Fréttablaðið - 24.06.2009, Blaðsíða 14
14 24. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR
UMRÆÐAN
Ágúst Guðmundsson og Áslaug
Thorlacius skrifa um hönnun og list
Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og
ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á
borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan
gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir,
og rökræn niðurstaða nokkrum setning-
um síðar er sú að undirrituð séu óbæri-
lega hrokafull og gjörræðisleg. Svona
vill þetta nú oft verða í umræðum á
Íslandi, fólk verður stóryrtara en það
þarf að vera.
Þeir sem vilja setja list og hönnun
undir sama hatt hafa ýmislegt til síns
máls, og verði það krafa félagsmanna
skulum við hafa forgöngu um að taka
til athugunar nýja skipan á regnhlífar-
samtökum þeim sem kallast Bandalag
íslenskra listamanna og við erum í for-
svari fyrir þessi misserin. Við getum
meira að segja tekið undir með Goddi að
sama sé hvaðan gott komi.
En rétt eins og okkur ber að tala fyrir okkar
hagsmunasamtök, talar Goddur sem kennari í
hönnunardeild Listaháskólans og er þar af leið-
andi ekki óhlutdrægur aðili, frekar en rektor og
deildarforseti sama skóla. Fríða á Mogganum er á
hlutlausu svæði og kemur með ágæt rök. Það má
vissulega spyrja: Er frábær fatahönnuður ekki
jafnmikils virði og frábær listmálari? – og því
mundum við seint svara neitandi, en jafnframt má
spyrja á móti: Hver er ástæðan til þess að yfirleitt
er verið að skilja á milli einstakra starfsstétta á
þessu sviði?
Samtök listamanna hljóta að standa vörð um
hagsmuni sína rétt eins og önnur stéttarfélög. Með
harðfylgi hefur listamönnum tekist að
ýta á ráðamenn til að fá reistar stofn-
anir utan um starfsemi sína, það eru
til launasjóðir, sem líklega væru ekki
björgulegir ef ekki hefði verið dugandi
fólk í forystu fyrir samtökum okkar.
Grunnurinn að þessu öllu er að litið sé
á listamenn sem atvinnumenn, hverja
á sínu sviði. Orðið listamaður verður
þannig í okkar augum starfsheiti, rétt
eins og læknir, blaðamaður eða – hönn-
uður. Í almennu máli finnst orðið lista-
maður þó vissulega í merkingunni: ein-
hver sem kann sitt fag, sem vinnur verk
sitt vel.
Því má svo bæta við að á meðan hönn-
uðir líta gjarnan á sig sem listamenn,
leyfist listamönnum ekki alltaf að líta
á sig sem hönnuði, eins og nýleg sam-
keppni, Hönnun í anda Erró, ber vitni
um. Þar liggja væntanlega einhverjar
faglegar forsendur að baki – en sama
gildir þá um bókun okkar í ráðinu. Og
þeir sem saka okkur um óbilgirni ættu
ekki gleyma því að Bandalagið sam-
þykkti fyrir sitt leyti nú í vetur að
sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir hönnuði í
lögum um starfslaun listamanna.
Vitrænustu athugasemdirnar koma síðan frá
Steinunni Sigurðardóttur borgarlistamanni
sjálfri, þar sem hún hvetur til samvinnu og sátta.
Vitaskuld kviðum við því að henni kynni að sárna
bókunin, en aldrei var það ætlunin að gera lítið
úr henni eða verkum hennar. Viðbrögð hennar
eru henni og stéttinni allri til sóma. Þessi marg-
verðlaunaði hönnuður er greinilega hátt yfir arga-
þrasið hafinn.
Ágúst Guðmundsson er forseti BÍL og Áslaug
Thorlacius formaður SÍM.
ÁGÚST GUÐMUNDSSON
ÁSLAUG THORLACIUS
Hönnun og list
UMRÆÐAN
Margeir Pétursson
gerir athugasemd
við grein Þorvaldar
Gylfasonar
Það verður ekki hjá því komist að gera
alvarlega athugasemd
við umfjöllun dr. Þor-
valdar Gylfasonar próf-
essors í Fréttablaðinu síðastliðinn
fimmtudag undir fyrirsögninni
„Fjórar bækur um hrun“. Þar
fjallar hann um nýja bók með
eftir farandi hætti:
„Bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný
framtíðarsýn, er af öðrum toga af
kápunni að dæma. Þar
fjallar eitt hvellasta
gjallarhorn útrásar-
innar um endurreisn
efnahagslífsins og bætt
viðskiptasiðferði. Ég
hef ekki lesið bókina
og hef því ekkert meira
um hana að segja.“
Þetta er afskaplega
ósanngjörn afgreiðsla
sem ekki verður unað
við af hálfu þeirra sem
þekkja til starfa og ferils Þor-
kels Sigurlaugssonar og hafa þar
að auki lesið bók hans. Allt sem
Þorkell hefur ritað undanfarna
áratugi byggir einmitt á því að
vanda þurfi mjög til stjórnunar-
hátta fyrirtækja og byggja þurfi
þau upp á heilbrigðan hátt. Ég
held að ekkert geti verið fjarlæg-
ara hans gildum en að hægt sé að
ná í skjótfenginn gróða með því að
stækka sem hraðast og skuldsetja
sig sem mest.
Það var einmitt langtímahugsun
Þorkels sem viðskiptalífið skorti
mjög á árunum 2003-2008, þegar
allt virtist svo auðvelt. Þorkell
starfaði hjá Eimskip á níunda
og tíunda áratugnum þegar
félagið innleiddi nýja og agaðri
stjórnunar hætti, sem mörgum
urðu fyrir mynd. Hann hefur
ávallt haft brennandi áhuga á
stjórnun og stefnumótun fyr-
irtækja og verið ötull við að
miðla af reynslu sinni og þekk-
ingu. Þorkell tók t.d. að sér að
koma að stjórnum ýmissa sprota-
fyrirtækja og ber þar hæst Marel
og Össur, auk margra annarra. Í
gegnum alla þá reynslu þekkir
Þorkell manna best að það kost-
ar mikið erfiði og fórnir að koma
á fót fyrirtæki sem er arðbært og
veitir mörgum atvinnu.
Um svipað leyti og nýir menn
með nýja siði tóku yfir rekstur
Eimskips söðlaði Þorkell um og
hóf störf við Háskólann í Reykja-
vík. Hans viðhorf fóru líka úr
tísku í nokkur ár, en nú er hans
tími kominn eins og fleiri. Það
er gott til þess að hugsa í núver-
andi erfiðleikum að ungt og metn-
aðarfullt fólk geti leitað í smiðju
hans. Rit hans Ný framtíðarsýn er
jákvætt og þarft innlegg í umræð-
una um framtíð Íslands, sem allir
ættu að kynna sér. Þorkell Sigur-
laugsson þekkir mikið mótlæti
vegna fötlunar, en lætur það ekki
á sig fá. Það eru þeir menn sem
gefast ekki upp við andstreymi
sem vert er að hlusta á núna.
Höfundur er stjórnarformaður
MP Banka.
Þorkell á betra skilið
Ég held að ekkert geti verið
fjarlægara hans gildum en að
hægt sé að ná í skjótfenginn
gróða með því að stækka sem
hraðast og skuldsetja sig sem
mest.
MARGEIR PÉTURSSON
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Öll helstu merkin í bakpokum: TNF, Millet, Deuter, Osprey.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
46
55
9
06
/0
9
Deuter Aircontact Pro
Sá vandaðasti úr smiðju Deuter.
Frábært stillanlegt burðarkerfi.
Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra.
Deuter Aircontact
Margverðlaunaður bakpoki! Góður í lengri ferðir.
Vandað, stillanlegt burðarkerfi. Regnyfirbreiðsla.
Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra.
Deuter Futura
Okkar vinsælustu dagpokar! Með frábæru
öndunarkerfi í baki. Regnyfirbreiðsla og
ýmsar festingar. Fáanlegur í ýmsum stærðum.
70+15 L
Verð: 39.990 kr.
60+15 L
Verð: 48.990 kr.
55+15 L
Verð: 41.990 kr.
60+10 L
Verð: 29.990 kr.
65+10 L
Verð: 29.990 kr.
75+15 L
Verð: 32.990 kr.
22 L
Verð: 16.990 kr.
28 L
Verð: 12.990 kr.
32 L
Verð: 19.990 kr.
Góðir ferðafélagar í sumar
Deuter bakpokarnir eru mest verðlaunuðu bakpokar seinni ára
SENDU SMS EST 3LV Á
NÚMERIÐ 1900
- ÞÚ GÆTIR UNNÐ EINTAK!
Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir,
DVD myndir, gos og margt fleira!
199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
KOMNIR ÍELKO!
9. HVER
VINNUR
!
WWW.BREIK.IS/3GAMES