ segir hann og bætir við að brúðhjónin hafi verið í skýjunum. „Það greinilega féllu tár. Þetta hitti í hjartastað.“ - fb Sverrir Guðjóns breyttist í Tom Waits TOM WAITS Hinn gróf- raddaði Waits hefur lengi heillað Sverri. SVERRIR GUÐJÓNSSON Sverrir brá sér í gervi Tom Waits í brúðkaupi sonar síns um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR íslensk hönnun og handverk Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 | www.fridaskart.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.