Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 6
6 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR Er rétt af Árna Johnsen og Bjarna Benediktssyni að skrá ekki fjárhagslega hagsmuni sína á vef Alþingis? Já 14,8% Nei 85,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú prófað kannabisefni? Segðu skoðun þína á Vísir.is SVEITARSTJÓRNIR Nú standa 9,4 milljónir króna eftir frá lands- söfnuninni Samhugur í verki sem efnt var til eftir mannskætt snjó- flóð á Flateyri árið 1995. Íbúa- samtök Önundarfjarðar vildu að um 5,3 milljónir króna af upp- hæðinni yrðu notaðar í vaðlaug við sundlaugina á Flateyri en bæjarráð Ísafjarðar hafnaði því þar sem sviðstjóri framkvæmda- sviðs bæjarins sagði vaðlaugina mundu hafa lítið notagildi og kosta 600 þúsund krónur í rekstri á ári. Hins vegar var samþykkt að nota samtals fjórar milljónir af söfnunarfénu til félagsheimil- isins, björgunarsveitarinnar og umhverfismála. - gar Samhugur í verki: Níu milljónir enn ónotaðar Á FLATEYRI Íbúar fá ekki vaðlaug fyrir söfnunarfé vegna snjóflóðsins 1995. UMHVERFISMÁL Bæjarráð Akur- eyrar hefur tekið vel í erindi Sigurðar Guðmundssonar versl- unarmanns og annars áhuga- fólks um eflingu miðbæjarins á Akureyri um að Ráðhústorgið verði lagt með túnþökum í sumar. Óskað er eftir því að bæjar- yfirvöld heimili og aðstoði við að þökuleggja torgið og hefur bæj- arráðið falið bæjarstjóranum að ganga frá málinu. Sigurður var í sex manna hópi sem í skjóli nætur fyrir verslunarmanna- helgina í fyrrasumar klæddi Ráðhústorgið grænu grasi. Vakti það uppátæki almenna ánægju á Akureyri. - gar Bæjarráð Akureyrar: Þökur aftur á Ráðhústorgið RÁÐHÚSTORGIÐ Akureyringar nutu þess að flatmaga í grasinu í fyrrasumar. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt þrítuga konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn starfsmönnum Fjöl- skyldudeildar Akureyrarbæjar. Konan var fundin sek um að hafa slegið einn starfsmann í höfuðið og hótað öðrum því að smita hann af HIV. Hún sló jafn- framt þriðja starfsmanninn í andlitið með blóðugu glerbroti, þannig að starfsmaðurinn hlaut þriggja sentimetra skurð, auk þess sem hætta skapaðist á að hann smitaðist af lifrarbólgu B og C. Þá hótaði hún tveimur starfsmannanna lífláti. Héraðs- dómur hafði áður dæmt konuna í átján mánaða fangelsi. - sh Dæmd í 15 mánaða fangelsi: Hótaði að smita konu af HIV SAMFÉLAGSMÁL „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóð- hátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa.“ Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir hús- inu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar,“ bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnn- um sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir banka- hrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir.“ Hann segist hafa fengið þau svör í bank- anum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þess- ar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjón- um með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísund- inni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugg- lega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka,“ segir hann að lokum. - jse Maðurinn sem reif húsið lenti í ógöngum með lán sem tekið var í erlendri mynt og fyrirtækjarekstur: Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið BJÖRN MIKKAELSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýknað konu af samtals 6,7 millj- óna króna kröfu nítján stúlkna á hendur henni, en stúlkurnar sóttu allar námskeið á hennar vegum í innanhússstílistun árið 2007. Konurnar greiddu 560 þúsund krónur fyrir námskeiðið, en kröfðust endurgreiðslu á grund- velli þess að námskeiðið hefði ekki verið í samræmi við fyrir- heit. Héraðsdómur féllst á rök stúlknanna. Hæstiréttur hefur nú snúið dómnum, vegna þess að stúlkurn- ar hafi sótt lítt skilgreint og dýrt nám utan skólakerfisins á sína eigin ábyrgð. - sh Slakt innanhússstílistanám: Nítján stúlkur tapa dómsmáli STJÓRNSÝSLA „Eva Joly hefur orð á sér fyrir að vera afar sjálfstæð og slíku fylgir jafnan það gjald að vera umdeildur í leiðinni,“ segir Mads Andenæs, prófessor við laga- deild Háskólans í Ósló. Hann segir að oft hafi staðið styr um störf hennar í Noregi, þar sem hún hafi viðhaft harðar kröfur. Spurður hvort það sé óheppilegt hjá Íslendingum að hafa þingmann á Evrópuþinginu í þessari stöðu segir hann. „Það getur vissulega leitt til erfiðra aðstæðna eins og þarna virðist vera komin upp en ég tel að það sem fyrir henni vaki sé að viðhalda sjálfstæðis sínu, ég tel ekki að nein pólitískur tilgangur sé á bak við slíkar kröfur frá henni,“ segir Mads. Hann segir umræður um van- hæfni vegna fjölskyldutengsla síður en svo vera alíslensk fyrir- bæri. „Þetta kemur annað slagið upp hér í Noregi. Þetta eru afar erfið mál og hingað til hefur það verð tilhneiging in að aðhafast sem minnst en það er að breytast. Hins vegar getur það verið afar erfitt að setja ríkis saksóknara af og ég hef ekki þá innsýn inn í þetta mál til að geta dæmt um það í þessu til- viki. Það er vissulega óheppilegt að komin sé upp spenna milli hennar og ríkissaksóknara en ég tel að sú ákvörðun Íslendinga að fá hana til liðsinnis hafi verið kjörkuð og lík- lega rétt ákvörðun. Það væri afar slæmt, tel ég, ef hún færi.“ - jse Lagaprófessor við Háskólann í Ósló segir Evu Joly óháða þrátt fyrir þingstörfin: Segir Evu umdeilda en óháða EVA JOLY Íslendingar vildu fá Evu þar sem hún er sjálfstæð, segir Mads Andenæs, en þeir sem verja sjálfstæði sitt eru oft afar umdeildir og þá getur óheppileg staða komið upp. VIÐSKIPTI Skemmtiferðaskipið Móna Lísa kom til hafnar á Akureyri í gær en það var síðan tengt sérstökum búnaði frá On Waves, dótturfyrirtæki Símans, sem gerir farþegum og áhöfn kleift að nota farsíma sína um borð hvar sem skipið er. Síminn afgreiðir síðan símtölin líkt og þau færum fram á Íslandi. Gerðir hafa verið samningar við 53 skemmtiferðaskip og eru 43 þeirra þegar tengd. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir að fyrirtækið hafi með þessum hætti tryggt sér aðgengi að um níutíu þúsund viðskipta- vinum. Móna Lísa er fyrsta skemmtiferðaskipið sem fyrir- tækið Míla tengir fyrir Símann. - jse Síminn og Míla: Tengja Mónu Lísu á Akureyri MÓNA LÍSA Skemmtiferðaskipið við Akureyrarhöfn í gær. Stal barni af spítala Lögregla í Mexíkó fann í gær dags- gamalt barn sem hafði verið stolið af spítala í Mexíkóborg. Starfsmaður á spítalanum hafði stolið barninu úr vöggu. Við yfirheyrslu sagðist hann hafa fengið barnið að gjöf frá móður þess. Móðirin kannaðist ekki við það. MEXÍKÓ DÓMSMÁL „Það er ánægjulegt að kærunefndin skuli hafa stöðvað þetta ferli því það var klúður í