Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 44
16 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is „Þetta er bara alveg frábært. Ég er af- skaplega stolt,“ segir Laufey Jensdóttir myndlistarmaður, sem var valin bæjar- listamaður Garðabæjar árið 2009. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garða- bæjar afhenti Laufeyju starfstyrk lista- manns við hátíðlega athöfn í Vídalíns- kirkju á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Laufey er fædd í Reykjavík árið 1961 en uppalin í Dalasýslu. Hún hefur verið búsett í Garðabæ síðastliðin 25 ár. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 og ári síðar lauk hún Diplómaprófi í kennslu- fræði frá sama skóla. Hún hefur sér- hæft sig í leirlist en að undanförnu hafa aðrir miðlar verið henni hugfólgnir. „Ég hef verið að mála á olíu og í akríl. Ég hef ekki fest mig í einum miðli frekar en öðrum, enda geta aðstæður skapað efniviðinn. Mér finnst bara ofboðslega gaman að prófa mig áfram og koma um leið svolítið á óvart.“ Laufey hefur haldið einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis. Þá hefur hún ásamt fleirum unnið ötullega að því að auka sýnileika listamanna í Garðabæ. „Ég og fleiri g myndlistarmenn í Garða- bæ viljum vekja athygli á að hér er fullt af skapandi og starfandi listamönnum. Í ljósi þess hversu hörðum höndum ég hef unnið að því að undanförnu finnst mér þessi útnefning ekki síður viðurkenning á því starfi,“ segir hún stolt í bragði. Hópurinn hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum síðan hann var stofnaður. Til marks um það stóðu nítj- án listakonur innan hans fyrir gjörningi á Kvennadaginn 19. júní í samráði við Kvennahlaupsnefnd, í tengslum við og í tilefni af 20 ára afmæli Kvennahlaups- ins. „Þetta var fjölmennasti listgjörn- ingur sem hefur verið framkvæmdur hér á landi þar sem allar konur í hlaup- inu tóku þátt í honum,“ segir Lauf- ey og bætir síðan við að hópurinn sé mjög stoltur af þessu stóra samstarfs- verkefni, sem hefði að sjálfsögðu verið ógerlegt án þátttöku allra kvennanna í hlaupinu og vill hún koma sérstöku þakklæti á framfæri við þær og eins styrktaraðila hlaupsins. Þetta er þó aðeins upphafið á sam- starfinu að sögn Laufeyjar. Næst á dagskrá er Jónsmessugleði í Garðabæ í kvöld klukkan 20, sem kallast Gefum, gleðjum, njótum og á Laufey hugmynd- ina að henni. Hún er unnin í samstarfi við bæjaryfirvöld í Garðabæ, tónlistar- fólk, skáta og fleiri. „Við listamennirnir ætlum að vera með útilistasýningu með- fram strandlengjunni, eins og ég kalla það,“ segir hún og vísar þar í strand- lengjuna í Sjálandshverfi. „Þar ætlum við að sýna listaverk og höfum fengið til liðs við okkur tónlistarmenn og fleira listafólk úr Garðabæ og vonumst til að sem flestir bæjarbúar komi saman til gefa, gleðja aðra og njóta og skapa eftir- minnilega kvöldstund,“ segir hún. „Við sem stöndum fyrir þessari hátíð vonum að hún verði að árlegum við- burði. Ég hvet bara sem flesta til að mæta og lofa einstakri upplifun, þar sem list og náttúra eru í öndvegi höfð.“ roald@frettabladid.is LAUFEY JENSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐUR: ER BÆJARLISTAMAÐUR GARÐABÆJAR Gaman að koma á óvart Á þessum degi árið 1865 var fyrsti keisara- skurðurinn fram- kvæmdur hér á landi. Jón Hjaltalín, þáverandi yfirlæknir, sá um skurð- inn ásamt Gísla Hjálm- arssyni lækni, tveimur frönskum skipslækn- um sem staddir voru í Reykjavík og fjórum læknisfræðistúdentum. Móðirin, Margrét Arn- ljótsdóttir, lifði ekki og barnið dó sex mánaða gamalt. Ákveðið var að framkvæma keisaraskurð vegna smæðar konunnar, en samkvæmt Verka- manninum, 36. tölublaði, þann 15. september 1961, var hún einungis 18 þumlungar að stærð, eða tæpir 46 sentí- metrar. „Var það álit allra lækna að hún gæti með engu móti fætt af sér barn með venju- legum hætti. Aðgerðin tókst vel, eftir öllum aðstæðum. Barnið náð- ist með góðu lífi, 14 marka mey, - en móð- irin dó eftir þrjú dægur „af blóðrás hið innri“,“ segir jafnframt í blað- inu. Fyrsti keisaraskurður- inn sem framkvæmdur var á Íslandi og bæði móðir og barn lifðu var framkvæmdur 45 árum síðar í Reykjavík, í ágúst 1910. Á Íslandi fæðist nú um fimmtungur barna með keisaraskurði. ÞETTA GERÐIST: 24. JÚNÍ 1865 Fyrsti keisaraskurðurinn á Íslandi STEFÁN V. JÓNSSON, STÓRVAL, (1908- 1994) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Ég er Íslendingur elskan mín og mála það sem er erf- iðast að mála og aðrir geta ekki eða láta sér ekki detta í hug. Herðubreið og hólana og fjöllin úr Möðrudal og hesta og krakka. Stundum set ég and- lit á þá, ekki alltaf, það kaupir þetta jafnt hvort sem er.“ Stefán V. Jónsson tók að mála á gamals aldri og merkti mynd- ir sínar Stórval. Einlægur einfald- leiki og litadýrð einkenna mynd- ir hans. MERKISATBURÐIR 1000 Kristni er lögtekin á Al- þingi. 1886 Stórstúka Íslands stofnuð. 1923 Listasafn Einars Jónssonar er opnað á Skólavörðu- hæð. 1956 Hræðslubandalagið svo- kallaða, framboð Fram- sóknarflokks og Alþýðu- flokks bauð fram í Alþing- iskosningum. 1968 Nató heldur fund á Ís- landi í fyrsta sinn. 1974 Bresk stjórnvöld viður- kenna að hafa sprengt kjarnorkusprengju í Bandaríkjunum í tilrauna- skyni. 1983 Sally Ride, fyrst amer- ískra kvenna til að fara út í geim, lendir aftur á jörð- inni eftir sex daga ferð. AFMÆLI PÉTUR H. BLÖNDAL alþingismaður er 65 ára. LEIFUR BREIÐ- FJÖRÐ mynd- listar maður er 64 ára. LIONEL MESSI knattspyrnu mað- ur er 22 ára. SISSEL KYRKEBÖ sópransöng kona er fertug. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ingi Björn Halldórsson er látinn. Anna Guðný Ingadottir Hans Dingler Brynja Ingadóttir Guðmundur Hreggviðsson Brjánn Ingason Bryndís Björgvinsdóttir Inuk Jóhannesson Dingler Valborg Guðmundsdóttir Hallbera Guðmundsdóttir Björg Brjánsdóttir Guðrún Brjánsdóttir Ingi Brjánsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, Ásu Sigríðar Hilmarsdóttur Akraseli 34, Reykjavík. Hans Kristinsson Hilmar Hansson Hans Jakob Hilmarsson Kristinn Már Hilmarsson Anna Hansdóttir Ása Sigríður Sigurðardóttir Emil Jóhann Sigurðsson Hafdís Hansdóttir Pálmi Dungal Bríet Glóð Pálmadóttir Svanhildur Hilmarsdóttir Ólafur Friðsteinsson Ósk G. Hilmarsdóttir Gunnar Harrysson MOSAIK Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorbjörg Hólmfríður Sigurjónsdóttir Miðtúni 80, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 17. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júní kl. 11.00. Guðlaug Friðriksdóttir Ragnar Einarsson María Friðriksdóttir Grímur Andrésson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona, Dagný Sverrisdóttir Sléttuvegi 9, áður Hátúni 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. júní. Jarðarförin fer fram föstudaginn 26. júní kl. 13.00 frá Grensáskirkju. Þökkum starfsfólki Hjartadeildar 14G fyrir frábæra umönnun. Sverrir Halldórsson Steinunn Ingvarsdóttir Hrafnhildur Sverrisdóttir Magnús Hafsteinsson Guðrún G. Sverrisdóttir Chris Frankish og frændsystkini. STOLT Laufey Jensdóttir er bæjarlistamaður Garða- bæjar. Hún hefur látið fjölbreytileikann ráða för á ferlinum. Skemmtilegt þykir henni að tefla saman ólíkum efnum, vera hvort tveggja í senn örlítið væmin og ögrandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.