Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 20
19. júní 2009 FÖSTUDAGUR2
LISTASUMAR Á AKUREYRI verður sett í Ketilhúsinu í 17. skipti í dag
og er þar boðið upp á glæsilega dagskrá. Sendiherra Noregs opnar sýningu á
verkum norsk/íslenska málarans Kaare Espolin Johnson. Nánari upplýsingar
eru á vef Menningarmiðstöðvarinnar, http://listasumar.akureyri.is.
„Ég hef alltaf verið mikil dúkku-
kerling og sem barn var ég byrj-
uð að sauma dúkkuföt áður en
ég kunni almennilega að halda á
nál,“ segir listakonan Margrét.
Hún kveðst hafa tekið upp þráð-
inn aftur í fyrrasumar og í þetta
sinn ekki látið nægja að sauma
föt heldur líka skapa brúðurnar. Í
þeim kom hún svo fyrir spilverki
þannig að þegar þær eru trekktar
upp hljómar íslenska vöggulagið
Sofðu unga ástin mín. „Mér fannst
svo dásamleg tilhugsun að vera
með dúkku í fanginu sem spilaði
þetta angurværa lag,“ segir hún.
Margrét segir Árbæjarsafn
hafa boðið sér að hafa sýningu á
brúðunum sem verða 20 saman
og hver með sinn persónuleika.
Þær eru úr bómullarefni og fyllt-
ar með íslenskri ullarkembu. „Svo
sauma ég hárið úr ull, fékk ullar-
reifi úr Skorradalnum og þvoði
með tilþrifum,“ lýsir Margrét og
kveðst í þessari iðju leitast við að
ná stemningu liðinna áratuga með
nýtingu á íslenskum, náttúruleg-
um efniviði og endurvinnslu. „Ég
kaupi ekki efni í eina einustu flík
heldur eru þær allar saumaðar
upp úr gömlum dúkum, koddaver-
um, viskastykkjum og einhverj-
um fallegum efnum sem mér hafa
áskotnast eða ég geymt á kistu-
botni. Ég hef aldrei hent fallegri
tusku.“
Sýningin í Árbæjarsafni verð-
ur opnuð á morgun klukkan tvö í
Listmunahorninu inn af Krambúð-
inni og verður opin á afgreiðslu-
tíma safnsins til 2. júlí. Eftir það
verða brúðurnar, sem heita Freyja
og Freyr, til sölu í Kirsuberjatrénu
á Vesturgötu 4 en Margrét er ein
af listakonunum þar og er þekkt
fyrir spiladósir sínar, körfur og
lampa úr pappír og tágum. Hún
frumsýndi brúðurnar á handverks-
markaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í
fyrrahaust og fékk viðurkenningu
fyrir sem áhugaverða nýsköpun.
Spurð að lokum af hverju þær séu
allar ljóshærðar svarar hún bros-
andi: „Einhverra hluta vegna pass-
aði þeim ekki að vera dökkhærðar
heldur með norrænt útlit og í ljós-
um klæðum.“ gun@frettabladid.is
Aldrei hent fallegri tusku
„Litfríð og ljóshærð og létt undir brún“ er lýsing sem gæti átt við brúður Margrétar Guðnadóttur. Svo eru
þær söngelskar í þokkabót. Á morgun verður opnuð sýning á þeim í Listmunahorni Árbæjarsafns.
„Einhverra hluta vegna passaði þeim ekki að vera dökkhærðar heldur með norrænt
útlit og í ljósum klæðum,“ segir Margrét um dúkkurnar sem hún heldur sýningu á í
Árbæjarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Viðbúið er að þetta verði rosaleg keppni.
Enda verða þátttakendur þarna að berjast
við hver annan, hjólin og auðvitað slóð-
ina,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, formað-
ur Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem stendur
fyrir vélhjólaíþróttakeppni á svæði félags-
ins við Litlu kaffistofuna á morgun klukk-
an 18.01.
Þetta er áttunda árið í röð sem keppn-
in fer fram, en hún er jafnframt stærsta
vélhjólaíþróttakeppni ársins. Tæplega tvö
hundruð manns á öllum aldri taka þátt,
þar sem eins upp í þriggja manna lið
keppa í svokölluðum þolakstri. Þá þeysa
keppendur eftir sextán kílómetra braut
frá klukkan 18.01 og þar til mínúta er
gengin í eitt. „Þannig verður þetta
líka Jónsmessunæturkeppni,“ útskýr-
ir Hrafnkell og bætir við að keppendur,
sem séu einir sínir liðs, þurfi því að
keyra í sex klukkustundir. „Þetta
er ekki með erfiðari íþróttum
að ástæðulausu.“ Verðlauna-
afhending og grill verða fyrir
keppendur eftir það. Nánar á
www.motocross.is. - rve
Keppt í sex klukkutíma
STÆRSTA VÉLHJÓLAÍÞRÓTTAKEPPNI ÁRSINS FER FRAM VIÐ LITLU KAFFISTOFUNA Á MORGUN.