Fréttablaðið - 22.06.2009, Side 2

Fréttablaðið - 22.06.2009, Side 2
2 22. júní 2009 MÁNUDAGUR Minna kólesteról www.ms.is Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem lækkar kólesteról í blóði. Mikilvægt er að halda kólesterólgildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Ein flaska á dag dugar til að ná hámarksvirkni. Elín Rósa, var þetta hola í höggi? „Nei, því miður. Ekki golflega séð.“ Elín Rósa Guðmundsdóttir og Jón Rafn Valdimarsson voru gefin saman á golfvelli á þjóðhátíðardaginn, eftir að hafa slegið átján holur með prestinum. FRAMKVÆMDIR Viðgerðir á turni Hallgrímskirkju stefna nú í að kosta nær tvöfalt meira en upp- haflega var talið. Reykjavíkurborg og ríkið eru beðin að auka framlag sitt til endurbótanna. „Ef ekki kemur til viðbótarfjár- magn mun verkið stöðvast fljót- lega og afleiðingarnar verða þær að viðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar munu liggja undir skemmdum,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um að borgin veiti meira fé til Hall- grímskirkju. Reykjavíkurborg ákvað á árinu 2007 að greiða 12,4 milljónir á ári fram til ársins 2013 til viðgerðanna á turni Hallgrímskirkju. Ríkið leggur fyrir sitt leyti fram jafn háa upphæð. Nú leggur borgarstjóri til að framlengja þessar greiðslur allt til ársins 2019 að því tilskildu að ríkið geri slíkt hið sama. Þannig munu greiðslur frá ríki og borg á endanum nema 322 milljónum. Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að upp- hafleg kostnaðaráætlun fyrir verkið hafi hljóðað upp á 228 millj- ónir króna. „Þegar viðgerðir hóf- ust kom hins vegar í ljós að steypu- skemmdirnar voru miklu meiri en upphaflega var talið,“ segir í greinargerðinni, þar sem fram kemur að nú sé áætlað að viðgerð- arkostnaðurinn verði 540 milljón- ir króna. Í greinargerð borgarstjóra er sérstaklega vikið að því hvort jafn- ræðisregla kunni að vera brotin með því að greiða umræddar fjár- hæðir úr borgarsjóði í þetta verk- efni fyrir einn tiltekin trúarsöfn- uð, það er þjóðkirkjuna. „Um er að ræða höfuðkirkju landsins og eitt helsta kennileiti Reykjavíkur- borgar sem jafnframt er hluti af byggingarsögu Íslands,“ segir í rökstuðningi fyrir því að jafnræð- isregla stjórnsýslulaga komi ekki í veg fyrir þessa fjárveitigu. „Enda fara ólögbundin verkefni sveitar- stjórna eftir efnum og ástæðum hverju sinni,“ segir þar enn frem- ur. Í bréfi Jóhannesar Pálmason- ar, formanns sóknarnefndar Hall- grímskirkju, og fleiri til kirkju- málaráðherra, borgarstjórans og biskups Íslands kemur fram að ákveðið hafi verið að halda verk- inu áfram þrátt fyrir óvissu með fjármögnun. Frestun framkvæmd- anna væri kostnaðarsöm auk þess sem ný og gömul steypa í kirkju- turninum yrði þá berskjölduð. „Raunverulegur kostnaður ríkis- ins við áframhald framkvæmda er litlu meiri en annars sennileg- ur kostnaður ef verkið stöðvast,“ segir meðal annars í bréfinu. Afgreiðslu tillögu borgarstjór- ans var frestað á fundi borgarráðs á fimmtudag. gar@frettabladid.is Hálfur milljarður í Hallgrímskirkjuturn Reykjavíkurborg og ríkinu er ætlað að greiða 322 milljónir króna fyrir viðgerð á turni Hallgrímskirkju. Skemmdir eru miklu meiri en talið var. Kostnaðará- ætlun hefur tvöfaldast. Of dýrt er talið að hætta við. Borrgaráð frestaði málinu. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR JÓHANNES PÁLMASON HALLGRÍMSKIRKJA Steypuskemmdir í turni Hallgrímskirkju eru sagðar vera miklu meiri en upphaflega var talið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ISLAMABAD, AP Herþotur réðust á grunaða felustaði hryðjuverka- manna í tveimur bæjum í Pak- istan í gær og drápu 27 manns. Á meðan sagði forseti landsins Asif Alil Zardari að allt landið styddi baráttuna gegn öfgamönn- um. Zardari sagði að fyrri aðgerðir hefðu ekki verið árangursríkar vegna þess að almenningur hefði ekki stutt þær. Herinn hefur gert árásir síð- ustu vikuna á staði í Bajur, sem grunaðir eru um að hýsa hryðju- verkamenn, og hefur ofbeldi aukist hratt, en fimm mánuðir eru síðan herinn lýsti yfir sigri þar eftir mánaðalangar árásir. -mmf Árásir í Pakistan: 27 létust í flug- árásum hersins FÓLK „Þetta er allt vistvæn fram- leiðsla, sem Bandaríkjamenn eru mjög heitir fyrir, og íslenski steinninn er skemmtilegt efni. Nú þegar við erum búin að gæðaprófa vörurnar í bak og fyrir er líklegt að við förum með vörur okkar líka til Banda- ríkjanna,“ segir Dagný Alda Steinsdótt- ir innanhússarkitekt. Hún á og rekur Alda Design sem hefur verið að selja þunnar steyptar flísar, borðplötur, vaska og jafn- vel sólbekki úr íslenskum steini. Vörurnar njóta vaxandi vin- sælda hér heima og næsta skref verður útflutningur að sögn Dagnýjar Öldu. - jma / sjá Allt í miðju blaðsins Flísar og borðplötur vinsælar: Íslenskt grjót til útflutnings DAGNÝ ALDA STEINSDÓTTIR EFNAHAGMÁL Hugmyndir eru uppi innan ríkisstjórnarinnar um að loka Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu tímabundið og að skera niður um fimm prósent hjá Þjóðleikhúsinu og Sinfóníu- hljómsveit Íslands, að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Þetta er liður í niðurskurðar- tillögum ríkisstjórnarinnar. Þá verður reynt að finna Þjóðmenn- ingarhúsinu nýtt hlutverk þegar það opnar á ný. Skorið verður niður um 1,5 prósent í menningar- og mennta- málum á þessu ári. Fram kom á blaðamannafundi Jóhönnu Sigurðardóttur fjár- málaráðherra og Steingríms J. Sigfússonar á föstudaginn var að skorið yrði niður um 7 prósent í menntamálum á næsta ári. - kh Niðurskurður ríkisstjórnar: Þjóðmenning- arhúsinu lokað ÍTALÍA Mafíuforinginn Salvataore Miceli var handtekinn í Venesú- ela í fyrrinót samkvæmt ítalska varnarmálaráðuneytinu. Miceli sem náðist af Interpol hefur verið á flótta frá réttvísinni allt frá árinu 2001 vegna maf- íutengsla og eiturlyfjasmygls. Miceli var á lista yfir þrjátíu hættulegustu menn Ítalíu. „Handtaka Miceli er mikið áfall fyrir Cosa Nostra,“ sagði fyrrum yfirmaður mafíurann- sóknardeildar ítalska ríkisins, Giuseppi Luma, en Cosa Nostra er sikileyska mafían. Ítalska lögreglan hefur náð að handtaka nokkra háttsetta mafí- ósa undanfarin ár þar á meðal yfirforingjann Bernardo Prov- enzano árið 2006 og arftaka hans Salvatore Lo Piccolo árið 2007. amb Miceli náðist í Venesúela Mafíuforingi handtekinn SAMNINGAR „Ég er heldur bjart- sýnni nú en ég var á föstudags- kvöld,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í gærkvöldi. Fulltrú- ar vinnumarkaðarins funduðu með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um helgina og munu funda áfram í dag. Fyrir helgi stefndi allt í að Samtök atvinnulífsins myndi segja upp kjarasamningum hinn 1. júlí. Að sögn Gylfa varð engin bein niðurstaða af fundahöldunum um helgina. Leitað hafi verið leiða til að þoka málum í átt að samkomu- lagi um ríkisfjármálin á þessu ári og allt fram til ársins 2013. Þá hafi verið rætt um stöðuna í gjaldeyrismálum, uppbyggingu nýju bankanna, ríkiseignir, niður- skurð í verklegum framkvæmdum og fleira. Einnig hafi verið komið á framfæri þeim ákvörðunum ríkis- stjórnar sem gætu leitt til þess að Seðlabankinn gæti fyrr og hraðar tekið ákvarðanir um vaxtalækk- un og þannig komið til móts við atvinnulífið. Að sögn Vilhjálms Egilsson- ar, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var í gær farið yfir málin og reynt að leita leiða til að komast í gegnum þessa erfiðu stöðu. „Það er ekkert útséð með þetta. Líkurnar á samkomulagi hafa aukist örlítið en þetta getur farið á alla vegu,“ segir Vilhjálm- ur Egilsson. - kg Fulltrúar vinnumarkaðarins funda áfram með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í dag: Segist heldur bjartsýnni nú SEÐLABANKINN Vaxtalækkanir voru meðal þess sem rætt var á fundi fundi fulltrúa vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. SPURNING DAGSINS ÍRAK, AP Bresk stjórnvöld hafa fengið lík tveggja lífvarða sem rænt var í Bagdad fyrir tveim- ur árum. Þetta staðfesti breska ríkisstjórnin í gær. Lífverðirnir, Jason Creswell frá Glasgow í Skotlandi og Jason Swindlehurst frá Skelmersdale, störfuðu fyrir kanadíska örygg- isfyrirtækið GardaWorld í Írak. Sjía-múslimar rændu mönnunum ásamt þremur öðrum í maí árið 2007, fyrir utan fjármálaráðu- neytið í Bagdad. Gordon Brown, forsætisráð- herra Breta, sendi fjölskyldum mannanna samúðarskeyti í gær. - kh Bresk stjórnvöld harmi slegin: Líkin af bresk- um gíslum LÖGREGLUMÁL Bíladagar á Akureyri voru haldnir um helgina og gengu stórslysalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar á Akureyri. Erilsamt var hjá lögreglu bæði á föstudags- og laugardagskvöld en nokkur þúsund manns sóttu bæinn heim til þess að taka þátt í viðburð- um helgarinnar. Eitthvað var um pústra, slags- mál og líkamsárásir og samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri var það heldur meira en á venjulegri sumarhelgi. Nokkrir voru stöðvaðir grunað- ir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. -mmf Bíladagar á Akureyri fóru fram um helgina í blíðskaparveðri: Ölvun og slagsmál á Bíladögum BÍLADAGAR Mikill mannfjöldi var saman komin á Bíladögum á Akureyri um helgina. Dagarnir gengu þó stórslysalaust fyrir sig.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.