Fréttablaðið - 19.06.2009, Qupperneq 38
26 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
>LÉT MINNKA BRJÓSTIN
Fyrrum kryddpían Victoria Beckham
hefur nú lagst undir hnífinn í þriðja
sinn og látið minnka brjóstin. Söngkon-
an sagði ástæðuna fyrir minnk-
uninni vera þá að stór
brjóst væru á skjön við
nýja ímynd hennar sem
hönnuður og móðir.
Gubbað af gleði, tvöföld safn-
plata með helstu lögum og grín-
atriðum grallaranna í Tvíhöfða,
er komin í verslanir. Á fyrri plöt-
unni er áður óútgefið efni en á
þeirri síðari er efni sem hefur
áður komið út, þar á meðal lagið
My Bitch. Þarna geta því hinir
fjölmörgu aðdáendur útvarps-
þáttarins Tvíhöfða fundið eitt-
hvað við sitt hæfi því af nógu
er að taka á diskunum tveimur.
Alls eru nítján lög og grínatriði
á fyrri disknum og 43 á þeim síð-
ari.
Tvöföld plata
frá Tvíhöfða
No Limits heldur á laugardagskvöld
90´s-partí á skemmtistaðnum
Sódómu Reykjavík. Partíin byrjuðu
fyrir þremur árum á Bar 11 og er
partíið á Sódómu hugsað sem lítið
afmæli og jafnframt upphitun
fyrir næsta stóra kvöld sem verður
haldið á Nasa 15. ágúst. Ætlunin
er að prufukeyra nýjar syrpur og
nýfundna gullmola. Curver og DJ
Kiki-Ow hafa staðið fyrir 90‘s-
kvöldunum en í þetta sinn verður
Curver einn við stjórnvölinn því
Kiki er stödd í Bretlandi. Partíið
byrjar á miðnætti og miðaverð er
1.000 krónur.
No Limits þriggja ára
CURVER OG KIKI Curver og Kiki-Ow halda enn eitt 90´s-kvöldið um helgina.
Á Íslensku auglýsingastofunni vinnur
hópur af stúlkum sem æfir nú svifflug
í frístundum sínum. Hópurinn gengur
undir nafninu The High Five, þar
sem stúlkurnar sem skipa hann eru
fimm talsins. „Samstarfskona
okkur, Aníta Björnsdóttir, hefur
stundað svifflug í nokkurn tíma
og hún var alltaf að dásama
þetta og eftir að hafa hlustað á
hana tala svona vel um íþróttina
ákváðum við að slá til og
prófa,“ segir Berglind Laxdal
svifflugsáhugamaður. Stúlkurnar
hafa tekið bóklega kúrsa, meðal
annars í veðurfræði, og eru
nú að læra það sem kallast að
„ground-höndla“. „Núna erum
við að læra hvernig eigi að
koma vængnum á loft, en það
getur verið ansi snúið. Næst förum við
í svokallað hólahopp, þá svífur maður
niður hóla og fær betri tilfinningu fyrir
þessu öllu. Planið er svo að vera orðinn
fleygur eftir mánuð,“ segir Berglind.
Námskeiðið sem stúlkurnar hafa
sótt síðustu daga er á vegum Fisfélags
Reykjavíkur sem býður upp á kennslu í
svifflugi á hverju vori. Þeir sem stunda
svifflug verða að hafa góðan skilning
á veðurfræði og hreyfingu loftstrauma
til þess að ná sér á flug. Svifvængurinn
sjálfur minnir um margt á fallhlíf og er
úr þunnum nælondúk. Berglind segir
svifflugið vera skemmtilega íþrótt og
segist sjálf vera orðin forfallin. „Nú
gengur maður um og spáir í skýin
og vindáttir og athugar veðurspána
daglega. Fólk verður fljótt alveg
heltekið af íþróttinni og grípur hvert
tækifæri sem gefst til þess að fara
að fljúga, ætli skrifstofan verði ekki
hálftóm í framtíðinni þegar viðrar vel,“
segir Berglind að lokum. - sm
Stúlkur sem spá í ský og vindáttir
TEKST Á FLUG Stúlkurnar læra svifflug á
námskeiði hjá Fisfélagi Reykjavíkur og hafa
gaman af. MYND/BERGLIND LAXDAL
Stórleikarinn og söngvarinn
Jóhann Sigurðarson efnir
til söngskemmtunar um
helgina á Café Rosenberg
með einvala liði leikara og
tónlistarmanna.
„Já, það er bara bílskúrsæfing
í kreppunni,“ segir Jóhann
Sigurðarson leikari, sem jafnan
gengur undir nafninu Jói stóri, en
hann efnir til söngskemmtunar á
Café Rosenberg í kvöld og annað
kvöld. Hann er með einvala lið
tónlistarmanna sér til fulltingis:
Pálma Sigurhjartarson, Þórð
Högnason, Daníel Böðvarsson og
Sigurvald Helgason en þetta lið
kallar sig: Jói Sig & Sigursveinarnir.
Jói segir þetta nafn einfaldlega
þannig til komið að það fer vel í
munni. „Það er ekki þannig að menn
séu að springa úr sigurvímu.“ Og í
gær var bílskúrsæfing á heimili
Jóa á Arnarnesinu. Þangað mættu
menn auk gestasöngvara sem öll
eru úr leikhúsgeiranum en eru ekki
síðri söngvarar: Hansa, Valgerður
Guðnadóttir og Jóhannes Haukur.
