Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 2
2 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Skrifi Alþingi undir Icesave-samninginn verða það afdrifaríkustu mistök í sögu þjóð- arinnar. Þetta fullyrða fulltrú- ar Indefence-hópsins svokallaða, og vísa í þrjú lögfræðiálit sér til stuðnings, sem þeir segjast hafa látið vinna fyrir sig. Sérfræðing- ur um milliríkjasamninga segir hins vegar ekkert í samningnum koma á óvart. Hart hefur verið deilt um nokk- ur ákvæði í Icesave-samkomulag- inu við Breta og Hollendinga, sem gert var opinbert í gær. Nokkr- ir lögfræðingar, ásamt stjórnar- andstöðuþingmönnum, hafa lýst yfir gríðarmiklum efasemdum um samninginn og áhrif hans á íslenskan efnahag. Stjórnvöld kalla fullyrðingar þeirra hræðslu- áróður. Í umræðum um samninginn á Alþingi í gærkvöldi voru stjórnar- andstæðingar ákaflega harðorðir og kröfðust þess að Alþingi hafn- aði samningnum. Stjórnarliðar sögðu Íslendinga ekkert val hafa. Þetta væri illskásta niðurstaða sem í boði væri. Jóhannes Þ. Skúlason hjá Ind- efence bendir til dæmis á ákvæði 7, 11 og 16,3 í samningnum. Í ákvæði ellefu eru taldar upp 11 leiðir sem Hollendingar hafa til að gjaldfella ríflega 200 milljarða samninginn samstundis. Meðal annars er þar kveðið á um að hægt sé að gjald- fella samninginn lendi Íslending- ar í vanskilum með eitthvað annað lán. Einna harðast hefur verið tekist á um ákvæði 16,3. Jóhannes full- yrðir að með því séu allar eigur íslenska ríkisins lagðar að veði geti Íslendingar ekki borgað af láninu. Kæmi til þess gætu Hol- lendingar og Bretar krafist hvaða eigna íslenska ríkisins sem er upp í skuldina, með vísan til Lugano- samningsins svokallaða, sem er alþjóðréttarsamningur um fulln- ustu og aðfararhæfi sem sé í fullu gildi á Íslandi. Þetta aftekur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra með öllu, og segir að einungis sé um hefðbundið ákvæði að ræða sem finna megi í öllum samningum um milliríkjalán. Jóhannes Karl Sveinsson, lögfræðingur og sér- fræðingur í milliríkjasamningum, er sammála Steingrími. Jóhannes Karl segir að ekkert í samningnum komi sérstaklega á óvart. Jóhannes Skúlason bendir jafn- framt á ákvæði númer 7 í samn- ingnum, eða svokallað jöfnun- arákvæði. Í því sé kveðið á um að verði einhverjum kröfuhafa veitt greiðsla úr tryggingasjóði umfram tuttugu þúsund evra lág- markið muni það sama ganga yfir alla kröfuhafa. Nú þegar undirbýr fjöldi hollenskra kröfuhafa mál á hendur Íslendingum og ætla að láta reyna á réttmæti neyðarlag- anna, sem þeir telja að hafi mis- munað kröfuhöfum milli landa. Jóhannes segir að ef þeir vinna mál sína eða að samið verði við þá geti skuld ríkisins hækkað gríðar- lega á svipstundu. stigur@frettabladid.is MENNING Sýning á handgerðum brúðum verður opnuð á morgun í Árbæjarsafni. Þær eru eftir lista- konuna Margréti Guðnadóttur, sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir þessa sköpun. Bómullarefni er í brúðunum og hárið er úr ull. Í búk þeirra er spiladós sem flytur vöggu lagið angurværa Sofðu unga ástin mín. Mikil vinna er lögð í fötin, sem saumuð eru upp úr gömlum dúkum og öðrum fallegum, endur- nýttum efnum. Brúðurnar eru af báðum kynj- um og Margrét nefnir þær Freyju og Frey. - gun / sjá allt í miðju blaðsins Brúðurnar Freyja og Freyr: Eru með spila- dós í búknum MARGRÉT GUÐNADÓTTIR Er þekkt fyrir körfur sínar og lampa. Nú hafa brúðurnar bæst við. Prentun Fréttablaðsins var flýtt um tvær stundir í gærkvöld. Ástæðan var sú að rafmagn var tekið af í Garðabæ í nótt, þar sem Ísafoldarprentsmiðja er til húsa, vegna vinnu Hitaveitu Suður- nesja við aðveitulínu. Af þessum sökum er ekki unnt að birta úrslit bikarleikja í knatt- spyrnu sem fram fóru í gærkvöld. Prentun flýtt um tvær stundir MENNING „Ég sel það svo sem ekki dýrara en ég keypti það, en margir kunnáttumenn í faginu segja mér að Smáfuglar sé orðin mest verð- launaða stuttmynd sögunnar,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri. Smáfuglar, stuttmynd Rúnars, bætti við sig enn einum verðlaun- unum þegar hún var valin besta myndin á alþjóðlegu Arcipelago- stuttmyndahátíðinni í Róm í gær- kvöldi. Þessi verðlaun eru þau 48. í röðinni fyrir Smáfugla, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí á síðasta ári. „Það væri asnalegt ef ég væri ekki stoltur af þessum árangri,“ segir Rúnar, sem útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum um síðustu helgi. „Stuttmyndir hafa tveggja ára líftíma á hátíðum, þannig að Smáfuglar fer á eftirlaun næsta sumar. Þangað til mun ég halda áfram að fylgja henni eftir á hátíðum víða um heim. Ég fer til dæmis til Slóvakíu á morgun á kvik- myndahátíð þar.“ Rúnar segir engan hörgul á verkefnum eftir útskriftina úr kvikmyndaskólanum. „Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa tvöfaldan ríkisborgararétt sem leikstjóri. Danir líta á mig sem danskan þegn í þeim efnum vegna þess að ég stundaði námið hér. Það er gott, því það er tak- markað hversu mörgum sjóðum er hægt að fá úthlutað úr í hverju landi. Ég stefni á að hefja tökur á mynd í fullri lengd á Íslandi næsta sumar, og svo hef ég líka nokkur járn í eldinum hér í Danmörku. Ég verð bara að ákveða hvaða járn á að hamra,“ segir Rúnar Rúnars- son. - kg Smáfuglar eftir Rúnar Rúnarsson hefur fengið 48 verðlaun um allan heim: Mest verðlaunaða stuttmyndin RÚNAR RÚNARSSON SMÁFUGLAR Stuttmynd Rúnars hefur hlotið 48 verðlaun á því eina ári sem liðið er frá frumsýningu. LÖGREGLUMÁL Miklum verðmætum var stolið úr vörubifreið Línubor- unar ehf., þar sem hún var á vinnu- svæði við Nesjavallaveg ofan við Nesjavallavirkjun fyrir nokkrum dögum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á tímabilinu frá klukkan sjö á fimmtudagskvöldið til klukk- an sjö á föstudagsmorgun 12. júní síðastliðinn. Einnig var brotist inn í vinnu- vélar á svæðinu og verkfærum og hljómtækjum stolið úr þeim. Meðal þess sem stolið var úr vöru- bifreiðinni var ljósavél af gerð- inni SDMO, blá að lit, sex 800 mm steinsagarblöðum, tvær hand- steinsagir, 12 kjarnaborum, tvær stýriskrónur, Hilti-sleðasög, 12 og 24 volta hleðslu- og starttæki, dráttarkeðja, sex hífingastrappar, tvær skafttalíur og bílageislaspil- ari af Alpine-gerð. Þarna er um að ræða verðmæta muni og má áætla að tjónið hlaupi á nokkrum millj- ónum króna. Á vettvangi voru ummerki eftir vörubifreið sem ætla má að hafi verið notuð til að flytja búnaðinn á brott. Lögreglan á Selfossi biður hvern þann sem getur gefið upp- lýsingar sem leitt gætu til þess að upplýsa málið að hafa samband í síma 480 1010. NESJAVELLIR Bíllinn sem stolið var úr var á vinnusvæði ofan við Nesjavallavirkjun Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum að stórfelldum þjófnaði: Munum fyrir milljónir stolið Afburðanemar fá styrki Ellefu styrkir til afburðanemenda sem hefja nám við Háskóla Íslands í haust voru veittir á þriðjudag. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niður- fellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45.000 krónur. MENNTUN Clinton olnbogabrákuð Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, datt á leið sinni í Hvíta húsið í gær með þeim afleiðing- um að hún brákaðist á olnboga. Hún þarf að fara í aðgerð í næstu viku en mun að öðru leyti ekki þurfa að taka sér frí frá störfum. BANDARÍKIN Kristín, ertu gáttuð á þessu? „Alveg utangátta.“ Leikritið Utan gátta, eftir Sigurð Pálsson, hlaut sex verðlaun á Grímunni, þar á meðal sem besta sýningin. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrði verkinu. WASHINGTON, AP Dýraverndunar- samtökin PETA hafa sent Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, „Katcha Bug“, tæki sem gerir fólki kleift að góma flugur innandyra og sleppa þeim svo lifandi utan- dyra. Í viðtali við sjónvarpsstöð- ina CNBC á þriðjudag drap Obama flugu sem settist á hönd hans. Bruce Friedrich, talsmaður PETA, segir samtökin berjast fyrir mannúðlegri meðferð á öllum dýrum, stórum sem smáum. „Að drepa flugu í sjónvarpinu bendir til þess að forsetinn sé ekki fullkominn,“ segir Friedrich. Fjöl- miðlafulltrúar Hvíta hússins hafa ekki viljað tjá sig um málið. - kg Dýraverndarsamtökin PETA: Obama gómi flugur með tæki SLYS „Líklega hafði ég ekki hugann við stýrið heldur eitthvað annað, eins og allir sem koma að stjórn landsins þessa dagana,“ segir Svandís Svavars dóttir umhverfis- ráðherra, sem varð fyrir því óláni að falla af reiðhjóli sínu á mótum Skuggasunds og Lindargötu í gærdag. Svandís, sem lenti á höfðinu í götunni, var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann til aðhlynningar, en reyndist ekki alvarlega slösuð. „Ég fékk dálitla kúlu á höfuðið, en ætti að vera komin á ról fljótlega,“ segir Svandís, og bætir við að hún hafi í hyggju að kaupa sér hjálm áður en hún stígur aftur á reiðhjól. „Þetta er besti ferðamátinn,“ segir Svandís Svavarsdóttir. - kg Svandís Svavarsdóttir: Ráðherra féll af reiðhjóli sínu SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Á ALÞINGI Í GÆRKVÖLDI Hörð orð féllu um Icesave-samninginn á þingi í gærkvöldi. Áhorfendur á þingpöllum klöppuðu og hrópuðu þegar hvatt var til þess að samningurinn yrði ekki staðfestur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Harðar deilur um Icesave-samninginn Stjórnarandstæðingar og fulltrúar Indefence-hópsins segja Icesave-samninginn, sem opinberaður var í gær, hræðilegan. Ekki megi staðfesta hann. Stjórnarliðar segja samkomulagið illskásta kostinn og saka andstæðinga um hræðsluáróður. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.