Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 32
 24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● ísland er land mitt Fjórhjólaævintýri nefnist fyrir- tæki í Grindavík sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir og aðra viðburði fyrir fyrirtæki og hópa. Þar verður Jakob Sigurðs- son fyrir svörum. „Fjórhjólin eru einna vinsælust hjá okkur en við bjóðum upp á af- þreyingu af öðrum toga líka, hella- skoðun, reiðhjólaferðir, hópeflis- leiki, sig og inniklifur svo nokkuð sé nefnt,“ segir Jakob þegar hann er beðinn að lýsa starfsemi fyrir- tækisins Fjórhjólaævintýris sem gert er út frá Grindavík. Hann segir stundum heila daga skipulagða fyrir hópa, með ferðum, leikjum og máltíðum. „Fólk hefur gaman af því að prófa allt,“ útskýrir hann. „Þetta er búið að vera mjög vinsælt og við höfum verið með dans og hvaðeina sem okkur dettur í hug til að gera dag- ana skemmtilega.“ Grunnleiðirnar sem farnar eru á fjórhjólum liggja bæði til fjalls og fjöru og taka frá klukku- tíma upp í þrjá að sögn Jakobs. „Við þræðum gamla slóða eftir kindur og veiðimenn og berum virðingu fyrir náttúrunni og sögunni á svæðinu,“ segir hann. „Selatangi er til dæmis gamall útróðrarstaður sem gaman er að heimsækja,“ bendir hann á og lýkur líka lofsorði á útsýnið ofan af Hagafelli á góðviðris dögum. Þangað segir hann auðvelt að komast á hjólunum. En þarf ekki sérstök réttindi til að keyra fjór- hjól? „Jú, það þarf bílpróf. Þau eru skráð á götuna eins og bílar.“ Hann segir fyrirtækið leggja áherslu á að hafa öryggi í fyrir rúmi þegar ferðast sé á hjólunum og allir sem vinni í fyrirtækinu hafi lokið skyndihjálparnámskeiðum. „Svo erum við með talstöðvar og tengdir björgunarsveitum,“ tekur hann fram. Jakob segir Grindavíkursvæðið ríkt af hellum. Einn þeirra verður oftast fyrir valinu þegar sóst er eftir hellaferð. Hvelfing hans er stór og þar niðri er kolniðamyrkur en allir væðast vasaljósum sem fara þangað inn. „Ef við fáum stóra hópa þá skiptum við þeim gjarnan upp. Við erum með fimmtán fjór- hjól og getum tekið þrjátíu manns á þau en ef um stærri hópa er að ræða fer kannski helmingurinn í hellaskoðun og hópefli á meðan og skiptir svo,“ lýsir Jakob og bendir á heimasíðuna www.atv4x4.is. - gun Leiðin liggur ýmist til fjalls eða fjöru á fjórhjólunum. MYNDIR/4X4 Jakob segir leiðsögumennina bera virðingu fyrir náttúrunni og sögunni á Suðurnesjum. Við þræðum gamla slóða eftir kindur og veiðimenn Margrét Rún Guðmundsdóttir hefur tekið við rekstri Leifsbúðar í Búðardal, þar sem kaffihús, sem veitingamaðurinn Örlygur Ólafs- son rak, var opnað síðasta sumar. „Ég var að vinna á auglýsinga- stofu í Reykjavík sem fór á haus- inn í maí. Þetta verkefni kom upp í hendurnar á mér og þá var annað hvort að hrökkva eða stökkva.“ Margrét segir að mikið verði um að vera í Leifsbúð í sumar, meðal annars trúbadorakvöld og mynd- listarsýningar, auk þess sem dag- skrá verður tileinkuð rithöfundin- um Jóni Kalman. Leifsbúð er sögufrægt hús sem þekkt er sem gamla kaupfélags- húsið á meðal Dalamanna en þar er nú að finna sýningu tileinkaða landafundum þeirra feðga Eiríks rauða og Leifs heppna. Leifsbúð verður opin alla daga í sumar frá klukkan 10 og fram eftir kvöldi eða eins og eftirspurn er eftir. - mmf Ný í gamla kaupfélaginu Í Leifsbúð verður mikið um að vera í sumar. MYND/ÚR EINKASAFNI 4 A AGUR: unn og Svansí FÖSTUDAGUR: Í bítið Ívar Guðmunds Siggi Ragg Reykjavík síðdegis LAUGARD Hemmi G strax að loknum hádegisfréttum 26.-27. júní Á Ólafsfirði Bylgjan og Olís fara umhverfis landið á 80 dögum í sumar. Um hverja helgi leggjum við undir okkur nýjan áfangastað – byrjum í bítið á föstudagsmorgni og förum ekki fyrr en Hemmi og Svansí ljúka leik síðdegis á laugardegi. Við drögum vikulega úr potti Ævintýraeyju Olís og bregðum á leik með hlustendum Bylgjunnar um allt land. Sjáumst hress á Blúshátíð á Ólafsfirði um næstu helgi! BYLGJAN á ferðalagi Ólafsfjörður næstu helgi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.