Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 12
12 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Eitt alvarlegt vandamál við alþjóðastjórnmál er ruglingur-
inn sem gerður er á samningum og
úrlausnum. Samkvæmt stundatöflu
sem samþykkt var í desember 2007
höfum við sex mánuði til að komast
að alþjóðlegu samkomulagi um
aðgerðir vegna loftslagsbreytinga.
Stjórnvöld taka þátt í meiriháttar
samningaviðræðum en minna fer
fyrir sjálfum úrlausnunum. Hvert
ríki spyr sig: „Hvernig get ég gert
sem minnst og fengið önnur ríki til
að gera sem mest?“, í stað þess að
spyrja: „Hvernig getum við stillt
saman strengi okkar til að koma
sem mestu í verk með lágmarks-
fyrirhöfn?“
Þetta hljómar ef til vill eins og
eitt og hið sama en er það í raun
og veru ekki. Til að takast á við
loftslagsbreytingar þarf að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Það kallar aftur á móti á að við til-
einkum okkur nýja tækni, bæði þá
sem er þegar fyrir hendi en líka
tækni sem þarf að hanna og þróa.
Jafnframt verður að auka tiltrú
almennings á nýja kynslóð kjarn-
orkuvera, sem eru bæði örugg og
undir ábyrgri stjórn. Við þurfum
á nýrri tækni að halda til að virkja
sólarorku, vindorku og jarðvarma.
Mögulega er hægt að framleiða líf-
rænt eldsneyti, að því gefnu að það
gangi ekki á matarforða eða verð-
mætar náttúruauðlindir.
Listinn er lengri. Við þurfum
að skipta út bílum með sprengi-
hreyflum fyrir tvinnbíla, metan-
bíla og rafmagnsbíla. Ný kynslóð
rafbíla krefst þess að stjórnvöld
og einkageirinn sameini krafta
sína til að þróa grunntæknina, til
dæmis betri rafhlöður, öflugra raf-
magnskerfi og fleira. Umskiptin
yfir í nýja tækni er ekki aðallega
spurning um samningaviðræður
heldur um verkfræði, áætlanagerð,
fjármögnun og frumkvæði. Hvern-
ig getur heimsbyggðin þróað, próf-
að og breitt út nýja tækni á sem
skilvirkastan hátt? Hver á borga
fyrir rándýrar frumgerðir þegar
einkaaðilar sjá ekki fram á mikinn
hagnað? Hvernig er hægt að standa
vörð um hvata einkaaðila til að
rannsaka og þróa nýja tækni og
um leið aðstoða þróunarríki við að
koma sér henni upp?
Þessum aðkallandi spurningum á
eftir að svara. Samt sem áður snú-
ast alþjóðlegar samningaviðræður
um önnur mál, aðallega hvaða ríki
eigi að draga mest úr losun gróður-
húsaloftegunda, hversu mikið,
hversu hratt og svo framvegis.
Svarið því felst auðvitað í hvaða
vistvæna tækni stendur til boða og
hversu hratt ríki geta tileinkað sér
hana.
Tökum Bandaríkin sem dæmi.
Til að draga snarlega úr losun
gróðurhúsalofttegunda verða
Bandaríkin að skipta núverandi
bílaflota sínum út fyrir rafmagns-
knúna bíla á næsta áratug. Stjórn-
völd verða líka að taka ákvörðun
um endurnýjun og stækkun kjarn-
orkuvera sem og að leggja land
undir ný endurnýtanleg orkuver,
sérstaklega sólarbú. Bandaríkin
verða líka að hanna nýtt rafmagns-
kerfi sem dreifir endurnýjanlegri
orku úr dreifbýli – til dæmis sólar-
orku úr eyðimörkunum í suðvestur-
hluta landsins og vindorku frá
sléttunum í norðurhluta lands-
ins – til þéttbýlisins við ströndina.
Þetta krefst víðtækrar áætlunar á
landsvísu, er ekki bara tölfræðilegt
markmið um minni losun á gróður-
húsalofttegundum. Kína getur líka
dregið úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda með skilvirkari orkubúskap
og nýjum rafmagnsbílaflota.
Raunverulegt alþjóðlegt samráð
myndi byrja á því að ríki kæmu
sér saman um fýsilegustu kostina,
bæði í efnahagslegum og tækni-
legum skilningi, og hvernig hægt
væri að bæta þessa kosti með
rannsóknum og þróun. Viðræðurn-
ar myndu lúta að því hvaða kostir
væru í boði fyrir hvert ríki og gert
yrði ráð fyrir samkeppni á markaði
sem og opinberu framtaki.