uppsiglingu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um þá ákvörðun kærunefndar útboðs- mála að stöðva gerð samninga við Vodafone um símaþjónustu fyrir Landspítalann. Eins og kom fram í Fréttablaðinu 4. júní kærði Síminn þá ákvörðun Ríkiskaupa að semja við Vodafone fjarskiptaþjónustu fyrir Landspít- alann. Vodafone bauð hagstæðari kjör í útboði í mars, eða 185 millj- ónir króna fyrir þriggja ára samn- ing en Síminn bauð 227 milljónir. Síminn taldi að Vodafone uppfyllti skilyrði útboðsins þar sem fyrir- tækið hefði neikvæða eiginfjár- stöðu. Tilboðin áttu að renna út í maí en Ríkiskaup frestuðu samninga- gerðinni. Í bréfi Júlíusar S. Ólafs- sonar, forstjóra Ríkiskaupa, til Símans sagði að þótt tilboðsgjafi hefði neikvætt eigið fé þegar hann skilaði inn tilboði mætti gera undanþágu ef eigið féð væri jákvætt þegar kæmi að undirritun samnings – sem í þessu tilviki væri stefnt að í byrjun júlí. Ríkisbank- arnir Landsbankinn, Straumur og Íslandsbanki eiga nú samtals tvo þriðju hluta í Teymi, móður félagi Vodafone. Kærunefnd útboðsmála stöðvaði í fyrradag samningana við Voda- fone þar til hún tekur endanlega afstöðu til kæru Símans. Nefndin segir það meginreglu útboðsrétt- ar að breyta ekki í meginatriðum skilmálum útboðs eftir að tilboð- um er skilað inn því það raski jafn- vægi milli bjóðenda. „Mögulega má gera undantekn- ingar frá þessu ef allir þátttak- endur útboðsins samþykkja eða ef málefnalegar ástæður réttlæta breytinguna,“ segir nefndin og bendir á að ekki hafi allir tilboða- gjafar samþykkt að framlengja til- boðin. „Þá fær kærunefnd ekki séð að málefnalegar ástæður réttlæti að framlengja gildistíma tilboða,“ segir nefndin, sem kveður „veru- legar líkur“ á að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum. Hrannar Pétursson, forstöðu- maður almennatengsla hjá Voda- fone, sagði ákvörðun kærunefndar útboðsmála enn ekki hafa borist fyrirtækinu. Því gæti hann að svo stöddu ekki lýst afstöðu Vodafone til niðurstöðu nefndarinnar. - gar Kærunefnd stöðvar Vodafone-samning Þar sem gildistími tilboða var úti segir kærunefnd útboðsmála verulegar líkur á að lög séu brotin með því að semja við Vodafone um símaþjónustu fyrir Land- spítalann. Samningar eru því stöðvaðir uns niðurstaða fæst í kærumáli Símans. SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON HRANNAR PÉTURSSON Sími: 512 5000 MEST LESNA D AGBLAÐ Á ÍSL ANDI landið mitt norðurland FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Það sem er í langmestu uppá- haldi hjá mér um þessar mundir er svartur hettukjóll sem Sara í Nakta apanum hannaði. Ég hef notað hann mikið upp á síðkast- ið, enda er hann mjög þægileg- ur,“ segir verslunarkonan Birna Melsted. Við kjólinn klæðist hún bleikum leggings úr smiðju Birnu á Skólavörðustígnum. Birna held- ur upp á marga ísle k Þ eru frá þeim. Ég á til dæmis slá með slaufu aftan á frá þeim sem er ofsalega sparileg. Hægt er að taka slaufuna af og við það verð- ur hún ekki alveg jafn fín, þannig að það er líka hægt að nota hana hversdags.