Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Ætlarðu að drulla þér frá eða á ég að þurfa að ýta þér?“ spurði maður sem langaði að kom- ast að barborðinu þar sem ég sat nokkra stund á laugardagsnótt. Ég leit á manninn og átti satt best að segja von á því að sjá ógæfulegan og sauðdrukkinn mann fyrir aftan mig en svo var ekki. Hann var samkvæmt mínum fordómum afar ólíklegur til að gera sig sekan um slíkan dónaskap. HEIMSPEKINGURINN kemur upp í mér þegar ég er með bjór í hendi og verð vitni að svona vit- leysu. Ég get nefnilega skilið það að fólk reiðist, að það móðgist og sýni af sér breyskleika í öllum regnbogans litum, en framkoma sem eingöngu er til þess fallin að afhjúpa innri óreiðu er flóknari en svo að ég fái úr ráðið. EFTIR miklar pælingar komst ég að þeirri niðurstöðu að almennt væri fólk ekki sérlega illt en sumt nokkuð ístöðulaust og léti sig því gossa með straumnum sem aðstæður byðu upp á hverju sinni. Til dæmis var þessi fram- koma ekki svo galin miðað við þessar aðstæður en hann fengi eflaust ófáar ákúrur fyrir hana úti í bakaríi, á skrifstofunni eða heima hjá sér. Þetta ruglar fólk í ríminu, hugsaði ég með mér, og það gleymir því að það er sama fúlmennið þótt það sýni af sér ólíð- andi hegðun við aðstæður þar sem slíkt er látið líðast. ÉG FÉKK mér annan bjór enda var ég búinn, að mér fannst, að finna skýringuna á bankahruninu. Menn hegðuðu sér með ólíðandi hætti en góðærið var hins vegar eins og (ó)menningin á barnum atarna á laugardagskvöldi; allt var látið líð- ast. Agamemnon brenndi sig líka á þessu en í Tróju stríðinu gerði hann varla annað en að eiga við konur sem Akkilles hafði hneppt í kvennafangelsi fyrir hann. Hann sá ekkert að þessu enda var þetta látið líðast á stríðstímum í þá daga. Akkilles var líka alltaf að hæla honum fyrir þetta en það fór síðan svo að eiginkonan drap stríðs- hrjáðan Agamemnon þegar hann fór heim í bað að stríði loknu. ÞAÐ VAR þarna sem ég fór að sjá mömmu fyrir mér, sem er undar- legt því það gerist venjulega ekki fyrr en á þriðja bjór. Hún benti á bringuna á mér svo ég hneppti upp um tvö göt en þá sagði hún: „Hvort sem þú ert í stríði, góðæri eða úti á laugardagsnótt er dómarinn ávallt hinn sami.“ Heimspeki á laugar- dags kvöldi Opið 07 til 01 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is Í dag er þriðjudagurinn 23. júní, 175. dagur ársins. 2.56 13.30 0.03 1.33 13.15 0.54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.