Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 19. júní
✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n
Erna Ómarsdóttir
og fjórar aðrar konur
fara í trans á stóra
sviði Þjóðleikhússins
í kvöld. Í viðtali við
Föstudag segir Erna
frá inn blæstrinum frá
hryllingsmyndum, frum-
rauninni sem söngkona í
hljómsveit og fjarlægum
draumi um að setjast að
í litlu þorpi úti á landi.
Texti: Hólmfríður H. Sigurðar-
dóttir
Ljósmyndir: Valgarður Gíslason
E
rna, sem er ógnvekj-
andi afkvæmi dans-
le ikhúss ins , fæð i r
kraftmikinn og veru-
leikafirrtan heim þar
sem litlar stelpur keppast við
konur á breytingaskeiðinu … Frels-
andi leikhúsupplifun.“ Þannig lýsir
franski gagnrýnandinn Marie-
Christine Vernay hjá dagblaðinu
Libération upplifun sinni á dans-
verki Ernu Ómarsdóttur, Teach Us
How to Outgrow Our Madness.
Verkið verður sýnt á stóra sviði
Þjóðleikhússins í kvöld, aðeins í
það eina skipti.
Það er viðeigandi að verkið skuli
vera sýnt einmitt í dag, á baráttu-
degi íslenskra kvenna. Það fjall-
ar nefnilega um konur og innri
baráttu þeirra. „Hugmyndin sem
við erum að vinna með er breyt-
ingaskeiðið. Það byrjaði sem grín
hjá okkur en svo föttuðum við að
þetta er ekkert grín. Við vorum að
velta okkur upp úr þessum horm-
ónasveiflum sem konur fara í
gegnum.“
HEILLANDI KONUR Í TRANS
Erna hefur áður velt sér upp
úr hormónum. Verk hennar og
Jóhanns Jóhannssonar, Mysteries
of Love, sem þau gerðu árið 2006,
eru þau enn að sýna í Evrópu. „Þar
er ég að takast á við unglinga-
veikina og tilfinningasveiflurnar,
þegar líkami og sál fer svolítið í
rugl,“ segir Erna. „Í þessu verki
erum við að halda áfram með þá
hugmynd en meira út frá lífi eldri
kvenna.“
Trans kemur líka við sögu. „Ég
hef lengi verið heilluð af þeirri
hugmynd að konur fari saman
í trans, eða frá því ég gerði
kóríógrafíu fyrir grískan harmleik
fyrir tveimur árum. Við tengdum
það efni líka inn í verkið. Það er
ótrúlega áhugaverð pæling að eitt-
hvert utanaðkomandi afl komi inn
í líkama þinn og breyti persónu-
leikanum. Sumir trúa því að þetta
sé einhver andi á meðan aðrir
halda að þetta séu bara efna-
skipti.“
Erna segir ákveðna hysteríu
einkenna verkið. „Konurnar eiga
sér leyndarmál og í staðinn fyrir
saumaklúbba sameinast þær í
ýmsum undarlegum athöfnum,
færa fórnir, framkvæma frjósemis-
aðgerðir og fleira. Þær eru systur,
vinkonur, nornir, nunnur, eigin-
konur sama manns í fjölkvæni,
allt í einu. Hystería hefur reyndar
verið bannorð í leikhúsi undan-
farin árin, finnst mér. En hystería
er bara svo stór hluti af lífinu,
kannski sérstaklega hjá konum.
Og þegar einhver segir mér að ég
megi ekki gera eitthvað er það oft
einmitt það sem mig langar mest
til að gera.“
INNBLÁSIN AF HRYLLINGI
Í verkinu dansa með Ernu fjórar
konur, þær Sissel Merete Bjorkli,
S i g r í ð u r S o f f í a N í e l s d ó t t i r,
Valgerður Rúnarsdóttir og Lov-
ísa Gunnarsdóttir, sem er nýtekin
við hlutverki Riinu Huutaninen
í sýningunni en hún er langt
gengin með barn. Erna er hug-
myndasmiður verksins en hópur-
inn samdi í sameiningu texta og
dansa en Valdimar Jóhannsson og
Lieven Dousselaere sjá um tónlist-
ina. Sköpun verksins tók tvo mán-
uði í mikilli nánd, sem gat verið
taugatrekkjandi á köflum. „Þetta
er æðislegur hópur og það er allt í
fínasta lagi – núna. En því er ekki
að neita að þegar fimm konur eru
saman allan sólarhringinn í lang-
an tíma þá gengur á ýmsu. Það er
bara þannig. Við bjuggum saman í
tvo mánuði. Fyrst í gömlu nunnu-
klaustri í litlum belgískum bæ.
Við unnum á daginn og horfðum
á hryllingsmyndir og annað efni á
kvöldin. Ég er hrifin af hryllings-
myndum og nota þær mikið til að
ná mér í innblástur fyrir verkin
mín. En við áttum reyndar mis-
jafnlega gott með að sofa á næt-
urnar. Um tíma bjuggum við líka í
fyrrverandi heimavistarskóla fyrir
litlar stelpur. Þetta hafði allt mikil
áhrif á okkur og skilar sér óbeint
inn í verkið.“
GOTT Á BAK VIÐ GRÍMUNA
Þrátt fyrir að vera margróm-
aður dansari og hafa dansað á
sviði, frammi fyrir mörg hundruð
áhorfendum, árum saman þykir
Ernu óþægilegt að horfa á sjálfa
sig í sjónvarpi. Hún flettir líka
framhjá viðtölum við sig í blöð-
um og hefur ekki einu sinni horft
á heimildarmynd Ásthildar Kjart-
ansdóttur, Þetta kalla ég dans,
sem fjallar einmitt um Ernu og
feril hennar. „Mér finnst allt svona
ofsalega óþægilegt. En ég er reynd-
ar alveg að verða tilbúin að horfa
á myndina. Næst þegar ég verð í
fríi og ekkert stress í kringum mig
geri ég það örugglega. En þarna var
ég að tjá mig persónulega um lífið
og tilveruna. Það er allt öðruvísi
en að vera í einhverju hlutverki
uppi á sviði. Þá notar maður auð-
vitað eigin reynslu líka en áhorf-
endur vita ekki hvað er á bak við
það sem maður er að gera. Maður
getur svolítið falið sig á sviðinu.“
TILRAUNASVEITIN PONI
Erna býr í Brussel, vöggu nútíma-
dansins. Þar hefur hún búið í
mörg ár, en hún flutti frá Íslandi
á vit dansins þegar hún var tví-
tug. Lengi vann hún með stór-
um nútímadanshópum og sýndi í
stærstu leikhúsum Evrópu og víðar
um heiminn. Í dag er hún fyrst
og fremst að vinna með smærri
hópum í eigin uppsetningum. Og
hún er líka farin að syngja með
hljómsveit. „Það byrjaði þannig að
við stofnuðum nokkur saman fjöl-
listahópinn Poni. Í dag erum við
sex, tveir dansarar sem syngjum
og fjórir tónlistarmenn og mál-
arar sem sjá um að dansa. Þetta
er mjög gefandi og skemmtilegt
samstarf, því við erum að kenna
hvert öðru svo mikið. Og ég hefði
aldrei ímyndað mér að ég myndi
einhvern tímann vera með í
hljómsveit. Mér finnst það ótrú-
lega frelsandi, þar sem það er allt
öðruvísi leið til að vera á sviði og
skapa en í leikhúsi.“
ÍSLENSKUR HÚMOR
Á undanförnum árum hefur Erna
unnið meira með Íslendingum en
hún gerði fyrst eftir að hún flutti.
Nýlega var til að mynda flutt verk
hennar og listakonunnar Gabríelu
Friðriksdóttur í Bláa lóninu. „Það
er frábært að vinna með Gabríelu,
hún sýnir mér alveg inn í annan
heim í hvert sinn. Ég hef meðal
annars verið í myndbandsverkum
eftir hana og hún gert leikmyndir
fyrir mig. Ég hef verið að vinna
með íslenskum listamönnum
undanfarin ár. Fyrstu árin eftir að
ég flutti var ég bara að vinna með
FELUR SIG Á LEIKHÚSFJÖLU
Í Teach Us How to Outgrow Our Madness takast fimm konur á við sína innri djöfla. Verkið verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld, á baráttudegi íslenskra kvenna.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Besti maturinn: Kæstur hákarl og ristað brauð
með osti og gúrku.
Besti drykkurinn: Sódavatn.
Draumafríið: Hornstrandir í tjaldútilegu
eða eitthvað út í hina guðdómlegu íslensku
náttúru.
Skemmtilegast: Dansa, syngja, horfa á
vídeó uppi í rúmi, hitta vini og fjölskyldu.
Leiðinlegast: Að skrifa
vinnutölvupóst, þrífa og
bíða á flugvöllum.
Besti tími
dagsins: Allur
sólarhringurinn.
Hvers lítur þú mest upp til: Fjölskyldu
minnar, vina og kærasta. Björk og
David Attenborough eru líka
hetjur.