“ Aðrir íslenskir hönnuðir sem Birna heldur upp á eru þau G ar Hil ug fatabransanum en hún rekur barnafataverslunina Hnokka og hnátur sem lengi var á Skóla- vörðustíg og er flestu áhuga- fólki um barnaföt að góðu kunn. Verslunin er nú flutt í Hverafold í Grafarvoginum en enn þá er þar að finna söm f Fataskápurinn fullur af íslenskum kjólum Verslunarkonan Birna Melsted er veik fyrir fallegri hönnun, þægilegum sniðum og góðu efni. Hún reynir eftir fremsta megni að kaupa föt eftir íslenska hönnuði, sem henni þykja skara fram úr. Birna Melsted heldur upp á svarta hettukjólinn sem Sara í Nakta apanum hannaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÍFIÐ VIÐ HÖFNINA kallast sýning sem Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur opnað í tilefni af 100 ára afmæli Hafnar- fjarðarhafnar. Á sýningunni er fjöldi ljósmynda, muna og sagn- fræðilegra texta sem varpa ljósi á sögu hafnarinnar. Sýningin er í forsal Pakkhússins á Vesturgötu 8 og er aðgangur ókeypis. Í tilefni af 25 ára afmæli okkar bjóðum við allar vörur og þjónustu með 25% afslætti í viku FIMMTUDAGU R4. júní 2009 — 131. tö lublað — 9. árg angur BIRNA MELST ED Á fullan fatas káp af íslenskri hönn un • tíska • heimili Í MIÐJ U BLAÐSINS Laxness á arabís ku Gengið hefur ver ið frá samningum u m að gefa Brekku- kotsannál út á arabísku. FÓLK 46 JÓN VIÐAR JÓ NSSON Óverjanleg sta ða Rúnars í Grím unefnd Undarlegt fyrirk omulag verðlau nanna FÓLK 46 Pilsner og snakk hjá Rauða krossinum Spurningakeppni og Herbert Guðmundsson í Rauða kross- húsinu. FÓLK 36 Sóttu sömu tíma Sólveig Valgerður Stefánsdóttir útskrifast ásamt d ætrum sínum. ÓT 26 LANDIÐ MITT NORÐURLAN D Tónleikar, sýn ingar og almenn hátíð arhöld Sérblað um No rðurland FYLGIR FRÉTT ABLAÐINU Í D AG. Ó OLTI Eiður Smári Guðjoh n- Í l d Framtíð Eiðs hj á Barca: Tek ákvörðun í lok sumars STJÓRNSÝSLA „Við munum að sjálfsögðu kæra áður en þessi samningur k emst á,“ segi r Sævar Freyr Þráinsson, fo rstjóri Síman s, um þá ákvörðun Ríkiskaupa a ð semja við V oda- fone um fjars kiptaþjónustu fyrir Landsp ítal- ann. Um er að ræð a þriggja ára samning um fjarskiptaþjó nustu fyrir L andspítala – háskólasjúkr ahús. Síminn bauð 227 mil ljónir króna í hinn umdeilda ver khluta en Vod afone (Og fjarskipt i ehf.) 185 mi lljónir, eða 42 millj- ónum minna. Sævar segir bjóðendur ha fa átt að sýna fram á jákvæða ei ginfjárstöðu. Það hafi Vodafon e ekki getað g ert enda veri ð með neikvæða eig infjárstöðu u pp á 1.200 mi lljón- ir króna. „Leikreglur v erða að vera skýrar og eft ir þeim farið. V ið erum ósátt við að ríkisfy rir- tækið Vodafo ne fái þennan samning me ð því að menn svei gi reglur,“ se gir Sævar og vísar til þess að stæ rstu eigendur Teymis, móð urfé- lags Vodafon e, eru ríkisfy rirtæki. Í bréfi Júlíus ar S. Ólafsson ar, forstjóra R ík- iskaupa, til S ímans útskýr ir hann skilm ála um eiginfjárs töðu. „Í þessa ri grein er ge rð- ur sá fyrirva ri að sé eigið fé bjóðanda e kki jákvætt þega r tilboðum er skilað sé hei milt að gera unda ntekningu ve rði eigið fé já kvætt við undirritu n samnings s em í þessu til viki er stefnt að af h álfu bjóðanda að verði í by rjun júlí. Samkvæ mt þessari gr ein er ekki hæ gt að líta svo á að t ilboð Og fjars kipta uppfyll i ekki útboðskilmál a,“ segir fors tjóri Ríkiskau pa. Í dag greiða k röfuhafar Te ymis atkvæð i um frumvarp til nauðasamnin ga. Samkvæm t því eignast ríkisf jármálafyrir tækin Landsb ank- inn, Straumu r og Íslandsb anki samtals 67 prósent í Tey mi. „Á sama tíma og reglur eru sveigðar í þá gu Vodafone er a lmenningur a ð greiða tæpl ega 31 þúsund mi lljónir til þes s að bjarga þv í að þetta fyrirtæ ki og önnur