Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 10
 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Á maður ekki að geta treyst upplýsingum sem koma fram í bæk- lingum fyrirtækja? Jóhann Frímann hafði samband vegna Byko- bæklings þar sem aug- lýst var ferðagasgrill á 9.900 kr. og sagt að „þrýstijafnari og slanga fylgja“. Þegar Jóhann lét á þetta reyna í Byko á Akureyri var honum sagt að þrýstijafnar- inn og slangan kostuðu 3.900 kr. aukalega. „Ég var ekki sáttur og náði í bæklinginn og sýndi starfsmanni og öðrum sem virtist vera yfirmaður,“ skrif- ar Jóhann. „Sá staðfesti að þrýstijafnarinn fylgi ekki með í kaupunum. Fyrst rök- studdi hann það með því að í bæklingnum væri fyrirvari um mögulegar breytingar. Þegar ég var ekki sáttur við það svar, var næsta mótbára sú að þetta væri prentvilla og hann ítrekaði það þegar ég mótmælti!“ Niðurstaðan hjá Jóhanni var að láta nokkur vel valin orð falla um lélegt við- skiptasiðferði og strunsa út. Björk Þórarinsdóttir hjá Expo sem sá um gerð Byko-bæklingsins svarar: „Þarna hefur greini- lega átt sér stað mis- skilningur og mannleg mistök innanhúss hjá Byko. Lagerinn sem var í viðkomandi verslun var frá því í fyrra og þá fylgdi ekki með þrýsti- jafnari og slanga með. Í sendingunni sem kom síðasta haust fylgdi aftur á móti þrýstijafn- ari og slanga með. Að sjálfsögðu átti þrýsti- jafnari og slanga að fylgja með öllum ferðagasgrillum hvort sem þau voru úr eldri sendingu eða nýlegri. Mistökin liggja í því að réttu upp- lýsingarnar komust ekki til skila í allar verslanir og biðst Byko hér með afsök- unar á þessum leiðu mistökum. Að sjálf- sögðu er hægt að treysta upplýsingum sem koma í Byko-blaðinu, en því miður getur komið fyrir að leiðindavillur fari í prent og við höfum lagt okkur öll fram við að leysa þau mál með hagsmuni viðskipta- vina að leiðarljósi.“ Þessu til viðbótar má bæta við að Byko býðst til að gefa Jóhanni ferðagasgrill. Með þrýstijafnara og slöngu. Neytendur: Einn óánægður með Byko-bækling Ballaðan um þrýstijafnara og slöngu BYKO-BÆKLINGURINN Jóhann fékk ekki þrýstijafnara og slöngu þótt það stæði í bæklingnum. UMHVERFISMÁL Lömunareitrið PSP hefur greinst í kræklingi úr Eyjafirði, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Stofnunin varar sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði. Í sýnum sem nýlega voru tekin til þörungaeitursgreiningar reyndist magn PSP vera rétt undir viðmiðunarmörkum en magn Alexandrium-þörunga sem valda eitrun yfir hættu- mörkum. Áhrif PSP-eitrunar á spendýr eru í því fólgin að eitrið truflar natríumbúskap taugafrumna, sem leiðir af sér truflun á taugaboðum og getur valdið lömun, öndunarerfiðleikum og jafnvel dauða. Þessi gerð þörungaeitrunar hverfur úr skelfiskinum á skömmum tíma eftir að þörungar hafa horfið af haf- svæðinu. Fylgst verður á næstunni með þróun mála, að því er fram kemur hjá MAST. Varað er við neyslu á skelfiski þar til sýnt hefur verið fram á að PSP-eitur sé undir viðmiðunarmörkum í kræklingi. Við tínslu á villtum kræklingi þarf að hafa í huga að hann gæti verið eitraður. Ef grunur er um eitrun eftir neyslu á skelfiski ætti strax að leita læknis. - jss Matvælastofnun varar sterklega við tínslu og neyslu skelfisks: Eitraður kræklingur í Eyjafirði KRÆKLINGUR Fólki er bent á að neyta ekki kræklings úr Eyjafirði vegna eitrunarhættu. Helgarblaðið: Ferðalög Töfrar Indlands – í Fréttablaðinu á morgun. Jónmundur Guðmarsson fráfarandi bæjarstjóri Seltjarnarness í helgarviðtali. Létu langþráðan draum rætast - Eyþór Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir og skemmtigarðurinn þeirra í Grafarvogi. TEHERAN, AP Írönsk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjuárásir hryðjuverkamanna á kjördag í forsetakosningunum fyrir tæpri viku. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti leyniþjónustumála tókst lögreglu og leyniþjónustustofnunum að koma í veg fyrir sprengjuárásir í moskum og á fjölförnum stöðum í höfuðborginni Teheran síðasta föstudag þegar forsetakosningar fóru fram. Að sögn fulltrúa ráðuneytisins skipulögðu nokkrir hryðju verka - hópar árásirnar í sameiningu. Hann segir alla hópana tengjast fornum óvinaríkjum Írana, þar á meðal Ísrael. Margir mótmælendur í Teheran klæddust svörtu í gær til að syrgja þá sem fallið hafa í átökum í landinu síðan á mánudag. Þetta var fjórði dagurinn í röð sem úrslitum forsetakosninganna var mótmælt. Talið er að yfir hálf milljón hafi tekið þátt í mótmælunum. Forsetaframbjóðandinn Mir- Hossein Mousavi, sem varð annar í forsetakjörinu fyrir tæpri viku, hvatti mótmælendur til að klæðast sorgarklæðum til að heiðra minn- ingu þeirra sem létust í skotárás öryggissveita á mánudag. Mousavi hvatti í gær stuðningsmenn sína til að halda áfram mótmælum, en þó með friðsömum hætti. Byltingarráðið í Íran hefur kallað frambjóðendurna þrjá sem biðu ósigur í kosningunum til að bera vitni vegna rannsóknar á framkvæmd kosninganna. kjartan@frettabladid.is Segjast hafa komið í veg fyrir hryðjuverk Yfirvöld í Íran segjast hafa komið í veg fyrir sprengjuárásir á kjördag fyrir tæpri viku. Mótmælendur klæddust svörtu í Teheran í gær til að syrgja hina föllnu. TEHERAN Talið er að yfir hálf milljón hafi tekið þátt í mótmælum í höfuðborg Írans í gær. Margir klæddust svörtu til að syrgja þá sem féllu í skotárás öryggissveita. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.