Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 22.06.2009, Qupperneq 12
12 22. júní 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1372 Englendingar bíða ósigur fyrir sameinuðum flota Frakka og Kastilíumanna í orrustunni við La Ro- chelle. 1636 Herstjórnarveldið í Japan bannar allar ferðir Japana til og frá landinu. 1633 Kaþólska kirkjan í Róm neyðir Galileo Galilei til að endurskoða kenningu sína um að jörðin gangi umhverfis sólina. 1783 Eitruð ský frá Lakagígum ná til Le Havre í Frakk- landi. 1941 Þjóðverjar ráðast inn í Sovétríkin. 1978 Karon, fylgihnöttur Plútós, finnst. 1991 Hjónum frá Hellissandi er bjargað úr alldjúpri sprungu á Snæfellsjökli. Fyrir sjötíu árum mæld- ist mesti hiti á Íslandi á Teigarhorni í Berufirði á Austfjörðum. Hitinn mæld- ist 30,5 gráður. Þennan dag voru tvær veðurathugunar- stöðvar sem mældu hita yfir þrjátíu gráðum, en það voru Teigarhorn og Kirkjubæjarklaustur. Þessi staðreynd og það að há- þrýstimet var sett í sama veðurkerfi dregur úr lík- unum á því að þrjá- tíu stig hafi eingöngu mælst vegna þess að eitt- hvað hafi verið bogið við mæliaðstæður. Ákveð- in óvissa fylgir þessum mælingum því fyrir sjötíu árum var mælum komið fyrir á nokkuð annan hátt en nú. Sumarið 1939 gengu óvenju margar hitabylgjur yfir landið. Þó var ekki bara hlýtt heldur komu til dæmis kaldir dagar snemma í júlí þar sem gerði næturfrost á fáeinum stöðvum. Margir muna eftir hita- bylgjunni sem gekk yfir landið á síðasta ári. Þá fór hitinn hæst í 29,7 gráð- ur á Þingvöllum hinn 30. júlí en mörg hitamet voru slegin víða um land þótt Íslandsmetið frá 1939 hafi enn ekki verið slegið. Heimild: www.vedur.is ÞETTA GERÐIST : 22. JÚNÍ 1939 Mesti hiti mælist á ÍslandiDAN BROWN RITHÖFUNDUR ER 45 ÁRA „Ég eyði lífi mínu einn fyrir framan tölvuna. Það breyt- ist ekki og ég reyni við sömu áskoranirnar alla daga.“ Dan Brown er bandarískur spennusagnahöfundur sem er hvað þekktastur fyrir skáld- sögu sína, Da Vinci lykilinn. Mynd eftir samnefndri bók hans, Englar og djöflar, var nýlega frumsýnd á Íslandi. AFMÆLI ÞÓR H. TÚLINÍUS leikari er 50 ára. GUÐRÚN GUNNARS- DÓTTIR söngkona er 46 ára. STÓRKOSTLEG BREYTING Helga Guðrún Johnson segir Íslendinga góðu vana í kaffidrykkju en í gamla daga hafi verið drukkið molakaffi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þegar Kaffibrennsla Ó. Johnson og Ka- aber hóf starfsemi sína í Fálkahúsinu í Reykjavík sá einn piltur á reiðhjóli með bögglabera um að koma kaffinu í verslanir. Nú, 85 árum síðar, hefur fyrirtækið vaxið og dafnað, sameinast helsta keppinauti sínum til margra ára og haldið dreifingarkerfi sínu í Reykja- vík en flutt framleiðsluna á Akureyri. „Fram að því að Kaffibrennsla Ó. Johnson og Kaaber var stofnuð voru kaffibaunir fluttar inn í sekkjum og fólk brenndi þær í ofninum heima hjá sér og malaði í litlum kvörnum,“ segir Helga Guðrún Johnson, stjórnarfor- maður Ó. Johnson og Kaaber. „Þetta er í rauninni fyrsta kaffibrennslan sem fjöldaframleiðir og er með neyt- endapakkningar sem eru seldar í versl- unum.“ Helga Guðrún segir mikið hafa breyst á 85 árum. „Þegar Kaffi- brennslan var stofnuð var algengt að fólk notaði svokallaðan kaffibæti til þess að drýgja kaffið. Kaffibætirinn var framleiddur fram á áttunda ára- tuginn. Þetta var á krepputímunum þegar var lítið um gjaldeyri og kaffi var dýrt.“ Helga Guðrún segir að tímamót hafi orðið upp úr 1980 þegar tollar á pökkuðu kaffi voru aflagðir. „Fram að þeim tíma voru innlendir kaffifram- leiðendur nánast einráðir á markaðn- um. Þá fer innflutt kaffi að flæða inn í landið og innlendir kaffiframleiðend- ur áttu nokkuð undir högg að sækja upp úr því. Núna á þessum síðustu og verstu tímum hefur orðið hugarfars- breyting þannig að fólk kaupir frekar innlent kaffi og að auki er verðið hag- stæðara.