Fréttablaðið - 22.06.2009, Page 26
18 22. júní 2009 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
FRAM 3-0 KR
1-0 Hjálmar Þórarinsson (51.)
2-0 Almarr Ormarsson (52.)
3-0 Hjálmar Þórarinsson (85.)
Laugardalsvöllur, áhorf.: 1.034
Magnús Þórisson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–10 (5–5)
Varin skot Hannes 5 – Stefán Logi 1
Horn 5–7
Aukaspyrnur fengnar 8–6
Rangstöður 5–0
Fram 4–4–2 Hannes Halldórsson 7, Daði Guðm.
6, Auðun Helgason 7, Kristján Hauksson 7, Sam
Tillen 7, Paul McShane 7, Halldór Jónsson 6, Ingvar
Ólason 6 (86. Jón G. Fjólus. -), Heiðar Geir Júlíusson
7, Almarr Ormarsson 8 (90. Grímur B. Grímss. -),
*Hjálmar Þórarinsson 8 (89. Ívar Björnsson -)
KR 4–3–3 Stefán Logi Magnússon 5, Skúli Jón
Friðgeirsson 5, Grétar Sigurðarson 4, Mark Rutgers
2, Jordao Diogo 3, Gunnar Örn Jónsson 4, (58.
Óskar Örn Hauksson 5), Jónas Guðni Sævarsson
4, Baldur Sigurðsson 2, Bjarni Guðjónsson 5,
Guðmundur Benediktsson 5 (72. Atli Jóhannsson -),
Prince Rajcomar 2 (61. Guðmundur Pétursson 6).
Bílahreinsivörur
Þú sparar
4.590.-
TILBOÐ
2.990.-PAKKI 2Verð áður 7.580.-
FÓTBOLTI Fram vann í gær 3-0 sigur
á KR í Pepsi-deild karla. Hjálmar
Þórarinsson skoraði tvö marka
Fram og Almarr Ormarsson eitt.
Þetta var fyrsti sigur Fram í deild-
inni síðan í fyrstu umferðinni en til
þessa hafði KR aðeins tapað fyrir
Íslandsmeisturum FH í naumri
viðureign í Frostaskjólinu. Í gær
voru þeir röndóttu með buxurnar
á hælunum.
Miðjan, hinn öflugi stuðnings-
mannahópur KR, lét ekki heyrast
múkk í sér allan leikinn, en það
mun vera vegna þess að hópurinn
er að mótmæla því að ekki nægi-
lega margir uppaldir KR-ingar séu
í liðinu. En hvort þeir sem léku í
gær voru uppaldir í vesturbæ
Reykjavíkur eða ekki skipti litlu
máli - flestir voru þeir jafn léleg-
ir.
„Þetta var virkilega dapurt af
okkar hálfu,“ sagði Logi Ólafs-
son, þjálfari KR, eftir leik. „Við
vorum með nánast alla frammi í
upphafi seinni hálfleiks og skiljum
við vörnina þannig að þeir komast
í hraðaupphlaup og tókst að gera
það sem þeir ætluðu sér allan tím-
ann. Við gengum í gildruna í stað
þess að vera yfirvegaðir og gera
betur.“
Leikurinn var rólegur í fyrri
hálfleik. KR hélt boltanum ágæt-
lega en gekk illa að skapa hættu.
Framarar fengu tvö góð færi og
óx ásmegin eftir því sem á leið.
Heimamenn skoruðu svo tvö mörk
með mínútu millibili í upphafi síð-
ari hálfleiks.
„Við ætluðum að láta þá koma og
sækja á okkur en þá gengum við í
gildruna. Það var lítið að gera í því
eftir að þeir skoruðu tvö mörk.“
Fram hefði getað raðað mörkun-
um inn eftir þetta en þriðja mark-
ið kom ekki fyrr en fimm mínútur
voru til leiksloka. Sigurinn var því
síst of stór.
„Við lögðum upp með að byrja
rólega því við ætluðum ekki að fá
á okkur mark,“ sagði Jón Sveins-
son, aðstoðarþjálfari Fram. Þor-
valdur Örlygsson þjálfari er stadd-
ur erlendis. „Fyrri hálfleikurinn
var á þeim nótum. En við viss-
um að möguleikarnir í sóknar-
leik okkar voru til staðar og þegar
KR-ingar opnuðu sig og færðu sig
aðeins framar á völlinn fengum
við okkar sénsa.“
Fram hefur nú unnið tvo leiki í
röð þar sem liðið vann Njarðvík í
bikarkeppninni fyrr í vikunni.
