Fréttablaðið - 22.06.2009, Qupperneq 14
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Föstudagurinn 26. júní
Mánudagurinn 22. júní
Þriðjudagurinn 23. júní
Miðvikudagurinn 24. júní
Fimmtudagurinn 25. júní
Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra
atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar
slíkra atburða. Tími: 12.30-14.00.
Prjónahópur - Við ætlum að koma saman, prjóna, hekla,
fá okkur kaffi. Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00.
Gítarklúbburinn - Allir velkomnir með gítarinn sinn,
byrjendur jafnt sem lengra komnir. Leiðbeinandi á
staðnum. Tími: 15.30-16.30.
Qi – Gong - Æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og
dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00.
Endurlífgun og hjartarafstuðtæki - Stutt verklegt
námskeið. Tími: 13.00-14.30.
Einkatímar í söng - Fullt. Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir,
söngkennari. Tími: 12.00-14.00.
Áhugasviðskönnun - Ef þú hefur ákveðið starf eða nám
í huga, getur könnunin staðfest hugmyndir þínar.
Skráning nauðsynleg. Tími: 13.00-14.30
Gleðin - Nokkrar hugleiðingar um gleðina í lífi okkar. Hvað
er gleði og hvernig nærir hún líf okkar? Hvaðan sprettur
gleðin? Umsjón: Sr. Irma Óskarsdóttir. Tími: 15.00-16.00.
Afneitun og réttlætingar – fylgifiskur áfalla - Ráð-
gjafar frá Lausninni (www.lausnin.is) halda fyrirlestur um af-
neitun og réttlætingar og afleiðingar þess á fjölskyldulífið.
Annar hluti af þremur sjálfstæðum fyrirlestrum. Boðið verður
upp á einstaklingsráðgjöf að fyrirlestri loknum.
Tími: 13.00-14.00.
Föndur, skrapp myndaalbúm - Lærðu að búa til
skrautleg og skemmtileg albúm fyrir uppáhalds
myndirnar þínar. Tími: 13.00-15.00.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Einkatímar í söng - Fullt. Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir,
söngkennari. Tími: 12.00-14.00.
Malaví - Fjallað verður um Malaví í máli og myndum með
áherslu á daglegt líf. Í lokin verður boðið upp á þjóðaréttinn
Nsima. Tími: 13.00-14.00.
Brjóstsykursgerð - Vissir þú að það er auðvelt að búa til sinn
eigin bragðgóða brjóstsykur? Á þessari kynningu eru sýnd réttu
vinnubrögðin við brjóstsykursgerð og auðvitað fá allir smakk
með heim. Skráning nauðsynleg. Tími: 14.30-15.30.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri
og gleði? Tími: 15.30-16.30.
Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Leiðin til lífs-
hamingju eftir Dalai Lama. Tími: 14.00-15.00.
Hjól og hjólreiðar - Á þessu stutta og hagnýta námskeiði
verður farið í nokkur lykilatriðið hjólreiða. Gefnar verða
hagnýtar ráðleggingar um fatnað, hvernig best er að beita
sér við hjólreiðar og nota gírana til að létta lífið í brekkum
og roki. Farið verður yfir hvernig best er að stilla hjól og
sinna einföldu viðhaldi. Allir hvattir til að koma með hjólin
sín og fá persónulega ráðgjöf og aðstoð. Tími: 15.00-17.00.
EuroRAP öryggisúttekt á íslenska vegakerfinu -
Hvaða vegir eru góðir? Hvaða vegir eru hættulegastir? Hvað
er mikilvægast að lagfæra? Öryggisúttektin eykur vitund veg-
farenda og eflir umferðaröryggi. Tími: 13.00-14.00.
Tölvuaðstoð - Tími: 13.30-14.30.
S. 562 1200 862 3311
TRAUST
ÞJÓNUSTA Í
ÁRATUGI
Kári Fanndal Guð brandsson,
Sigrún Sigurpálsdóttir,
lögg. fasteignasali.
55
„Arkitektar og hönnuðir segjast
verða varir við að fólk vilji var-
anlegra efni, sem þoli meira álag
og endist. Þannig vilji fólk gólf-
efni sem standist tímans tönn og
þurfi ekki mikið umstang í kring-
um,“ segir Dagný Alda. Fyrirtæki
hennar, Alda Design, var stofnað
í Bandaríkjunum fyrir um fjór-
tán árum, en Dagný er útskrifað-
ur innanhússarkitekt úr Oregon-
háskóla og starfaði sem slíkur í
sautján ár vestanhafs. Fyrirtæki
hennar, Alda Design, hefur starf-
að frá árinu 1992 en hún flutti alla
starfsemina til landsins 2005.
„Ég sá þessa aðferð, að steypa
svona þunnar flísar, á Ítalíu og
á Spáni og ákvað að láta á reyna
hvort ég gæti þetta ekki, en á
þessum tíma voru það bara þykk-
ar steyptar flísar sem verið var að
steypa í Bandaríkjunum og hér á
Íslandi.“ Dagnýju Öldu gekk vel að
þróa flísarnar og þær urðu mjög
vinsælar. Seldi hún og hannaði
fyrir hús og fyrirtæki í Banda-
ríkjunum, meðal annars mikið til
arkitekta í New York.
Litirnir eru mjög sérstakir í
steypunni og hér heima eru það
gráu tónarnir sem hafa verið
hvað vinsælastir. „Hvítu flísarn-
ar hafa líka höfðað til fólks en það
sést lítið á þeim þegar búið er að
loka yfirborðinu með þar til gerðu
efni,“ segir Dagný Alda. Þegar
hún flutti heim árið 2005 tók við
tveggja ára þróunarvinna við að
aðlaga framleiðsluna að íslenska
steininum. „Flísarnar hafa allar
verið prófaðar í bak og fyrir og
eru komnar með afar gott brotþol
og frostþol, miðað við staðla frá
Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins. Leirflísar vilja oft
draga í sig lit og bletti en með
þeim aðferðum sem við notum
til að loka steypunni sér lítið sem
ekkert á henni.“
Alda Design selur bæði beint
til arkitekta og einstaklinga og
hefur einnig verið með í ráðum
hvað heildarhönnun húsa varðar.
Dagný Alda segir að flísarnar séu
vinsælastar og borðplöturnar njóti
sívaxandi vinsælda. „Verðið á flís-
unum er á bilinu tíu til tólf þús-
und krónur fermetrinn og lengdar-
metri borðplötu kostar um 48.000
krónur. Við getum búið til mót í
allavega stærðum eftir pöntun en
það er líka orðið talsvert um það
að fólk vilji fá vaska úr steypu og
við höfum jafnvel steypt sólbekki
fyrir fólk.“ Alda hyggst fara út í að
kynna íslenskar steyptar vörur á
Bandaríkjamarkaði. „Þetta er allt
vistvæn framleiðsla, sem Banda-
ríkjamenn eru mjög heitir fyrir,
og íslenski steinninn er skemmti-
legt efni. Nú þegar við erum búin
að gæðaprufa vörurnar í bak og
fyrir er líklegt að við förum með
vörur okkar líka til Bandaríkj-
anna.“ juliam@frettabladid.is
Hyggst flytja út íslenska steininn
Þunnar steinflísar, steinborðplötur, sólbekkir, vaskar og fleira til, steypt úr íslenskum steini, er verkefni sem Alda Design hefur þróað. Dagný
Alda Steinsdóttir innanhússarkitekt er eigandi fyrirtækisins og hyggst hún kynna íslenskar steyptar vörur á Bandaríkjamarkaði.
Steyptar flísar frá Alda Design sem Dagný Alda Steinsdóttir innanhússarkitekt á og
rekur hafa notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Íslendingar hafa verið að upp-
götva steinsteypumöguleikana. MYNDIR/THORSTEN HENN
Hægt er að fá flísarnar í ýmsum stærð-
um og mót eru búin til eftir pöntun.
Steinvaskur og borðplata sem nýtur
síaukinna vinsælda.
MATVÆLI eru stundum ekki síður fyrir augað en bragðlaukana.
Þannig eru Campbell-súpudósirnar augnayndi sem og Sol Gryn-
haframjölskassinn gamli og mörgum þykir Royal-búðingurinn ekki
síðri en basilíkan í útliti. Notið þessi matvæli til að skreyta opnar hillur.