“ Aðspurð segir Helga Guðrún að kaffidrykkja Íslendinga hafi breyst stórkostlega á undanförnum 85 árum. „Nú eru Íslendingar orðnir mjög góðu vanir. Þeir vilja öðruvísi kaffi og kannski færri bolla af góðu, sterku og bragðmiklu kaffi, jafnvel með flóaðri og freyðandi mjólk. Í gamla daga var náttúrlega bara drukkið molakaffi eða tíu dropar.“ Helga Guðrún segir Nýju kaffi- brennsluna gera sitt besta til að koma til móts við breyttar kaffivenjur Ís- lendinga, kröfur þeirra og vænting- ar. „Fyrir utan gömlu góðu tegundirn- ar, Braga og Kaaber, sem Íslending- ar hafa alist upp við, framleiðum við Dilettokaffi, Íslandskaffi og nokkrar tegundir af Rúbínkaffi sem bæði má fá í baunum og möluðu. Þar af er ein ný tegund, Baunablanda Valdísar. Við erum með kaffi fyrir allar tegundir af kaffivélum, baunavélar, pressukönnur eða venjulegar uppáhellingar.“ Þegar Helga Guðrún er innt eftir því hvort haldið hafi verið upp á af- mælið segir hún hófstillta stemningu hafa myndast. „Allir starfsmenn, bæði norðan og sunnan heiða, fengu hátíðar- tertu í tilefni afmælisins.“ En hvað er á dagskrá Nýju Kaffi- brennslunnar í nánustu framtíð? „Við brennum og mölum dag og nótt, sláum hvergi af gæðunum og gerum okkar besta í tengslum við verð.“ martaf@frettabladid.is NÝJA KAFFIBRENNSLAN: Á SÉR 85 ÁRA LANGA SÖGU Nátengd kaffisögu Íslendinga Námskeið um ræktun kryddjurta verður hald- ið hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands annað kvöld frá klukkan 19.30 til 22. Í fréttatilkynningu frá Endurmenntun segir að ferskleiki sé afar mikilvæg- ur til að kryddjurtir njóti sín til fulls og því sé fátt betra en að hafa aðgang að þeim beint úr eigin ræktun. Ræktun, ræktunarskipulag, sáning, forræktun, plöntun, jarðvegur, áburðargjöf, um- hirða, plöntuheilbrigði, upp- skera, geymsla og ræktun innandyra á helstu tegund- um kryddjurta sem þrífast utandyra hérlendis verða því á meðal helstu efnis- þátta á námskeiðinu. Björn Gunnlaugsson hefur umsjón með nám- skeiðinu, sem er í samstarfi við Horticum menntafélag. Námskeiðsgjald er 4.900 krónur. Nánar á www.endur- menntun.hi.is. Krydd í tilveruna GOTT Í GOGGINN Ræktun og notkun kryddjurta verður til umfjöllunar á námskeiði á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. NORDICPHOTOS/GETTY Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, Sólborg Hulda Þórðardóttir, Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Stigahlíð 18, Reykjavík, lést fimmtudaginn 11. júní. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 15.00. Þórður Adólfsson Elsa Jóhanna Gísladóttir Adólf Adólfsson Monika Magnúsdóttir og fjölskyldur. Ástkær fósturfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Geir Sigurðsson pípulagningamaður, Strandaseli 1, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 15. júní sl. verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 24. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endur- hæfingar- og stuðningsmiðstöð krabbameinsgreindra. Starfsfólki á krabbameinsdeild Landspítalans eru færð- ar hjartans þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Ása Birna Áskelsdóttir Stefán Ómar Oddsson, Þórný Pétursdóttir Baldur Már Bragason Ómar Rafn Stefánsson Ragnhildur Birna Stefánsdóttir og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir tengdafaðir og afi, Albert Ólafsson bakarameistari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júní kl 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimerfélagið eða Asma- og ofnæmisfélagið. Ragnhildur Einarsdóttir Anna E. Thorsen Benny Thorsen Erla Albertsdóttir Einar Albertsson Ólafur Albertsson Imelda Caingcoy Albert Albertsson og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.