Í framhaldi þessara viðræðna
gætu ríki heims komið sér saman
um hversu miklu ætti að kosta til
að hraða þróun og útbreiðslu vist-
vænnar tækni. Þetta alþjóðlega
átak myndi renna stoðum undir
útblástursmarkmið á heims- og
landavísu og eftirlit á tæknileg-
um endurbótum. Eftir því sem
tækninni fleygir fram ætti að setja
markið sífellt hærra. Vitaskuld
þyrfti að tryggja markaðshvata
þannig að einkageirinn sjái sér hag
í að þróa vistvæna tækni.
Ósk mín um að áætlanir og
aðgerðir verið ræddar samhliða
umræðum um útblásturskvóta
virðist ef til vill til þess fallin að
stefna yfirvofandi samningavið-
ræðum í voða, en ef við höfum ekki
áætlanir til að hrinda samþykktun-
um í framkvæmd er holur hljómur
í þeim samningum.
Við verðum öll að leggjast á eitt
til að leiða kostina í ljós og í fram-
haldinu verðum við að komast
að alþjóðlegu samkomulagi sem
hleypir nýju skeiði af stað; tímum
sjálfbærrar tækni á sviði orku-
búskapar, samgangna, iðnaðar og
skipulagsmála.
Höfundur er Nóbelsverðlauna-
hafi í hagfræði og prófessor við Col-
umbia-háskóla í Bandaríkjunum.
©Project Syndicate.
JEFFREY SACHS
Í DAG |Umskiptin til
sjálfbærni
H
ún er æf, móðirin. Faðirinn tekur þessu létt. Krakk-
inn er í losti. Það er búið að berja á allar dyr og
svörin eru blandin. Alla vega kemst krakkinn ekki
í Versló og heldur ekki í MR eða Kvennó. Ármúlinn
blasir við.
Skyndilega er sú staða komin upp í framhaldsskólamálum að
brugðið getur til beggja vona með valkostakerfið sem nemendum
er gefið, jafnvel þannig að nemandinn sem er með þokkalegar
miðlungsniðurstöður upp úr grunnskólanum er vegalaus á hausti.
Þeir þrír kostir sem honum var gert að raða niður í forgangsröð
reynast allir blindgata. Hann verður að leita á ný mið, í nýjan
skóla, fjarri heimahögum í nýjan hóp sem er safnað saman víða
að. Hópurinn sem hann hefur fylgt lengst af námsævi sinnar er
sundraður. Og nú efast menn um að námskröfur séu sambæri-
legar frá einum grunnskóla til annars. Eftir næsta vetur verða
framhaldsskólar hugsanlega að taka upp inngöngupróf fari svo að
gerólíkar kröfur liggi til grundvallar niðurstöðum prófa vorsins,
þessa fyrsta vors eftir að samræmdu prófin voru lögð af. Þetta
er staðan.
Skóli er flókið fyrirbæri, hann er sterk uppistaða í samfélagi
hverfanna. Stór hópur barna hefur fylgst að frá leikskóla inn í
grunnskólann, bundist böndum sem vara alla ævina í sumum
tilvikum og eru þvert á stéttarstöðu, menntun foreldra, bönd sem
byggja á vinskap, trausti og tryggð. Og þau eru bara hluti af enn
stærra samfélagi nágranna, byggðar sem er lifandi og stöðugum
breytingum undirorpin. Það er margur sauður í stóru safni. Öll
erum við ólík, en samt svo lík.
Nú kann marga að furða að árangur á þessu vori skuli skila
svo sterkum námsárangri að sumir skólar á höfuðborgarsvæðinu
geta fleytt mikinn rjóma ofan af, valið úr sterkustu námsmenn-
ina. Erum við að sjá klekjast út sérkennilega blöndu af gylltum
vonum góðæris og hörðum veruleika kreppunnar á liðnum vetri?
Hertu nemendur sig svo þegar hrunið skall á að afburðaárangur
jókst hratt og skyndilega? Eða var bara almennt linað á kröfum
í prófum vorsins?
Það er styrkur fyrir samfélagið að árgangar haldi saman
gegnum skólakerfið, það er hollt félagsþroska og nærsamfélag-
inu. Það er ódýrara fyrir samfélagið að menn sæki skóla nærri
heimilum. Það þýðir minna álag í samgöngum, minni orkueyðslu.
Og þótt sumum skólum líki betur að safna saman níu-fólki þá
verður samfélag skólalífsins einsleitara. Skólinn er jú meira en
bara á bókina, hann er ekki síst samveran, nálægðin, félagið.
það er sterkari minnisvarði þegar frá líður en hver var hæstur í
þýsku eða stærðfræði.
Það kærir sig enginn um að einstakir skólar á framhaldsskóla-
stigi verði forréttindafyrirbæri nú. Sá tími er löngu liðinn að
fjárhagur foreldris, pólitísk bræðrabönd eða fjölskyldutengsl
ráði hvar nemendum er skipað í skóla. Það er ógn við jafnræðis-
samfélag að hér skuli smíðað skólasamfélag sem velur sér ein-
vörðungu nemendur með toppeinkunn en lokar á hina.
Þrengingar í framhaldsskólunum:
Uppnám í vali
nemenda
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
Hver vill leysa málin?
UMRÆÐAN
Þorsteinn Pálsson svarar Ögmundi
Jónassyni
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið
undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þor-
steins. Þar var vísað til þeirra ummæla
minna að ráðherrann tali enn gegn sam-
starfssamningnum við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari
staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkis-
stjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa
um þöggun.
Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því
samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri
ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft
að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður
verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans
fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í
háls en spurnir eru af við líkar aðstæður.
Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um
skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins
og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er
veikleika merki að gera hvort tveggja í senn að sitja
í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu
hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég
andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðis-
ráðherrans til þess.
Vegna ásakana ráðherrans um þöggunar-
kröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að
ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður
umræðu um þennan ágreining.
En heilbrigðisráðherrann getur ekki með
rökum andmælt því að áframhaldandi and-
staða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssam-
vinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráð-
herrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum
fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga
úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkis-
stjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum
þegar til lengdar lætur.
Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt
lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný
lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft
hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru ein-
huga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika
standur því óhögguð.
Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og
ritstjóri.
Þöggunarhugsun Ögmundar
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Hebron-Vinnufatnaður
Smiðjuvegi 1, Grá gata
www.hebron.is
s. 567-6000
V INNUFATNAÐUR
FÆST NÚ Í HEBRON
Víðernin ósnortnu
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, skrifaði grein í
Fréttablaðið í gær, um þingsályktunar-
tillögu sem hún lagði fram ásamt
öðrum um að unnin verði landnýt-
ingaráætlun fyrir ferðamennsku á
miðhálendinu. Í greininni kemur
fram að mikilvægi ferðaþjónustu fyrir
þjóðarbúskapinn fari vaxandi, en
ósnortin víðerni Íslands eru helsta
aðdráttaraflið fyrir erlenda ferða-
menn. Siv bendir hins vegar á að
ósnortin víðerni án jökla séu
innan við 31 prósent
landsins. „Því er
brýnt að huga vel að
þessum landsvæðum
og svo sérstaðan glatist
ekki,“ skrifar hún.
Annað hljóð í strokkinn
Menn hafa svo sem áður lýst yfir
áhyggjum sínum yfir að gengið væri
of mikið á ósnortin víðerni hér á
landi, til dæmis í sambandi við Kára-
hnjúkavirkjun. Ráðamenn svöruðu
þeirri gagnrýni ítrekað á þann veg
að nóg væri af óspilltri náttúru hér á
landi og ekkert að óttast. Skipulags-
stofnun komst hins vegar að þeirri
niðurstöðu að Kárahnjúkavirkjun
gengi of nærri umhverfinu. Þá kom til
kasta Sivjar Friðleifsdóttur,
þáverandi
umhverfis-
ráðherra,
sem ógilti
úrskurðinn
og heimilaði
virkjunina.
Engan kapítalisma takk
Olís reið á vaðið í fyrradag með
hækkun bensíns um 12,5 krónur,
í kjölfar hækkunar álagna. Í gær
lækkaði fyrirtækið verðið og skaut
á stjórnvöld fyrir hækkunina. Í yfir-
lýsingu vekur fyrirtækið athygli á að
óeðlilegt sé „að svo stór skattbreyting
hins opinbera mismuni söluaðilum
eftir birgðastöðu.“
Það er nefnilega það. Félagið er
á móti því að lögmál kapítalismans
um góð kaup, stöðu á
markaði og eftirspurn
ráði ferðinni. Byltingin
er meiri en við
héldum.
kolbeinn@frettabladid.is