f yrirtæki Tey mis geti starfað á fram á marka ði,“ segir Sæv ar sem kveður þ etta fela í sér gríðarlegt ój afn- ræði gagnvar t öðrum fjars kipta- og upp lýs- ingatæknifyr irtækjum. „Þótt þjóðféla gið gangi nú í gegnum erf - iða tíma og þ að þurfi að hj álpa fyrirtæk jum megum við e kki víkja frá þeim grundv allar- reglum sem h alda þjóðféla ginu gangand i,“ segir forstjór i Símans. - gar Ríkiskaup sö gð sveigja reg lur Forstjóri Sím ans kærir Rík iskaup fyrir a ð semja við V odafone um fjarskiptaþjó nustu þótt ei ginfjárstaða Vodafone sé neikvæð. Rík iskaup segja eigið fé Voda fone munu v erða jákvætt við undirritu n samninga. Leikreglur ve rða að vera sk ýrar og eftir þeim far ið. Við erum ósátt við að ríkisfyrirtæ kið Vodafone fái þennan samning með því að menn sveigi reglur. SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON FORSTJÓRI SÍM ANS FRÉTTABLAÐIÐ Í Frétta- blaðinu 4. júní sagðist forstjóri Símans telja að Ríkiskaup væru að beygja reglur í þágu Vodafone, sem væri í raun í eigu ríkisins. Daginn eftir sagði upplýsingafulltrúi Vodafone í Fréttablaðinu að Síminn væri með Vodafone á heilanum. sdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hd kadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ ry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbru @ ilur Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Hrannar Pétursson svarar forstjóra Símans Síminn hefur á undanförnum árum misst marga af sínum stærstu við- skiptavinum yfir til Vodafone. Þau eru teljandi á fingrum annarrar handar útboðin sem Síminn hefur unnið, oft- ast vegna þess að fyrirtækið hefur ekki boðið sambærilegt verð og aðrir en í sumum tilvikum hefur Síminn einfald- lega ekki staðist tæknilegar kröfur í útboðunum. Í því ljósi er sá pirringur forstjóra Símans, sem birtist m.a. á forsíðu Fréttablaðsins í gær og beindist að Vodafone, skiljanlegur. Hinn eflaust ágæti forstjóri hlýtur hins vegar að tala gegn betri vitund þegar hann heldur því fram, að skattgreiðendur þurfi að greiða tugi milljarða svo Vodafone og önnur dótturfélög Teymis (sem er móðurfélag Vodafone) geti starfað áfram á markaði. Slík ummæli eru beinlínis kjánaleg, því ekkert slíkt stendur til. Þvert á móti er fjárhagslegri endurskipulagningu Teym- is ætlað að tryggja hagsmuni íslensku bankanna og koma í veg fyrir að byrðar lendi á skattgreiðendum. Engar skuldir verða felldar niður, heldur verður hluta þeirra breytt í hlutafé. Fyrri eigendur missa allt sitt, en nýir eigendur standa eftir með verðmæt fyrirtæki sem skapa þeim miklar tekjur. Rekstur Vodafone gengur vel og sann- gjarn hagnaður af starfseminni mun renna til nýju eigendanna. Bankarnir hafa hins vegar lýst því yfir, að þeir hyggist ekki eiga fyrirtækið til lengri framtíðar og selja það hæstbjóðanda í opnu og gagnsæju ferli síðar meir líkt og önnur dótturfyrirtæki Teymis. Starfsmenn Vodafone láta það ekki trufla sín daglegu störf, þótt stærsti keppinauturinn okkar sé með Vodafone á heilanum. Þvert á móti eykur það samheldnina í okkar hópi og viljann til að veita bestu fjarskiptaþjónustuna á markaðnum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vodafone. Kjánalegar fullyrðingar HRANNARPÉTURSSON RÚSTIRNAR Einbýlishúsið á Álftanesi er gjörónýtt eftir að maðurinn beitti á það skurðgröfu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.