Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 18
18 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Í samstarfsyfirlýsingu ríkis-stjórnar er gert ráð fyrir
stjórnlagaþingi sem kosið verði
til í síðasta lagi samhliða sveitar-
stjórnarkosningunum 2010.
Viðfangsefni þingsins verður
heildstæð endurskoðun stjórnar-
skrárinnar.
Stjórnarskráin er æðst
íslenskra laga. Núverandi stjórn-
arskrá er nú orðin 65 ára, var sett
17. júní 1944, sem lög nr. 33/1944.
Breytinga er þörf á ýmsum
ákvæðum hennar m.a. 2. mgr. 65.
gr. stjórnarskrárinnar, þar sem
segir: „Konur og karlar skulu
njóta jafns réttar í hvívetna.“
Ákvæðið er ágætt í sjálfu sér. Því
var bætt í stjórnarskrána með
lögum 97/1995. Hins vegar hefur
í framkvæmd, eða í tæp 15 ár,
allt frá setningu ákvæðisins verið
brotið gegn því. Hérlendis búa
konur við stöðug stjórnarskrár-
brot og reyndar einnig brot á jafn-
réttislögum, meðan launamunur
kynja er 38% á landsbyggðinni og
um 19% á höfuðborgarsvæðinu;
þar af er óútskýrður launamunur
17%. Kynbundin launamismunun
er viðvarandi og þ.a.l. búum við
við viðvarandi stjórnarskrárbrot.
Tölfræðin sýnir svo ekki verður
um villst að ákvæði 2. mgr. 65.
gr. stjórnarskrárinnar er snið-
gengið. Í þessu sambandi er vert
að hafa í huga að 2. mgr. 65. gr.
er lagaákvæði en ekki markmiðs-
yfirlýsing. Það þarf að tryggja
betri framfylgd við ákvæði 2.
mgr. 65. gr., því afleiðingar brota
gegn því eru grafalvarlegar.
Athygli vekur að hvergi í
stjórnar skránni er kveðið á um
rétt þjóðfélagsþegna til lífs. Ein-
ungis segir í 2. mgr. 69. gr. að í
lögum megi aldrei mæla fyrir um
dauðarefsingu. Það þýðir þó ekki
að menn geti gengið hér um höggv-
andi mann og annan því varnaðar-
áhrif t.a.m. 211. gr. almennra
hegningarlaga eru sterk. Þar
segir: „Hver, sem sviptir annan
mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki
skemur en 5 ár eða ævilangt.“
Varnaðaráhrif við brotum gegn
2. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinn-
ar eru hvergi nærri jafnsterk, en
þyrftu að verða það. M.ö.o okkur
þykir réttur manna til lífs svo
sjálfsagður að hann þarf ekki sér-
stakrar stjórnarskrárverndar,
kynjajafnrétti hins vegar nýtur
stjórnarskrárverndar en okkur
þykja sjálfsagðar fréttir af
brotum gegn því.
Galli á 2. mgr. 65. gr. er einnig
að karlar njóta ekki stjórnarskrár-
verndaðs jafns réttar á við aðra
karlmenn og konur að sama skapi
ekki á við aðrar konur. Sé t.d. karl
með lægri laun en annar karl, sem
vinnur sömu vinnu, getur hann
ekki byggt rétt á stjórnarskránni,
sem aðeins tiltekur að konur og
karlar skuli njóta jafns réttar í
hvívetna. Breyta þyrfti 2. mgr.
65. gr. eitthvað á þá leið að „þjóð-
félags þegnar skuli njóta jafns
réttar í hvívetna“.
Það er vonandi að ríkisstjórn
félagslegs réttlætis, kvenfrelsis
og siðbótar takist að byggja upp
nýtt þjóðfélag þar sem allir, konur
og karlar, njóta í raun jafns rétt-
ar. Það er vandasamt verk þegar
litið er til þess hversu lítið hefur
þokast í þessum málum á þeim 90
árum sem liðin eru síðan konur
fengu kosningarétt og þar með
óbeinan rétt til ákvörðunartöku
í þjóðfélaginu. Seint gengur að
breyta ríkjandi viðhorfum í jafn-
réttismálum.
Þó ber að líta til þess að í ár, á
90 ára afmæli kvenfrelsisdagsins,
hafa margir mikilvægir áfang-
ar náðst í jafnréttisbaráttunni.
