Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 24. júní 2009 Á morgun kl. 18 hefst fyrsta beina útsendingin frá breska Þjóðleikhúsinu í Kringlubíói og yfir tvö hundruð öðrum kvikmynda- húsum víða um heim. Verkið sem áhorfendur njóta í beinni útsendingu er Fedra eftir Racine hinn franska í þýðingu Ted Hughes. Leikstjórinn er leikhússtjórinn á National, Nicholas Hytner, en með hlutverk drottningar innar Fedru fer Helen Mirren. Með flutningnum hefjast beinar útsendingar frá sviðsviðburðum í háskerpu og 5.1 hljómi á nýtt stig en hér á landi hefur Samfélagið verið í fararbroddi beinna útsend- inga frá Metropolitan-óperunni í New York á liðnum vetri. Fleiri óperuhús hafa lagt í það fjárfreka fyrirtæki að reyna beinar útsend- ingar en kostnaður við að koma þeim í kring er mikill. Hytner hefur á starfsárum sínum hjá National gert mikið til að auka aðgengi almenn- ings að leiksýningum, bæði með verðstýringu og lágu miða- verði, vali á verkefnum og smíði nýrra verka. Hann hefur haldið áfram sýningar haldi Þjóðleik- hússins um Bretland og víðar um lönd og þannig tryggt virð- ingarstöðu breskra leikhefða í vestrænu samfélagi. Hann á að baki fjölbreyttan feril sem leik- stjóri á söngleikjum (Miss Saigon og Carousel), óperum í fjölda virtra óperuhúsa, kvikmyndum (The Madness of King George, The Crucible og fleiri) og á leik- ritum af ýmsu tagi. Sviðsetn- ing hans á Fedru var frumsýnd á Suðurbakkanum fyrir fáum dögum og þá sneri Helen Mirren aftur á National, þar sem hún var alin upp sem leikkona, eftir nær tveggja áratuga fjarveru. Mirren er löngu kunn sem ein- staklega kraftmikil og flink leik- kona, bæði á sviði, á stóru tjaldi og smáum skjá sjónvarpsefnis. Hytner leggur ríka á herslu á sterk átök í sviðsetningu sinni og verður gaman að sjá Mirren í hlutverki drottningar innar sem telur mann sinn látinn og fellur fyrir syni hans. Í smáu hlutverki í verkinu er Margaret Tysack, einn af jöfrum breskra leikkvenna sem fáir hafa síðan séð hér á landi síðan hún lék í hinni rómuðu sviðsetningu Peter Hall á Rósastríðunum sem RÚV sýndi hér 1967. Leikmyndin er eftir Bob Crowley, sem á að baki tugi minnisstæðra leikmynda. Ætlunin er að halda áfram bein- um útsendingum í háskerpu frá National næsta haust og vetur. Miðasala á viðburðinn á morgun er á midi.is. pbb@frettabladid.is Mirren í Fedru LEIKLIST Helen Mirren í hlutverki Fedru í samnefndu verki sem frumsýnt var fyrir fáum dögum í London og verður sýnt í Kringlubíói í beinni á morgun. Verið velkomin í glæsilega verslun Eirvíkur og kynnið ykkur tilboðin hjá sölumönnum okkar. Eirvík hefur opnað nýja vefverslun á www.eirvik.is Allt frá smátækjum til stórra heimilistækja á frábærum tilboðsverðum Eirvík er 15 ára Í tilefni af afmælinu höfum við endurnýjað sýningarsal okkar og bjóðum fjölda góðra afmælistilboða Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.