Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 16
16 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 31 Velta: 48 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 265 +0,31% 739 +0,68% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic Airways 162,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 485,00 +0,00% ... Bakkavör 1,20 +0,00% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,70 +0,00% ... Føroya Banki 121,50 +0,00% ... Icelandair Group 5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 53,40 +0,00% ... Össur 112,00 +0,00% Um mánaðamótin stendur til að Seðlabanki Íslands skili forsætis- ráðherra fyrstu drögum að úttekt á stöðu krónunnar. Frá því var greint á aðalfundi bank- ans í apríl að vinna ætti slíka úttekt. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er skýrslugerðin nokkuð ítar- leg og verða kallaðir til bæði inn- lendir og erlendir sérfræðingar. Stefnt er að því að vinnunni verði lokið næsta vetur, en í áfangaskýrslunni til ráðherra verður farið yfir helstu punkta sem fyrirséð er að verði í loka- skýrslunni og þá stefnu sem tekin verður í skýrslugerðinni. - óká Ráðherra fær áfangaskýrslu Kletthálsi 13 fös. 12-18, lau.-sun 12-16 Sími 660 0030 Inngangur Allt að 80% afsláttur Takmarkað magn af öllu LAGERHREINSUN Nýtt kortatímabil SÍÐUSTU DAGAR Í ljósi þróunar hagstærða ræddu nefndarmenn peningastefnu- nefndar Seðlabanka Íslands mögulega vaxtaákvörðun á bilinu núll til tvö prósentustig og lækk- un innlánsvaxta um allt að 1,25 prósentustig, fyrir vaxtaákvörð- un sína fyrir hálfum mánuði. Eftir atkvæðagreiðslu um til- lögu seðlabankastjóra var sam- þykkt eins prósentustigs lækkun stýrivaxtanna, í tólf prósent. Tveir nefndarmenn vildu halda stýrivöxt- um óbreyttum. „Allir nefndarmenn voru sammála um að innlánsvextir skyldu verða óbreyttir, 9,5 pró- sent,“ segir í fundargerð peninga- stefnunefndar. Fundargerðin var samkvæmt venju gerð opinber á vef Seðlabankans í gær, tveimur vikum eftir vaxtaákvörðunina sem var fjórða þessa mánaðar. Í fundargerðinni kemur fram að sumir nefndarmenn hafi haft af því áhyggjur að enn ríkti óvissa um hvort traust pólitísk samstaða hefði skapast um verulegan nið- urskurð útgjalda ríkisins. Líkt og fram kom í rökstuðningi hennar með vaxtaákvörðuninni var því ákveðið að sjá til og meta eftir hendinni áhrif aðgerða ríkisins og áhrif á mótun stefnunnar í peningamálum. Ákvörðun um ráðstafanir í ríkisfjármálum á þessu ári og skuldbinding stjórn- valda um aðhald til ársins 2012 væri grundvöllur þess að endur- heimta traust markaðarins og skapa svigrúm til áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds. Fram kemur að sumir nefndar- menn hafi lagt sérstaka áherslu á að mikil lækkun stýrivaxta gæfi óviðeigandi skilaboð um hvernig peningastefnunefndin sinnti því markmiði að tryggja gengis- stöðugleika. „Nefndarmenn töldu mikilvægt að aukin áhersla yrði á að framfylgja gjaldeyrishöftum. Einn nefndarmaður taldi auknir möguleikar á að fara í kring um gjaldeyrishöftin væri ein helsta ástæða gengislækkunar krónunn- ar í maí,“ segir í fundargerð pen- ingastefnunefndar Seðlabankans. - óká SEÐLABANKASTJÓRARNIR Arnór Sig- hvatsson aðstoðarseðlabankasstjóri er einn peningastefnunefndarmanna og Svein Harald Øygard seðlabankastjóri er formaður nefndarinnar. Að auki eiga sæti í henni Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoëga prófessor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir vaxtaákvörðun 4. júní síðastliðinn birt í gær: Tveir af fimm vildu ekki lækka vexti Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sem fram fór á þriðjudag ákveðið að lækka útlánavexti sjóðsins. Vextir íbúðalána með upp- greiðsluákvæði verða 4,6 pró- sent og 5,1 prósent á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Lækkun- in nemur 0,1 prósenti, en vaxta- ákvörðunin tók gildi í gær. Útboðið á þriðjudag var fjórða útboð Íbúðalánasjóðs á árinu. Greining Íslandsbanka segir sjóð- inn hafa tekið tilboðum fyrir 3,5 milljarða króna í lengstu flokkana tvo, en áhersla á þá sé til komin vegna þess að meðallíftími eigna- hliðar sjóðsins fari hækkandi vegna þeirra úrræða sem nú sé í auknum mæli beitt til að mæta greiðsluvanda skuldara. - óká Íbúðalánasjóð- ur lækkar vexti íbúðalána Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 10,5 prósent síðustu 12 mánuði, samkvæmt nýbirtum tölum Fast- eignaskrár. Íbúðaverðið lækkaði um 0,7 prósent milli apríl og maí, en hálfsárslækkunin er 10,3 prósent. Í umfjöllun hagfræðideildar Landsbank- ans kemur fram að fjölbýli hafi lækkað um 1,6 prósent í maí, á meðan sérbýli hafi hækkað um 2,4 prósent. „Umtalsvert meira flökt er á mánaðabreytingum vísitölunnar á sérbýli heldur en fjölbýli, en síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan fyrir sérbýli lækkað um sjö prósent en fyrir fjölbýli um 11,5 pró- sent,“ segir í umfjöllun deildarinnar. „Íbúða- verð hefur þegar lækkað um um það bil 13 prósent að nafnvirði og tæplega 28 prósent að raunvirði frá því að það náði hámarki haustið 2007. Í grunnspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að íbúðaverð muni lækka um um það bil 32 prósent að nafnvirði og 46 pró- sent að raunvirði frá 2007 til 2011.“ - óká Í GRJÓTAÞORPI Í REYKJAVÍK Rúmur helmingur af þeirri lækkun húsnæðisverðs sem Seðlabankinn spáði frá hámarki er kominn fram. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íbúðaverð lækkað um tíund

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.