Fréttablaðið - 22.06.2009, Page 4
4 22. júní 2009 MÁNUDAGUR
RÓM, AP Kaupsýslumaður sem réði
ungar konur til að fara í veislur
heima hjá Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu, hefur beðist
afsökunar á því að leggja til efni í
nýtt hneykslismál.
Kaupsýslumaðurinn, Giampaolo
Tarantini, sagði í viðtali við ítölsku
fréttastöðina ANSA að hann hefði
einungis greitt konunum ferða-
kostnað og kostnað vegna dvalar-
innar. Sagði hann að Berlusconi
hefði ekki vitað af því að konun-
um væri greitt og harmaði að það
sem hefði verið vel meint af hans
hálfu væri orðið að hneyksli.
Áhugi Berlusconis á yngri
konum komst í fréttirnar á dögun-
um þegar eiginkona hans fór fram
á skilnað vegna meintra áforma
flokks hans um að stilla ungum
fegurðardrottningum upp á fram-
boðslista sinn til Evrópuþingsins
og hefur Tarantini verið í miðju
þessara ásakana.
Þrjár konur hafa komið fram
í ítölskum dagblöðum og sagt að
Tarantini hafi boðið þeim í veislur
Berlusconis. Fengu tvær þeirra
greiddar þúsund evrur auk þess
sem þeim var boðið sæti á fram-
boðslista í kosningum á svæð-
inu Bari á Ítalíu, hvorug þeirra
náði þó kjöri. Sú þriðja fékk enga
greiðslu en fékk þó skartgripi að
gjöf. -mmf
Kaupsýslumaður biður forsætisráðherra afsökunar:
Harmar að auka á hneyksli
DÓMSMÁL Karlmaður situr nú í
farbanni til 10. júlí, grunaður um
að hafa villt á sér heimildir til
þess að hafa samræði við konu.
Maðurinn kom til landsins sem
ferðamaður. Hann og félagi hans
voru á hótelherbergi ásamt kon-
unni. Félaginn hafði haft sam-
ræði við konuna, en brugðið sér
síðan út úr herberginu. Konan
var kyrr í rúminu og beið eftir
að maðurinn kæmi til baka. Far-
bannsmaðurinn fór þá inn, upp
í rúm til konunnar og byrjaði að
hafa samræði við hana. Lítil birta
var þar inni og mennirnir nokkuð
líkir útlits.
Konan kærði báða mennina til
lögreglu, sem hefur rannsakað
málið sem meint kynferðisbrot.
- jss
Grunur um kynferðisbrot:
Hélt sig vera að
sofa hjá öðrum
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,634
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,38 129,00
211,15 212,17
178,68 179,68
24,001 24,141
0,063 20,181
16,331 16,427
1,3226 1,3304
197,73 198,91
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
INNBROT Brotist var inn í veiði-
húsið við Reynisvatn aðfaranótt
sunnudags. Þjófarnir höfðu á
brott með sér fimmtíu kíló af
reyktri bleikju og regnbogasil-
ungi að andvirði um 200 þús-
und krónur. Að auki var tólf
veiðistöngum og nýjum Nilfisk-
háþrýstibúnaði, sem notaður er
til að hreinsa fiskistæðið, stolið.
Að sögn umsjónarmanna
Reynisvatns er þetta í fjórða
skipti frá því í vor sem brotist er
inn í veiðihúsið og var innbrotið
afar fagmannlegt. Þjófarnir kom-
ust inn án þess að þjófavörn færi
í gang en þeir skrúfuðu rúðu úr
einum glugganum. - mmf
Innbrot í veiðihús:
Stálu bleikju og
regnbogasilungi
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
29°
19°
18°
21°
21°
20°
19°
14°
20°
20°
26°
21°
22°
36°
19°
21°
27°
19°
9
10
13
14
15
11
12
10
10
6
10
10
10
10
3
3
10
6
8
6
10
8
Á MORGUN
Breytileg átt, 3-8 m/s
MIÐVIKUDAGUR
Hæg, breytileg átt, 3-5 m/s
FÁTT UM FÍNA
DRÆTTI
Það verður að segjast
eins og er að næstu
dagar gætu verið
meira spennandi
í veðurfarslegu
tilliti. Reyndar verður
hægviðrasamt á
morgun og hinn en
á hinn bóginn víða
einhver væta. Í dag
verður bjartast fyrir
austan svo gæti létt til
vestanlands síðdegis
á morgun þó þar
megi vænta skúra fyrir
hádegi.
8 12
14
1210
6 12
10
1410
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
BANDARÍKIN, AP Bandarísk kona
þarf að borga rúmlega 256 millj-
ónir króna í skaðabætur fyrir
að deila tónlist á netinu ólöglega
og virða ekki höfundarréttarlög.
Konan Jammie Thomas-Rasset,
fjögurra barna móðir, segist ekki
hafa áhyggjur af upphæðinni
enda engar líkur á að hún geti
borgað hana.
Þetta er í annað sinn sem málið
fer fyrir dóm en í fyrra skiptið
var hún dæmd til að borga rúm-
lega 28 milljónir íslenskra króna.
-hds
Ólögleg skráarskipti:
256 milljónir í
skaðabætur
BRUNI Skáli Orkuveitu Reykja-
víkur í Reykjadal á Hengils-
svæðinu brann til kaldra kola í
fyrrinótt. Níu ungmenni voru í
skálanum en þeim stafaði ekki
hætta af eldinum.
Á tólfta tímanum í fyrrinótt
barst tilkynning um eld í skál-
anum.
Lögreglan og slökkviliðsmenn
úr Hveragerði fóru á svæðið
til slökkvistarfa. Skálinn var
ónýtur þegar slökkvilið kom á
svæðið. Talið er að eldurinn hafi
kviknað út frá grilli.
Hjálparsveit skáta í Hvera-
gerði aðstoðaði ungmennin til
byggða.
Eldsvoði á Hengilssvæðinu:
Skáli brann til
kaldra kola
FISKI STOLIÐ Brotist var inn í veiðihúsið
við Reynisvatn.
ÍSRAEL, AP Eli Raz, ísraelskur
jarðfræðingur, var að gægjast
ofan í holu við strönd Dauða-
hafsins þegar jörðin opnaðist
og gleypti hann. Raz óttaðist að
hann myndi aldrei finnast aftur
en eftir að hafa dúsað í tíu metra
djúpri holunni í um fjórtán tíma
var honum bjargað.
Nú, fimm árum seinna, starfar
hinn 69 ára gamli jarðfræðingur
við að bjarga öðrum frá því að
lenda í svipuðum aðstæðum með
því að kortleggja þessar hættu-
legu holur. Holurnar opnast af
minnsta tilefni og gleypa allt það
sem fyrir ofan þær er.
Raz segir holurnar hafa mynd-
ast þar sem vatnsyfirborðið hafi
minnkað töluvert í Dauðahafinu
vegna ferðamannastraums og
iðnaðarúrgangs. „Þetta eru ótví-
ræðar sannanir á þeim skaða sem
mennirnir hafa valdið á Dauðhaf-
inu,“ segir Raz.
Ströndin við Dauðahafið:
Jörðin gleypti
jarðfræðing
LÖGREGLUMÁL „Eftir að stjórnin var
kærð fyrir villandi upplýsingagjöf,
á föstudaginn var, fór ég ítarlega
yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós
að út- og afborgunum á lánum til
Kópavogsbæjar hefur með vísvit-
andi hætti verið hagað þannig að
gögn um þær komu ekki fram í
skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“
segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar og stjórnar-
maður í Lífeyrissjóði starfsmanna
Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem
Flosi sendi frá sér í gær sakar hann
Gunnar I. Birgisson, stjórnarfor-
mann sjóðsins, um að hafa reynt
að villa um fyrir Fjármálaeftir-
litinu (FME) án vitneskju annarra
stjórnarmanna í sjóðnum.
Fjármálaeftirlitið kærði á föstu-
dag stjórn LSK til efnahagsbrota-
deildar Ríkislögreglustjóra. Sagt
var frá því í Fréttablaðinu á laugar-
dag að hlutfall lánveitinga af eign-
um LSK til Kópavogsbæjar hafi
farið allt upp í tuttugu prósent, en
leyfilegt hámark samkvæmt lögum
er tíu prósent.
Á föstudag varði stjórn LSK lán-
veitingarnar með þeim rökum að
besta leiðin til að verja hagsmuni
sjóðsfélaga hefði verið að ávaxta
laust fé til skamms tíma hjá Kópa-
vogsbæ. Flosi segir þær upplýsing-
ar ekki hafa reynst réttar við nán-
ari skoðun. „Stjórnin sendi FME
skýrslu í október 2008, þar sem
fram kom að Kópavogsbæ hefðu
verið lánaðir þessir peningar til
skamms tíma. Í skýrslum í desem-
ber og mars var ákveðið að láta það
ekki koma fram, og með því ákváðu
þeir sem skila þessum skýrslum að
blekkja FME,“ segir Flosi.
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi
Framsóknar í Kópavogi, segir að
eftir að hafa legið yfir gögnum
málsins frá því fyrir helgi taki
hann undir frásögn Flosa að öllu
leyti.
Gunnar Birgisson vísar ásökun-
unum á bug. „Flosi og Ómar verða
að eiga þetta við sig. Það var ekki
verið að blekkja neinn stjórnar-
mann, það er bara rugl. Allir
stjórnarmenn fengu að lesa yfir öll
bréf sem voru send til FME. Þeim
var kunnugt um þetta og sam-
þykktu þá leið sem farin var.“
Gunnar segist hafa orðið undr-
andi þegar fjármálaráðherra vék
stjórn sjóðsins frá á föstudag.
„Þann 19. maí áttum við fund með
FME þar sem við gerðum munn-
legt samkomulag um að við fengj-
um tíma til 31. júlí til að ganga frá
málinu. Það var enginn glæpur
framinn. Það var einfaldlega verið
að hámarka ávöxtun af fjármögnun
sjóðsins fyrir þann aðila sem ber
ábyrgð á honum, sem er Kópavogs-
bær,“ segir Gunnar Birgisson.
Sigrún Bragadóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri LSK, vildi ekki
tjá sig um málið í gær.
kjartan@frettabladid.is
Segir Gunnar Birgis-
son hafa blekkt FME
Stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs segja Gunnar Birgisson,
stjórnarformann, vísvitandi hafa blekkt Fjármálaeftirlitið án vitneskju annarra
stjórnarmanna. Gunnar vísar því á bug og segir engan glæp hafa verið framinn.
KÓPAVOGUR Flosi Eiríksson segir að á tímabilinu frá október og fram í desember
2008 hafi Gunnar Birgisson ákveðið að villa um fyrir FME. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GUNNAR BIRGISSON FLOSI EIRÍKSSON ÓMAR STEFÁNSSON
SILVIO BERLUSCONI Forsætisráðherrann
þykir hafa full mikinn áhuga á ungum
stúlkum.
GENGIÐ 19.06.2009