Nægir þar að nefna sögulega
hátt hlutfall kvenna á Alþingi, en
konur eru 43% þingmanna, auk
þess sem Íslendingar eignuðust
sinn fyrsta kvenforsætisráðherra,
Jóhönnu Sigurðardóttur. Hversu
merkilegur sá áfangi er sést, þar
sem á heimsvísu (en í heiminum
eru u.þ.b. 194 ríki) hafa einungis
100 konur gegnt stöðu forsætis-
ráðherra eða forseta með fram-
kvæmdarvald sl. 50 ár. Sú fyrsta
var Sirimavo Bandernaike frá
Sri Lanka (1960), en á eftir komu
Indira Gandhi, Indlandi (1966) og
Golda Meir, Ísrael (1969). Í mörg-
um tilvikum hafa konur komist til
valda í kjölfar erfiðleika í heima-
löndum sínum. Vigdís Finnboga-
dóttir verður alltaf fyrirmynd, því
þau börn, sem ólust upp um það
leyti sem Íslendingar gerðu hana
að fyrsta lýðræðislega kjörna
kvenforseta í heimi, 1980, sem
sýnir að okkur Íslendingum hefur
stundum í heimssögunni ratast á
að taka réttar ákvarðanir, finnst
ekki nema sjálfsagt að konur séu
að öllu leyti jafnsettar körlum.
Jafnrétti í raun (sérstaklega
hvað varðar jöfn laun og jafnrétti
við stöðuveitingar) og virðing við
jafnréttisákvæði stjórnarskrár-
innar ættu þó að vera markmið,
sem stefna ætti að fyrir aldar-
afmæli kvenréttindadagsins, 19.
júní 2019.
Höfundur er lögfræðingur.
Á kvenfrelsisdegi
UMRÆÐAN
Halla Gunnarsdóttir skrifar um jafn-
réttismál
Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið.“
Það væri eflaust hægt að nota ofangreind
ummæli í spurningakeppni og láta þátttak-
endur giska á hvenær þau féllu og af hvaða
tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr
einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu
raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki.
Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu
1926.
Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá
því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla.
Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu
fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnar-
stigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær
ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi
ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá
fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að tak-
marka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða
eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri.
Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar
til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920
var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta
lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun
reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir
héldu að kosningaréttur kvenna myndi
hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem
frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína
með því að benda á að konur myndu hvort eð
er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og
barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur.
Af þessu getum við kannski hlegið í dag
en ef við lítum okkur nær, getur verið að
viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelp-
ur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með
völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karl-
ar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegn-
um fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti?
Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi
fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta
áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur
kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna
hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl,
metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á
veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og
kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur
áfram.
Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Fullkomið jafnrétti?
HALLA
GUNNARSDÓTTIR
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
Í DAG | Stjórnlagaþing
og kynjajafnrétti
T
ilveran getur verið undarlega öfugsnúin og mótsagna-
kennd. Meðal þess sem fyrst var gagnrýnt eftir hrunið
í haust var frammistaða fjölmiðla landsins á góðæris-
tímanum. Fjölmiðlarnir þóttu ekki hafa staðið vaktina
nægilega vel. Þeir voru sagðir hafa verið of gagnrýnis-
lausir, ef ekki beinlínis meðvirkir með viðskiptalífinu. Þeir áttu að
hafa forðast að ræða tiltekin mál og farið silkihönskum um valda
einstaklinga.
Þessi gagnrýni átti rétt á sér að stórum hluta. Fjölmiðlar,
háskólasamfélagið, Alþingi og jafnvel rithöfundar landsins, sem oft
fanga veruleikann betur í skáldverkum sínum en nokkur fréttamið-
ill, sáu ekki það sem var að gerast fyrir framan augun á þeim.
Í kjölfar hrunsins myndaðist sterkur samhljómur um að slíkt
ástand mætti ekki skapast aftur. Kröftug umræða upphófst um
nauðsyn þess að hverjum steini yrði velt við, öll mál rædd á alla
kanta, alveg niður til botns. Allt upp á borðið varð vinsælasti
frasinn.
Átta mánuðum eftir hrun er þó svo komið að hávær hópur fólks
vill ekki að rætt sé um viss mál og einstaklinga nema með einum
ákveðnum hætti. Alveg eins og á góðæristímanum.