Þótt Jói sjálfur sé þekktastur sem
leikari á hann að baki margra ára
nám í söng þannig að það er varlega
orðað að tala um að hann búi með
söngvara í maganum – eins og
persónan sem hann gerði svo góð
skil í Brúðgumanum. „Ég lærði
hjá Sigurði Dementz fjóra vetur,
var tvo hjá Kristni Sigmundssyni
og svo fékk ég árs leyfi frá störfum
veturinn 2000 til 2001 og var þá
búsettur á Ítalíu og nam söng
hjá ítölskum kennara,“ segir Jói.
Hann segist vera með tuttugu laga
dagskrá söngleikja- og leikhúslaga,
revíusöngva og slagara. „Við vorum
að slútta Söngvaseið, lékum 32
sýningar á fimm vikum og tökum
upp þráðinn aftur í haust.“
jakob@frettabladid.is
Bílskúrsæfing hjá Jóa stóra
„Ég get ekkert kvartað. Eina sem
ég get kvartað undan er gengið,
sem er eitthvað sem allir finna
fyrir,“ segir Páll Óskar Hjálm-
týsson. Hann fær á sunnudaginn
afhenta platínuplötu fyrir að hafa
selt Silfursafnið sitt í sextán þús-
und eintökum. Reyndar rauf plat-
an tíu þúsund eintaka platínumúr-
inn um síðustu jól en það er fyrst
núna sem hann fær sjálfa plötuna
afhenta, á árlegum sólstöðutón-
leikum í Grasagarðinum í Laugar-
dal með Moniku hörpuleikara.
Til að ná inn fyrir kostnaði
hljóðaði upphafleg kostnaðar -
áætlun Palla vegna Silfursafnsins
upp á fjögur þúsund eintök. Vegna
hruns krónunnar breyttist hún í tíu
þúsund eintök en núna eru sextán
þúsund komin í hús. „Ég get ekki
kvartað en mikil ósköp hefði verið
huggulegt að ná kostnaðinum í
fjögur þúsund eintökum eins og
upphaflega planið var. Ég hefði
ekki slegið hendinni á móti því að
ná í þann pening. En ég get prísað
mig sælan. Ég gæti gert plötu núna
án þess að taka eitt einasta lán og
þannig vil ég helst vinna.“
Þess má geta að platan Allt fyrir
ástina sem kom út 2007 hefur selst
í svipuðu upplagi og Silfursafnið.
Samanlagt hafa þær því selst í um
þrjátíu þúsund eintökum á tveim-
ur árum, sem er vitaskuld frábær
árangur.
Sólstöðutónleikarnir á Café
Flóra í Laugardalnum hafa verið
haldnir nær óslitið síðan 2001.
Hefjast þeir klukkan 23 og lýkur
rétt eftir miðnætti. Spiluð verða
lög af Silfursafninu í nýjum útsetn-
ingum auk annars góðgætis. Eftir
það ganga gestirnir út í miðnætur-
sólina, vonandi með bros á vör. - fb
Á pening fyrir næstu plötu
PÁLL ÓSKAR OG MONIKA Palli og Mon-
ika spila í Grasagarðinum í Laugardal á
sunnudagskvöld.
Tónlistarmaðurinn Eberg, sem
heitir réttu nafni Einar Töns-
berg, mun halda tónleika í dag í
versluninni 12 Tónum. Einar mun
leika lög af nýjustu plötu sinni,
Antidote, en með honum verða
Nói Steinn Einarsson á trommum
og Haraldur Þorsteinsson á bassa
auk þess mun Rósa, söngkona í
hljómsveitinni Sometime, taka
lagið með Einari. „Þetta er sama
fólk og spilaði með mér á útgáfu-
tónleikunum, nema þá gat Rósa
ekki komið því hún var upptekin
við barneignir,“ segir Einar.
Þess má geta að söngvarinn
flutti í byrjun sumars í sveita-
sæluna í Hvalfirði. „Húsið er
að mestu tilbúið og það fer að
líða að því að öll þægindi verði
komin. Okkur líður mjög vel
hérna í sveitinni og kærastan
hreinlega blómstrar.“ Aðspurð-
ur segist Einar vera með kart-
öflugarð í bakgarðinum en hann
hefur einnig fest kaup á bát með
samsveitungum sínum. „Nú róum
við sjálfir til fiskjar hér í firðin-
um, þannig að það mætti segja
að maður sé kominn í hálfgerð-
an sjálfsþurftarbúskap,“ segir
Einar. Tónleikarnir í 12 Tónum
hefjast klukkan 17 og er aðgang-
ur ókeypis. - sm
Eberg blómstrar í
sveitasælunni
EBERG verður með tónleika í versluninni 12 Tónum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
JÓI, SIGURSVEINAR OG GÓÐIR GESTIR Jóhann Sigurðarson og félagar ætla að syngja og spila leikhúslög, revíusöngva og slagara á
Rosenberg í kvöld og annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
TVÍHÖFÐI Tvöföld safnplata frá Tvíhöfða
er komin í verslanir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA