Fréttablaðið - 19.06.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 19.06.2009, Síða 11
• Fyrsta álið sem Julia og Charles Martin Hall framleiddu. • Fyrsta álverið, Pittsburgh 1888. • Afkastagetan var 23 kílógrömm á sólarhring. • Charles Martin Hall. • Rafgreiningarker í fyrsta álverinu. • Paul Héroult. • Julia Hall. www.alcoa.is Konur, til hamingjumeð daginn Konan á bak við Alcoa Alcoa hóf starfsemi sem sprotafyrirtæki í Bandaríkjunum fyrir rúmum 120 árum. Það byggðist á uppfinningum ungs efnafræðings, Charles Martins Hall. Færri vissu að hann átti systur, Juliu Hall, sem var líka efnafræðingur og saman unnu þau að því að finna upp nýja aðferð til að framleiða ál. Hún vann ötullega að tilraun- unum og skráði allt nákvæmlega niður. Þessi nákvæma skráning gerði þeim auðveldara en ella að fá einkaleyfi á þessari aðferð, en á sama tíma og þau gerðu uppfinningar sínar fann Frakkinn Paul Héroult upp svipaða aðferð. Þessi aðferð við að framleiða ál með rafgreiningu er notuð enn þann dag í dag og kennd við þessa upp- finningamenn og kölluð Hall-Héroult-aðferðin. Julia Hall var alla tíð nánasti viðskiptafélagi Charles bróður síns, þótt hún ætti ekki sæti í stjórn fyrirtækisins eða hefði þar formlega stöðu. Þau reistu fyrsta álver heims í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 1888 í samvinnu við nokkra fjárfesta. Þetta sprotafyrirtæki er nú einn stærsti álframleiðandi í heimi og á og rekur Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði. Það er stefna fyrirtækisins að nýta starfskrafta bæði karla og kvenna við rekstur Fjarðaáls. Þessi saga er rifjuð upp hér til að varpa ljósi á konu sem ekki hefur átt stóran sess í viðskipta- sögunni. Bróðir hennar hefur að mestu hlotið heiðurinn af uppfinningu þeirra. Alcoa Fjarðaál óskar íslenskum konum til hamingju með 19. júní 2009. Í tilefni dagsins bjóðum við konum á Austurlandi að þiggja kaffi og veitingar í álverinu milli kl. 16:00 og 18:00. Verið velkomnar. ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 4 66 12 0 6. 20 09

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.