Þessi afstöðu má til dæmis sjá í viðbrögðum við vangaveltum
um stöðu Evu Joly, ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, í pistli sem birtist
á þessum stað á þjóðhátíðardaginn.
Í þeim viðbrögðum kemur fram á afgerandi hátt sú hugmynd
að einungis sé leyfilegt að hafa eina skoðun á Evu Joly, og eina
skoðun á því hvort framlag hennar við rannsókn bankahrunsins
hafi verið heppilegt.
En dagar einnar skoðunar eru liðnir. Það eru engin mál til
lengur sem ekki má ræða. Og enginn einstaklingur er heilagur,
sem betur fer.
Stóryrtum æsingamönnum sem gera sig breiða á bloggsíðum,
flestir í skjóli nafnleysis, tekst ekki að stöðva gagnrýna umræðu,
eins og virðist vera þeirra heitasta ósk þessa dagana.
Það var bráðnauðsynlegt að fá erlenda sérfræðinga til aðstoðar
við rannsókn, enduruppbyggingu og tiltekt í íslensku efnahags-
lífi. Sérfræðingarnir eru fólk, alveg eins og innfæddir, og um þá
má fjalla silkihanskalaust. Um þá þarf beinlínis að ræða eins og
aðra.
Þeir sem telja sig hafa 100 prósent rétt fyrir sér og þola ekki
skoðanir annarra eru hættulegir öfgamenn. Það má ekki láta slíka
menn ná yfirtökum á umræðunni og hrekja af sviðinu þá sem vilja
velta stöðu mála fyrir sér með gagnrýnum hug.
Sífellt fjölgar þeim sem vilja ekki taka þátt í þjóðmálaumræð-
unni, vegna þess að þeir kæra sig ekki um mögulegar afleiðingar
af því að leggja orð í belg. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun.
Of margir eru komnir í felur fyrir æsingamönnunum. Það er
beinlínis vont fyrir samfélagið að láta þá taka yfir umræðuna, með
subbulegu orðfæri, uppnefnum og hótunum um blaðabrennur og
heimsóknir heim til þeirra sem þeir eru ósammála. Slík uppgjöf
er ekki valkostur.
Hættulegt óþol fyrir skoðunum:
Hverjir mega
segja hvað?
JÓN KALDAL SKRIFAR
Róttæk mótmæli
Gripið var til einhverra róttækustu
mótmæla sem sést hafa hér á landi
á Álftanesi á þjóðhátíðardaginn,
þegar maður eyðilagði hús sem hann
tapaði í gjaldþroti með skurðgröfu.
Maðurinn segir að með þessu vilji
hann vekja athygli á veikri réttar-
stöðu sinni og ná sér niðri á Frjálsa
fjárfestingarbankanum, sem hafi
knúið hann í gjaldþrot. Bankahrunið
hafi verið hryðjuverk og hann
viljað gjalda líku líkt.
En hverjir fá
reikninginn?
Eyjubloggarinn
Guðmundur
Rúnar
Svansson finnur annan flöt á þessu
máli. Hann bendir á að Frjálsi
fjárfestingarbankinn sé í eigu
Spron, sem sé aftur komið undir
skilanefnd frá ríkiseigu. „Þetta
er því banki í ríkiseigu,“ skrifar
Guðmundur, sem gerir ráð fyrir
að tjónið lendi á ríkissjóði, það er
skattgreiðendum. „Í ljósi þess hlýtur
að vera eðlilegt að fjölmiðlar spyrji
manninn hvort honum hefði ekki
verið meinalaust að finna ódýrari
leið til að vekja athygli á bágri
réttarstöðu sinni,“ bætir hann
við.
Berhöfðaðir græningjar
Betur fór en á horfðist þegar
Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra datt af reiðhjóli
sínu í gær og fékk höfuðhögg með
þeim afleiðingum að hún vankað-
ist lítið eitt og var flutt á sjúkrahús.
Svandís var ekki með hjálm og var
haft eftir henni í fréttum Stöðvar
tvö í gær að hún ætlaði að gera
bragarbót á því hið fyrsta. Svandís
ætti ef til að draga Katrínu Jakobs-
dóttur, flokkssystur sína og
menntamálaráðherra,
með sér, en á dögunum
birtust myndir af
Katrínu þar sem hún fór
hjólandi af ríkisstjórnar-
fundi – berhöfðuð eins
og Svandís.
bergsteinn@frettabladid.is