Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 10
10 22. júní 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA L angt er síðan hætt var að flokka nemendur eftir getu í grunnskólum landsins. Hraðferð og hægferð í nútíma- skólastarfi á ekkert skylt við tossabekki fyrri ára. Breytingin var ekki gerð að ástæðulausu. Erfitt getur verið að ná af sér tossastimplinum sem stundum er kom- inn til að vera fyrir lífstíð; þá er lítill hvati í hópnum til að gera betur og í honum er ákveðin einsleitni sem alið getur á þröngsýni og félagslegri einangrun. Þá fá tossarnir ekki athyglina og hrósið sem hinir fá og því er minni hvati til að gera betur. Lítið er deilt um gildi blöndunar í skólastarfi nú orðið, en þrátt fyrir þetta virðist viðvarandi mismunun vera látin viðgangast meðal framhaldsskóla landsins. Í tölum um aðsókn í framhaldsskóla landsins sem birtar voru fyrir helgi kom fram að hún er með mesta móti og víða hefur þurft að vísa nemendum frá. Alls sóttu 4.437 nemar um vist í framhalds- skóla, eða um 96 prósent þeirra sem luku 10. bekk grunnskólans. Sem dæmi má nefna að 335 sóttu um vist í Menntaskólanum í Reykjavík, en 242 umsóknir voru samþykktar. 520 sóttu um nám í Verzlunarskólanum, en 308 fengu aðgang, og 470 vildu komast í Menntaskólann við Hamrahlíð, en 300 fá vist þar. Vinsælir skólar á höfuðborgarsvæðinu fleyta rjómann og fá til sín þá nemendur sem líklegastir eru til að standa sig vel og um leið líklegastir til að ljúka námi. Þeir sem ekki eru afburðanemendur hrekjast milli annarra skóla og enda vísast að lokum í þeim sem þeir höfðu sem annað, þriðja eða fjórða val á lista. Í skipulagi sem þessu er vandi þeirra skóla á höfuðborgarsvæð- inu sem fá til sín „lökustu“ nemendurna sumpart meiri en skóla úti á landi sem taka til sín alla á sínu starfssvæði, duglega sem aðra. Skólarnir fá nefnilega framlög frá ríkinu eftir því hversu margir ljúka þaðan námi. Heltist margir nemar úr námi ber skólinn því skarðan hlut frá borði þegar kemur að fjárframlögum, enda búinn að eyða orku og peningum í að mennta þá sem lakar stóðu, hvort heldur það er með núlláföngum eða sértækum úrræðum öðrum. Og þá liggur í hlutarins eðli að þar sem fleiri nemendur standa verr hætta fleiri í námi. Skólar sem ekki geta leyft sér þann munað að fleyta rjómann standa því frammi fyrir því að peningar nýtast verr og þeim mun meiri áskorun er að koma ungviðinu til manns. Sér í lagi á það við um þá framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu sem ár eftir ár fá til sín lökustu nemendurna. Landsbyggðarskólarnir eru þó í það minnsta með blandaðri hóp. Eftir efnahagshrunið stendur fólk frammi fyrir því að endur- skoða margvísleg gildi og víða þarf að bæta úr þar sem hlutir hafa farið aflaga. Í skólakerfinu er grunnurinn lagður að hagvexti framtíðar. Misskiptingu ætti að reyna að eyða eftir megni og þar af leiðandi algjör tímaskekkja að í framhaldsskólakerfinu skuli látinn líðast elítismi sem byggja virðist á grunni fornaldarhyggju getuskiptingar í námi. Í jafnræðisþjóðfélagi er jafn réttur skóla- barna til náms grundvallaratriði. Tossabekkir hafa ekki þekkst í grunnskólum í áratugi. Samt virðast til tossaframhaldsskólar. Að fleyta rjómann ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helg-ina að mismunandi sjónarmið og áhersl- ur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn“ úr ríkis- stjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf“. Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirrit- aður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „ ... heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu.“ Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýð- ræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmála- menn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterk- astir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið“ sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli- tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi rit- stjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hrun- inu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasson Þöggunarkrafa Þorsteins ÖGMUNDUR JÓNASSON Hinn 27. febrúar 2008, þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í sex e.h., átti Patrick L., heim- spekikennari að atvinnu, leið um járnbrautarstöðina í Marseille, og kom þar að sem tveir lögreglu- menn voru að athuga persónu- skilríki ungra manna í nokkuð rafmögnuðu andrúmslofti. Hann brást þá svo við að hann setti sig í leikræna stellingu, benti vísi- fingri á laganna verði og sagði í tvígang: „Sarkozy, ég sé þig.“ Löngu síðar, þegar þetta atvik var komið í hámæli, spurðu fréttamenn heimspekikennarann hvað honum hefði gengið til að hrópa þetta. Hann sagðist þá oft hafa tekið eftir því að ef einhver nefndi nafnið „Sarkozy“ færu allir jafnan að hlæja. Nú hefði sér fundist loft allt lævi blandið á járnbrautarstöðinni, og því hefði hann viljað draga úr spennunni með þessu móti; það hefði líka farið eftir áætlun, allir viðstaddir hefðu skellt upp úr og verið í léttu skapi. Lögreglumennirnir fóru nú með heimspekikennarann á stöðina og skrifuðu hann upp, en gættu í öllu fyllstu kurteisi. Svo fékk hann að fara til síns heima, og datt ekki annað í hug en málinu væri þá lokið. Hann varð því meira en lítið hissa þegar hann fékk síðan kvaðningu um að mæta fyrir rétti tæpum fimmtán mánuðum eftir atvikið. Var honum gefið í sök, samkvæmt lögum frá 1875, að hafa „ónáðað aðra með móðgandi óspektum að degi til“ og þess krafist að hann yrði dæmdur í sekt upp á 100 evrur. Ýmsum blaðamönnum fannst þessi ákæra nokkuð alvarlegt mál og settu það í víðara samhengi. Frá þeim tímum þegar konungar ríktu yfir Frakklandi hefur það verið saknæmt að hafa í frammi eitthvert móðgandi athæfi við þjóðhöfðinga landsins; er það arfur úr Rómarrétti og kallaðist afbrotið þar „crimen laesae mai- estatis“, en samkvæmt orðanna hljóðan flokkaðist allt undir það sem kastaði á einhvern hátt rýrð á hátignina. Um langt skeið hafði sjaldan verið nein ástæða til að framfylgja þessum lögum, en þegar de Gaulle tók við völdum dustaði hann eftirminnilega af þeim rykið og var meira en hundr- að sinnum höfðað mál gegn mönn- um samkvæmt þeim. Einn var t.d. sakfelldur fyrir að hafa sagt „hú-hú“ þegar de Gaulle átti leið framhjá og dæmdur til þyngstu refsingar sem menn geta yfir- leitt fengið fyrir að segja „hú-hú“. Eftir daga de Gaulle vildu Frakk- landsforsetar þó sem minnst beita þessum lögum; bæði Mitterrand og Chirac tóku þá stefnu að gera það aldrei og stóðu við það. „Það besta sem forsetinn getur gert er að yppa öxlum“, sagði lögfræðing- ur Mitterrands. En með valdatöku Sarkozys hefur aftur orðið breyt- ing, og farið er að sýna þeim mönnum sem sýna forsetanum óvirðingu aukna hörku. Sjálfur á Sarkozy til að svara árásum með enn svæsnari fúkyrðum. Settu blaðamennirnir mál heimspeki- kennaranas í samband við þessa nýbreytni, þótt höfðað væri til annarra laga, og það fannst þeim ekki boða neitt gott hvað varðaði málfrelsi í landinu. Þegar málið kom fyrir rétt, sagði rannsóknardómarinn að kennarinn væri hvorki heimspek- ingur né spéfugl heldur einungis óæskilegur friðarspillir. Hann bætti því við að samkvæmt lög- regluskýrslum hefði atvikið stað- ið yfir fimm mínútur og reiknað- ist honum út að á þeim tíma hefði kennarinn getað hrópað umrædda setningu sextíu sinnum. En verj- andanum fannst rannsókn máls- ins vera í mörgu áfátt. Nú er það venja í Frakklandi þegar stór- glæpir eru framdir að farið er með alla málsaðila, dómara, sak- sóknara, verjanda, ákæranda, vitni og sakborning á staðinn þar sem hinir geigvænlegu atburð- ir gerðust og þar er glæpurinn settur á svið í öllu sínu veldi, sakborningurinn er látinn leika sitt eigið hlutverk, ef hann hefur hæfileika, annars er einhver lög- reglumaður og áhugamaður um leiklist fenginn til þess, og svo er annar lögreglumaður eða –kona með sama hugðarefni fenginn til að leika fórnarlambið. Þetta vildi nú verjandinn líka gera í máli heimspekikennarans, hann vildi að réttarhöldin yrðu flutt á járnbrautarstöðina, þar yrði mælt nákvæmlega hve hávaðinn á annatíma væri þar mörg desíbel, einnig rödd heimspekikennarans og síðan hve langt hún drægi við þessar aðstæður. Hann heimtaði einnig að taugasérfræðingur yrði fenginn með í þessa rannsókn til að skera úr um áhrif þessara orða kennarans á taugakerfi viðstaddra á járnbrautarstöðinni. Þessari kröfu verjandans var hafnað. En dómarinn tók sér margra vikna frest til að kveða upp dóm í þessu alvarlega máli. Heimspekikennarinn sagðist hafa tekið eftir því að allir færu að hlæja þegar einhver segði „Sar- kozy“, en kannske bjóst hann ekki við því að allt Frakkland myndi skella upp úr. Ég sé þig Frakkland EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Allt upp á borðið Lára Hanna Einarsdóttir greinir frá því á bloggsíðu sinni að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi kallað Hörð Torfason á fund til sín að loknum mótmælafundi á Austurvelli á laugardag. Steingrímur hafi viljað leiðrétta þá fullyrðingu Harðar á fundinum að Hollendingar og Bretar hafi ekkert haft á móti því að gera Icesave-samningana opinbera. Því til staðfestingar hafi Steingrímur sýnt Herði og Láru, sem fór með á fundinn, tölvupósta frá emb- ættismönnum í Hollandi og Bretlandi sem Lára tók ljósrit af og birti á bloggsíðu sinni. Fjöldi manns hefur ritað athugasemdir við færslu Láru Hönnu. Mörgum finnst gott og bless- að að fjármálaráðherra fylgist vel með og gefi sér tíma til að ræða við almenning. Jafn margir spyrja sig þó hvort ekki hefði verið eðlilegra að Steingrímur birti öll gögn um þessi viðkvæmu mál opinberlega, í stað þess að leiðrétta slíkan misskilning í fárra manna tali. Ekki alls varnað Sagnfræðingurinn, bloggarinn og friðarsinninn Stefán Pálsson fagnar þeirri ákvörðun að leggja niður Varnarmálastofnun, og skyldi engan undra. Honum gremst þó sú skammsýni yfirvalda að ráða Stefán ekki í starf forstöðu- manns stofnunarinnar, sem hann sótti um síðastliðið vor. Stefán hefði nefnilega, að eigin sögn, afsalað sér öllum biðlaunarétti, auk þess sem hugmyndir hans um að breyta embættinu í hlutastarf hefðu minnkað útgjöld ríkisins enn frekar. kjartan@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.