„Það var í raun vendipunktur
fyrir okkur að vinna í bikarnum
því það var mjög góður leikur og
ekki ósvipaður þessum. Við hefð-
um reyndar mátt nýta færin okkar
betur en það hefur verið okkar
hausverkur í sumar. En við höfum
gefið mjög fá færi á okkur.“
Framarar áttu vissulega skín-
andi góðan leik í gær og bar lítið á
þeim leiðinlega fótbolta sem liðið
hefur svo oft boðið upp á. Liðið var
sérstaklega sprækt í síðari hálf-
leik þegar það óð í hverju færinu á
fætur öðru enda átti liðið að skora
mun fleiri mörk.
eirikur@frettabladid.is
Þaggað niður í KR-ingum
Það heyrðist lítið í KR-ingum, innan vallar sem utan, í leik liðsins gegn Fram á
Laugardalsvellinum í gær. Fram vann 3-0 sigur sem var þó síst of stór, en þeir
röndóttu virtust engin svör eiga við sprækum sóknarmönnum Framaranna.
SKREFINU FRAMARAR Paul McShane og félagar hans í Fram unnu sanngjarnan sigur
á KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Ísland gerði í gær jafntefli, 25-25, gegn Eistlandi í borginni Pölva
að viðstöddum 800 áhorfendum. Þetta var lokaleikur liðanna
í undankeppni EM 2010 og var Ísland búið að tryggja sér far-
seðilinn til Austurríkis þar sem úrslitakeppnin fer fram á næsta
ári. En Ísland og Noregur voru enn að bítast um efsta sæti
riðilsins. Þar sem að Norðmenn töpuðu fyrir Makedóníu
á útivelli, 30-29, dugði stigið til að tryggja Íslandi efsta
sæti riðilsins. Þar með voru Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari og hans menn ekki að svekkja sig á
jafnteflinu í gær.
„Niðurstaðan eftir þetta er sú að við unnum riðilinn
og það sem meira er að við fórum taplausir í gegnum
okkar leiki í honum. Við vitum að við spiluðum ekki
vel í dag en það er búið að mæða töluvert á liðinu að
undanförnu og við erum mjög sáttir við heildarniður-
stöðuna. Sú staðreynd að í dag vantaði níu leikmenn
sem fóru á Ólympíuleikana fyrir tæpu ári síðan segir
sína sögu.“
Síðan Ólympíuleikunum lauk hafa meiðsli hrjáð
leikmenn íslenska landsliðsins og því kærkomið sumarfrí fram-
undan fyrir þá. „Við fórum aldrei með sama liðið inn í leikina
en samt sem áður fannst mér liðsheildin eða stemningin í
hópnum aldrei bregðast. Ég er mjög stoltur af því að hafa
unnið riðilinn og hafa farið taplaust í gegnum hann.“
Afar óvenjuleg staða kom upp í leiknum í gær. Sólin skein inn
í íþróttahúsið í Pölva með þeim hætti að það blindaði Hreiðar
Guðmundsson markvörð sem og flesta varnarmenn íslenska
liðsins.
„Ég hef aldrei upplifað annað eins á ferlinum,“ sagði Guð-
mundur sem segir að hann hafi farið fram á að leikurinn yrði
stöðvaður. Svo var ekki gert. „En Hannes Heimisson sendiherra
var á leiknum með konu sinni og með honum var drengur sem
átti derhúfu. Hann hljóp því út í bílinn sinn, náði í derhúfuna og
kom henni til okkar. Þetta var Manchester United-derhúfa sem
kom Hreiðari að mjög góðum notum enda var hann algjörlega
blindaður. En sendiherrann var afar fljótur að hugsa og redd-
aði leiknum fyrir okkur,“ sagði Guðmundur og hló. „Þetta var
allt saman með ólíkindum. Alveg fáránlegt.“
ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ: VARÐ EFST Í RIÐLI SÍNUM Í UNDANKEPPNI EM ÞRÁTT FYRIR JAFNTEFLI GEGN EISTLANDI
Íslenski sendiherrann til bjargar með derhúfu
Undankeppni EM 2010
Eistland - Ísland 25-25
Mörk Íslands (skot): Ragnar Óskarsson 7/4
(8/4), Vignir Svavarsson 4 (4), Sigurbergur
Sveinsson 4 (8), Heiðmar Felixson 3 (6), Alex-
ander Petersson 3 (10), Þórir Ólafsson 3/1 (4/1),
Fannar Friðgeirsson 1 (2), Ingimundur Ingimund-
arson (1), Stefán Baldvin Stefánsson (1).
Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 9/1
(19/3) 47%, Björgvin Páll Gústavsson 8 (23/2)
35%.
Hraðaupphlaup: 4 (Vignir 3, Þórir).
Fiskuð víti: 5 (Þórir, Fannar, Vignir, Heiðmar,
Sigurbergur).
Utan vallar: 10 mín.
Makedónía - Noregur 30-29
Pepsi-deild karla
Keflavík - Fjölnir 3-1
1-0 Magnús Matthíasson (12.), 2-0 Magnús Þor-
steinsson (20.), 3-0 Haukur Ingi Guðnason (81.).
Fylkir - Grindavík 2-3
1-0 Ingimundur Óskarsson (7.), 1-1 Jóhann
Helgason (48.), 1-2 Scott Ramsay (52.), 1-3 Gilles
Ondo (80.), 2-3 Albert Brynjar Ingason (90.).
FH - Þróttur 4-0
1-0 Matthías Vilhj. (43.), 2-0 Atli Guðnason (56.),
3-0 Matthías V. (86.), 4-0 Atli V. Björnsson (90.).
STAÐA EFSTU LIÐA
FH 8 7 0 1 22-6 21
Stjarnan 7 5 1 1 20-9 16
KR 8 4 2 2 14-9 14
ÚRSLIT
> Allt á Vísi
Fréttablaðið bendir lesendum á að hægt er að finna
umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Pepsi-deild karla á
íþróttavef Vísis. Þar birtist umfjöllun um leikina, töl-
fræði, einkunnir og viðtöl við leikmenn og þjálfara. Á
Vísi er einnig öllum leikjum deildarinnar lýst með beinni
texta- og atburðarlýsingu á Boltavakt Vísis og
Fréttablaðsins. Þeir sem fylgjast með á Vísi eru
vel upplýstir.
FÓTBOLTI Grindavík lyfti sér úr
neðsta sæti í það níunda með
góðum, 3-2, sigri á lánlausum
Fylkismönnum í gær sem mis-
tókst að komast í annað sæti
úrvalsdeildarinnar.
Fylkismenn voru klaufar að
fara aðeins með, 1-0, forystu inn
í hálfleik í Árbænum eftir að hafa
gjörsamlega ráðið ríkjum á vell-
inum fyrstu 45 mínúturnar.
Grindvíkingar mættu mjög
ákveðnir til leiks í síðari hálfleik
og komust fljótt í 2-1, en færðu
sig í kjölfarið til baka og Fylkir
náði aftur öllum völdum á vellin-
um á ný.
Grindavík náði þrátt
fyrir að að komast í 3-1
þegar tíu mínútur voru
til leiksloka en þrátt
fyrir hverja atlög-
una að marki
Grindvík-
inga náðu Fylk-
ismenn ekki að
minnka muninn
fyrr en í upp-
bótartíma og kom
það mark einfald-
lega of seint.
„Við fengum einhverja sprautu
í rassinn og komum mun sterkari
til leiks í seinni hálfleik,“ sagði
Jóhann Helgason sem skoraði
fyrsta mark Grindavíkur í dag
úr bylmingsskoti af 30 metra
færi.
„Við mættum grimmir
í öll návígi og ætluðum
okkur sigur í leiknum.
Við lentum undir í bar-
áttunni á miðjunni í
fyrri hálfleik en lög-
uðum það eftir hlé.“ - gmi
Grindavík lagði lánlausa Fylkismenn í Árbænum í gær:
Grindvíkingar af botninum
JÓHANN HELGASON
Skoraði eitt marka Grindavíkur í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR