Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 8
8 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
KJARTAN
GUÐMUNDSSON
neytendur@
frettabladid.is
Er hann velkominn?
Mynddyrasímar veita öryggi
Rafsól sérhæfir sig
í uppsetningu á
mynd-dyrasímum.
Skúlagötu 30 l 101 Reykjavík l Sími 553 5600 l rafsol@rafsol.is
1 Hver er að skrifa ævisögu
Gylfa Ægissonar?
2 Hver er forstjóri Varnarmála-
stofnunar?
3 Hver tekur við af Gunnari
Birgissyni sem bæjarstjóri í
Kópavogi?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26
MENNTUN „Þetta hefur verið alveg ómetan-
legur tími og mjög lærdómsríkur fyrir alla
sem að þessu námi komu, nemendur jafnt
sem starfsfólk. Ég er viss um að námið
hefur gegnt sínu hlutverki í því að breyta
viðhorfum hjá ansi mörgum,“ segir Guð-
rún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavís-
indasviði Háskóla Íslands (HÍ). Síðastlið-
inn laugardag útskrifuðust 22 nemendur úr
starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með
þroskahömlun úr HÍ. Guðrún hafði umsjón
með skipulagi og þróun námsins ásamt Vil-
borgu Jóhannsdóttur, samlektor sínum.
Að sögn Guðrúnar er námið, sem hófst
haustið 2007 sem tilraunanámsleið á þroska-
þjálfabraut, í raun einstakt á heimsvísu.
„Ég veit um háskóla í Bandaríkjunum og
á Írlandi sem hafa boðið upp á nám fyrir
þroskahamlaða, en þar hefur verið um að
ræða mun meiri skiptingu milli þroska-
hamlaðra og annarra nema. Í diplómanám-
inu okkar hefur verið lögð mikil áhersla
á að nemendurnir stundi námskeið með
öðrum nemendum. Í því augnamiði var
þróað stuðningskerfi, svokallað mentora-
kerfi, þar sem samnemendur veittu diplóma-
nemendunum stuðning ef svo bar undir. Eitt
af því ánægjulegasta var að sjá hversu vel
þetta samstarf gekk.“
Mikil áhersla var lögð á fjölbreytni í nám-
inu. Meðal námskeiða sem í því fólust má
nefna fötlunarfræði, siðfræði í starfi með
fötluðum, upplýsingatækni og miðlun og
framsögn og leikræna tjáningu. Guðrún
segir námið hafa vakið mikla athygli. „Eftir-
spurnin er mikil og við höfum fengið góð
viðbrögð, meðal annars frá hinum Norður-
löndunum. Vandamálið hefur verið að
þroskahömluðum hefur staðið lítið sem
ekkert til boða eftir nám í framhaldsskóla.
Spurningin hefur alltaf verið „getur
þetta fólk stundað háskólanám?“ Þessir
nemendur hafa svo sannarlega svarað þeirri
spurningu játandi,“ segir Guðrún.
Við útskriftina á laugardag var tilkynnt
að nýr hópur yrði tekinn inn í námið í haust.
„Það eru frábærar fréttir. Það þýðir að
þetta er ekki lengur tilraunaverkefni og ég
ber þá von í brjósti að fleiri deildir innan
skólans fari að huga að slíku námi,“ segir
Guðrún V. Stefánsdóttir. kjartan@frettabladid.is
Einstakt nám á heimsvísu
Háskóli Íslands brautskráði í fyrsta sinn fólk með þroskahömlun úr diplómanámi. Umsjónarmaður segir
námið einstakt á heimsvísu og hafa breytt viðhorfum margra. Nýr hópur hefur nám í haust.
22 NEMENDA HÓPUR ÚTSKRIFAÐIST ÚR DIPLÓMANÁMINU Námstíminn var ómetanlegur tími og lærdómsríkur fyrir alla sem að því komu, nemendur sem og starfsfólk, segir
Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. MYND/KRISTINN INGVARSSON
DÓMSMÁL Gæsluvarðhald hefur
verið framlengt yfir þremur
mönnum, sem handteknir voru í
apríl um borð í fíkniefnaskútunni
SIRTAKI sem var á hraðsiglingu
burt frá Suðausturlandi. Gæslan
var framlengd til 14. júlí. Menn-
irnir hafa allir kært úrskurðinn
til Hæstaréttar. Mennirnir, sem
eru á þrítugs- og fimmtugsaldri,
eru grunaðir um stórfelld fíkni-
efnabrot.
Þrír karlmenn til viðbótar sitja
einnig í gæsluvarðhaldi í tengsl-
um við rannsókn málsins. Einn
þeirra var úrskurðaður í áfram-
haldandi gæsluvarðhald til 2. júlí
en hinir til 9. júlí. - jss
Gæsluvarðhald framlengt:
Þrír skútumenn
sitja áfram inni
SIRTAKI Mennirnir leiddir frá borði eftir
handtökuna.
DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið
dæmt til að greiða tæplega fimm-
tugri konu hálfa milljón króna í
miskabætur eftir einelti sem hún
varð fyrir á Veðurstofu Íslands,
svo og saknæmt athafnaleysi
veður stofustjóra í málinu. Konan
var veðurfræðingur á Veðurstofu
Íslands. Hún leitaði til stéttar-
félags síns þar sem hún taldi sig
hafa orðið fyrir einelti af hálfu
sviðsstjóra Veðurstofunnar.
Sálfræðingur sem Veðurstofu-
stjóri setti í málið komst að þeirri
niðurstöðu að framkoma sviðs-
stjórans við veðurfræðinginn
félli undir skilgreiningu á einelti
á vinnustað og væri til þess fallin
að valda niðurlægingu, gera lítið
úr, móðga eða valda vanlíðan hjá
veðurfræðingnum. Veðurstofu-
stjóri skrifaði veðurfræðingnum
bréf þar sem fram kom að hann
hefði veitt sviðsstjóranum áminn-
ingu. Hann gerði í bréfinu einnig
athugasemdir við framkomu veður-
fræðingsins. Gerði hann konunni
að sækja handleiðslu í samskiptum,
ella kæmi hún ekki aftur til starfa
á Veðurstofunni úr leyfi sem hún
var þá í. Konan leit svo á að hún
hefði verið flæmd úr starfi og orðið
fyrir fjártjóni og verulegum miska.
Hún gerði því einnig kröfu um 18,8
milljónir króna í bætur vegna fjár-
tjóns, sem dómurinn hafnaði. - jss
VEÐURSTOFA ÍSLANDS Konan vann á
Veðurstofunni. Myndin er ekki tengd
efni fréttarinnar.
Veðurfræðingur vann mál gegn íslenska ríkinu vegna eineltis á vinnustað:
Fær miskabætur vegna eineltis
Kona fær að deyja
Dómstóll í Suður-Kóreu hefur
úrskurðað að 76 ára gamalli konu,
sem hefur verið í dái í meira en ár,
verði leyft að deyja. Þetta er fyrsti
dómur sinnar tegundar í landinu og
hefur vakið mikla gagnrýni meðal
trúarhópa.
SUÐUR-KÓREA
LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu gómaði sölumann fíkniefna
og kaupendur í fyrrakvöld við
Tjörnina.
Kaupendurnir voru hand-
teknir á staðnum. Á þeim fund-
ust um tuttugu grömm af marí-
jú ana.
Sölumaðurinn reyndi að stinga
lögregluna af, fyrst í bíl með
hraðakstri um Þingholtin. Þegar
það gekk ekki upp stökk hann
út úr bílnum og tók til fótanna.
Hann var handtekinn skömmu
síðar í Þingholtunum og vistaður
í fangageymslu. Hann var yfir-
heyrður í gær. - jss
Eltingaleikur í Þingholtum:
Gripin við fíkni-
efnaviðskipti
Staðgengli umboðs-
manns neytenda hefur
borist bréf frá Jóni:
„Ég hugðist heim-
sækja Kerlingarfjöll í
sumar og fór á heima-
síðuna kerlingarfjoll.
is og gat hlaðið niður
verðlista ársins 2009
sem PDF-skjali. Mér
brá þegar ég sá að allt er þar verðlagt í evrum og búið
að verðleggja Íslendinga út af svæðinu. Sem dæmi
þá kostar 10 evrur á mann eða rúmlega 1.700 krónur
að tjalda eða leggja fellihýsi á svæðinu sem hlýtur að
vera með því dýrasta á landinu.“
Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Fannborgar, fyrir-
tækis sem á og rekur ferðastarfsemi í Kerlingarfjöll-
um, varð fyrir svörum:
„Við skoðuðum þetta mál í lok vetrar og höfðum þá
ekki miklar áhyggjur af verðlagningunni. Síðan hefur
gengið hrunið á síðustu fimm til sjö vikum, og gengis-
vísitalan farið úr 190 í 230 á mjög stuttum tíma. Það
er eitthvað sem við gátum hvorki séð fyrir né haft
stjórn á. Ef gengisvítitalan væri í 190 væri þetta ekki
svo slæmt verð hjá okkur. Við gerum okkur grein fyrir
því að þetta er slæm staða og erum að skoða mjög
ítarlega hvaða leiðir eru færar í stöðunni.“
Þá er bara að vona, fyrir hönd ferðaþyrstra náttúru-
unnenda, að vænlegar leiðir finnist sem fyrst.
Neytandi Óánægður með verðlagningu í evrum:
Gera sér grein fyrir
slæmri stöðu
KERLINGAFJÖLL
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að
hóta barnaverndarstarfsmanni
margoft með SMS-skilaboðum.
Maðurinn hótaði einnig maka
starfsmannsins og barnungum
tvíburasonum þeirra. Hótanirnar
voru afar svæsnar.
Starfsmaður barnaverndar
hafði áður haft afskipti af mál-
efnum barna hótunarmannsins.
Sá síðarnefndi neitaði sök, spurð-
ur hvort hann hefði sent hótan-
irnar með SMS. Rannsókn lög-
reglu leiddi hins vegar í ljós að
hann var skráður fyrir IP-tölu
tölvu sem notuð hafði verið til að
senda hótanirnar. - jss
Dæmdur í fangelsi:
Sendi svæsnar
SMS-hótanir
TÖLVA Maðurinn sendi hótanir úr tölvu.
VEISTU SVARIÐ?