Fréttablaðið - 22.06.2009, Qupperneq 15
Bogi
Pétursson
lögg. fasteignasali
Finnbogi
Hilmarsson
lögg. fasteignasali
Mjög vel staðsett lóð undir einbýlishús á mjög góðum stað á Seltjarnar-
nesi. Lóðin sem er ca 900 fm er staðsett innarlega í lokuðum botnlanga
með mögulegu góðu útsýni til vesturs og norðurs. Gert ráð fyrir að byggt
verði einbýli á lóðinni.
Allar upplýsingar gefur Þórarinn Friðgeirsson hjá Eignamiðlun
í síma 899-1882 eða 588-9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095
www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i
Eignamiðlun kynnir nýtt á sölu
22. JÚNÍ 2009
Eignin er á kyrrlátum stað í Grafarholti. MYND/ÚR EINKASAFNI
Efri sérhæð í tvíbýlishúsi í Grafarholti til sölu.
H eimili fasteignasala er með á skrá efri sér-hæð í tvíbýlishýsi við Ólafsgeisla 125 í Grafar-holti. Eignin er skráð 176 fermetrar, þar af er
íbúðarrými 148 fermetrar og bílskúr 28 fermetrar.
Á hæðinni eru þrjú svefnherbergi; hjónaherbergi
með parkettlögðu gólfi og inn af því er fataherbergi.
Tvö barnaherbergi með fataskápum og parkettlögðu
gólfi eru á hæðinni. Baðherbergi er flísalagt, með
baðkari, sturtuklefa og innréttingu. Eldhús er rúm-
gott, búið innréttingu og tækjum. Stofa er björt, með
arni og útgangi á svalir í suður með góðu útsýni um
Grafarholtið. Þvottahús er með innréttingu. Þaðan er
innangengt í bílskúrinn.
Eignin þykir vandlega hönnuð, þar sem efnisval,
innréttingar og tæki eru af vönduðum toga. Þá er hún
á kyrrlátum stað.
Þess skal jafnframt getið að seljendur eru í leit að
stærra einbýli.
Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Heimili
fasteignasölu.
Eign í kyrrlátu hverfi
fasteignir